Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 41

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 41
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 4140 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 Elín Inga skoðaði fæðingarupplifun kvenna á Íslandi og bar saman fæðingarupplifun íslenskra og erlendra kvenna. Megind­ legar aðferðir voru notaðar og kom í ljós að fæðingarupplifun kvenna hér á landi var almennt jákvæð en tíðni neikvæðrar fæðingarupplifunar var 8,8%. Niðurstöður sýndu að huga þarf sér stak lega að fæðingarupplifun frumbyrja og tekjulægri kvenna og þá er upplifun kvenna misánægjuleg eftir því hvar þær fæða á landinu. Í fyrstu leit út fyrir að marktækur munur væri á fæðingar upplifun erlendra og íslenskra kvenna en þegar betur var að gáð útskýrði uppruni ekki þann mun. Frekari rannsókna er þörf til að greina það en vísbendingar um að félagsleg staða hafi þar áhrif. Hjördís gerði fræðilega samantekt á upplifun þungaðra kvenna af meðgönguvernd á tímum Covid­19 heimsfaraldursins. Upp­ lifun kvenna reyndist bæði jákvæð og neikvæð en þjónustan breyttist í mörgum löndum og einkenndist af frestun og af­ bókunum á tímum í meðgönguvernd, breyttum samskiptum og skerðingu á viðveru maka í meðgönguvernd. Hjördís skoðaði sérstaklega upplifun kvenna af fjarfundabúnaði. Sumar konur upplifðu aukinn sveigjanleika á meðan aðrar höfðu áhyggjur af færri líkamlegum skoðunum, svo eitthvað sé nefnt. Rann sóknin undirstrikar að tryggja þarf að þjónustan sé einstaklings miðuð og þá er meðgönguvernd á fjarfundaformi góður kostur í bland við meðgönguvernd í eigin persónu. Hrönn kannaði tengsl áfalla í æsku við þungunarrof meðal kvenna á Íslandi. Í úrtakinu reyndust 26,3% þátttakenda hafa farið í þungunarrof og voru þær líklegri til þess að hafa orðið fyrir áfalli í æsku samanborið við þær sem ekki höfðu farið í þungunarrof. Algengustu áföllin voru skilnaður foreldra/for­ eldri fallið frá, andleg vanræksla og að eiga heimilismeðlim með áfengis­ eða vímuefnavanda. Meirihluti þátttakenda hafði upp lifað eitt eða fleiri áföll í æsku (80,2%) og þá kom í ljós að eftir því sem áföllum í æsku fjölgaði, því hærra varð hlutfall þátttakenda sem höfðu farið í þungunarrof. Guðlaug Jóna tók viðtöl við sjö konur sem þurftu að flytjast milli fæðingarstaða í fæðingu og notaði fyrirbærafræði til að skoða upplifun þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að það var ekki staðurinn heldur stuðningur ljósmóður sem var þungamiðjan í upplifun kvennanna sem lýsti sér í undirstöðuþemanu „Stað­ urinn skiptir ekki máli … bara ef ég hefði rétta fólkið með mér.“ Rannsóknin sýndi að hvers konar breyting á áætlun hefur áhrif en stuðla má að jákvæðri upplifun þrátt fyrir það með góðu upp lýsingaflæði, að konan hafi val og að hún taki sjálf þátt í ákvörðun um flutning. heiti verkefnis Fæðingarupplifun íslenskra og erlendra kvenna á Íslandi: Lýsandi þversniðsrannsókn. höfundur Elín Inga Lárusdóttir leiðbeinendur Emma Marie Swift og Edythe L. Mangindin heiti verkefnis Upplifun og reynsla þungaðra kvenna á meðgönguvernd á tímum heimsfaraldursins COVID­19: Fræðileg samantekt með kögunarsniði. höfundur Hjördís Magnúsdóttir leiðbeinandi Helga Gottfreðsdóttir heiti verkefnis Tengsl áfalla í æsku við þungunarrof meðal kvenna á Íslandi: Niðurstöður úr Áfallasögu kvenna. höfundur Hrönn Hilmarsdóttir leiðbeinandi Emma Marie Swift heiti verkefnis „Staðurinn skiptir ekki máli … bara ef ég hefði rétta fólkið með mér.“ Reynsla kvenna sem flytjast milli fæðingarstaða í fæðingu: Eigindleg fyrirbærafræðileg rannsókn. höfundur Guðlaug Jóna Karlsdóttir leiðbeinandi Ólöf Ásta Ólafsdóttir Guðrún Elín skoðaði viðhorf ljósmæðra til hópmeðgöngu verndar fyrir konur í áhættumeðgöngu og vildi þannig kanna hvort grund­ völlur væri fyrir því þjónustuformi á Land spítalanum. Al mennt séð virðast ljósmæður jákvæðar í garð þessa þjónustu forms og telja að í hópmeðgönguvernd geti myndast traustur og góður jafningjastuðningur á milli kvenna í áhættu hópum sem geti bætt útkomu móður og barns. Þá telja þær að tíma sínum sé jafn­ vel betur varið með þessu sniði. Til innleiðingar þyrfti að hafa já kvæðni að leiðarljósi og þá krefst nýtt fyrirkomulag lausna­ miðaðrar nálgunar. Rannsóknin er spennandi fyrsta skref í fjöl­ breyttari þjónustu við konur í áhættumeðgöngu. Sólrún skoðaði fyrirkomulag nýburaskoðanna á fimmta til sjöunda degi á höfuðborgarsvæðinu í samhengi við það þegar þær lögðust niður á tímum Covid­19 heimsfaraldursins og ljós mæður sinntu þeim í heimaþjónustu með aðgengi að barna­ læknum. Rannsókn Sólrúnar sýndi að komum á dagdeild Vöku­ deildar fjölgaði ekki þrátt fyrir breytt þjónustuform. Ljóst er að mikil vægt er að bjóða upp á nýburaskoðanir en þó sést að hægt er að veita þá þjónustu með mismunandi hætti og vísbendingar eru um að hægt sé að nýta mannafla heilbrigðiskerfisins betur til þessa eftirlits og dreifa álaginu. Svandís ræddi við konur sem misst hafa barn á meðgöngu. Þátttakendur lýstu mikilli sorg og upplifðu að þurfa sjálfir að leita að stuðningi, sem er erfitt, en yfirþema ritgerðarinnar lýsir því vel: ,,Það þarf einhver að grípa mann.“ Konurnar sögðu frá því hvernig allt var í lausu lofti, erfitt var að líta fram á veginn og uppgötvunina við að sjá að þær væru ekki einar í þessum sporum þrátt fyrir að aðstæður séu vissulega mismunandi. Rit­ gerðin varpar ljósi á þann stuðning sem þær hefðu viljað fá sem er okkur ljósmæðrum dýrmætt til að geta betur sinnt konum sem missa barn á meðgöngu. heiti verkefnis Hópmeðgönguvernd fyrir konur í áhættumeðgöngu: Þátttökurannsókn. höfundur Guðrún Elín Davíðsdóttir leiðbeinendur Emma Marie Swift og Valgerður Lísa Sigurðardóttir heiti verkefnis Komur nýbura á dagdeild Vökudeildar fyrir Covid­19 og í fyrstu bylgju faraldursins á Íslandi – Afturvirk lýsandi samanburðarrannsókn. höfundur Sólrún Arney Siggeirsdóttir leiðbeinendur Helga Gottfreðsdóttir og Elín Ögmundsdóttir heiti verkefnis Það þarf einhver að grípa mann. Reynsla og upplifun kvenna af stuðningi í kjölfar missis á meðgöngu höfundur Svandís Edda Gunnarsdóttir leiðbeinendur Emma Marie Swift og Þórunn Pálsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.