Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 80

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 80
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 8180 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 viðtal Ljósmóðir á ferð Viðtal við Kristbjörgu Magnúsdóttur, heimafæðingarljósmóður höfundur ólöf ásta ólafsdóttir Kristbjörg heimafæðingarljósmóðir lauk ljósmóður­ prófi árið 2001. Hún hefur því verið „ljósmóðir á ferð“ í yfir 20 ár. Fyrsta áratuginn vann hún aðal­ lega á Landspítalanum á fæðingardeild og í sængur­ legu, en frá árinu 2009 hefur hún fyrst og fremst verið í heima þjónustu og við heima fæðingar og um­ önnun í sængur legu. Kristbjörg hefur tekið á móti um 350 börnum heima á Íslandi og einnig í öðrum samfélögum. Frá árinu 2018 hefur Kristbjörg verið í hluta­ stöðu á heilsugæslustöðinni Höfða. Kristbjörg hefur víðtæka reynslu og hefur unnið við fjölbreyttar og ólíkar aðstæður. Á þessu ári hefur Kristbjörg unnið tímabundið í Pennsylvaníu og er með umsókn um formlegt starfsleyfi í Bandaríkjunum í farteskinu, nánar tiltekið í Washington fylki. Ljósmæðrablaðið langaði til að forvitnast nánar um athafnir Kristbjargar. Við mæltum okkur því mót, settum upptöku í gang og fengum okkur jurtate. Ljósmæðraferðalögin þín eru orðin mörg, hvernig byrjaði þetta? Þetta byrjaði með ferð austur á Neskaupstað. Ég útskrifaðist í júní árið 2001 og fór í fæðingar- orlof um haustið. Á milli jóla og nýárs ári seinna fór ég austur til að leysa af í 12 daga. Þetta urðu reyndar bara tvær ferðir, en ég leysti aftur af um sumarið í 2 vikur. Þarna gerði ég mér grein fyrir hvað við getum gert með okkar ljósmóður- menntun. Ég tók ekki á móti mörgum börnum fyrir austan, en ég fann hversu mikil ábyrgðin er þegar maður er einn. Ég þurfti til dæmis að fara með konu í keisara og ég man að lýtalæknirinn sem var að leysa af sagði; hvað viltu að ég geri? Það er auðvitað mikil ábyrgð að taka ákvörðun um að kona fari í keisara. Ljósmæður sem starfa einar úti á landi þurfa oft að taka svona erfiðar ákvarðanir. Á Landspítalanum setur maður á - byrgðina meira í hendurna á einhverjum öðrum. Svo fór ég að fara á ljósmæðraráðstefnur. Ég kynntist til dæmis Carol Gautschi, amerískri ljósmóður í Strasbourg í Frakklandi á Midwifery Today ráðstefnu í október 2010. Carol er með yfir 40 ára starfsreynslu. Á þessari ráðstefnu var fjallað um mannréttindi og fæðingar. Carol býr á Ólympíuskaganum rétt hjá Seattle og leggur áherslu á klassíska heildræna „authentic“ ljósmóðurfræði. Ég ákvað að fara í heimsókn til hennar í hálfgert starfsnám. Ég fór í maí árið 2011 og fylgdist með henni í tvær vikur. Þarna kynntist ég alls konar fólki. Það var ekki mikið að gera á þessum tíma, en ég var með Carol í mæðravernd. Það var mis jafnt hvenær konurnar voru að koma í fyrstu skoðun, 6-12 vikur og svo einu sinni í mánuði fram að 32 vikum. Eftir 36 vikur komu þær á viku fresti , svipað og hér. Mér fannst merkilegt hversu miklu meiri áherslan var á mataræði í mæðra verndinni þarna og það er eitthvað sem við gætum lært af. Carol notar líka jurtir og ráð- leggur bæti efni meira en við gerum. Ég fór líka með henni í tvær heima fæðingar. Konurnar voru rúm lega tvítugar, en voru giftar og að eiga sín fyrstu börn. Þær voru báðar mjög trúaðar. Ég man að Carol hafði á orði að henni þætti leiðin- legt að þeirra matar æði hafði ekki verið til fyrir- myndar. Mig minnir líka að Carol hafi ekki tekið á móti foreldrum þeirra en hins vegar systkinum. Við þurftum að flytja aðra konuna á sjúkrahús þar sem henni fór að blæða eftir fæðingu. Hún var líka með þriðju gráðu rifu, þannig að hún hefði þurft flutning hvort sem var. Þessi ferð til Carol var mjög áhugaverð og kveikti í mér. Ég fann að ég þorði að fara út fyrir kassann. Á þessum tíma var ég byrjuð í heimafæðingum, en fyrsta heimafæðingin mín var á jóladag 2005. Eins og ég er ánægð með námið mitt, þá fannst mér mig aðeins vanta, ég fann strax eftir námið að ég kunni að taka á móti, ég gat lært að sauma og þetta fræðilega og verklega, en mér fannst vanta hjartað, ljósmóðurlistina – einhverja viðbót. Carol var með nema sem fylgdi henni alla daga í mæðravernd og í fæðingarnar. Hlutverk nemanna var líka að ryksuga og skúra á biðstofunnni fyrir dagana í mæðravernd. Neminn hjálpaði líka til við bókhaldið, gerði reikninga og sendi inn fæðingar- tilkynningar. Með þessu var neminn undirbúinn heildrænt fyrir sjálfstæðan rekstur og fyrir þessi önnur mál sem geta líka verið flókin. Þess má geta að nám í ljósmóðurfræði í Banda­ ríkjunum er fjölbreytt en ljósmóðurnemar sem koma í verknám í lotum til ljósmæðra sem eru með eigin klíník geta verið í bóklegu námi á mismunandi stigum. Þær geta verið á háskólastigi, sumar hafa hjúkrunar­ menntun, en flestar ekki. Að námi loknu sækja þessar ljósmæður svo um fagleg starfsréttindi, CPM (certi­ fied professional midwife) sem eru veitt af NARM (North American Registry of Midwives). Eins og þær sem eru í námi og handleiðslu hjá sömu ljós­ móður allan námstímann í þrjú ár sem ber þá ábyrgð á að nemandi fái bæði bóklegt nám og klíníska færni til að geta tekið ljósmóðurpróf og sótt um starfsleyfi. Árið 2012 fór Kristbjörg aftur á Midwifery Today ráðstefnu og nú til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Harrisburg í Pennsylvaníu. Kristbjörg segist hafa verið áhugasöm um að skoða menntun þessara ljós ­ mæðra, en eftir á að hyggja var hún að velja af hverjum hún vildi læra. Maður finnur alveg að ljósmæðurnar eru misvel menntaðar og misfærar. Sumar eru með gífur- lega þekkingu meðan aðrar hafa bara grunna þekkingu og taka á móti fáum börnum. Á ráðstefnunni hlustaði hún á ljósmæðurnar Diane Goslin og Heidi Yanell halda fyrirlestur um óhefð­ bundna þjónustu í gegnum barneignarferlið. Þær kynntu sína starfsemi þar sem þær voru aðallega að vinna í byggðum þar sem Amish fólk bjó, en sjálfar bjuggu þær í nágrenni við þessar byggðir. Konur koma hins vegar til þeirra víðs vegar að og voru því konurnar sem þær sinntu með mjög ólíkan bakgrunn. Ég kynntist þeim báðum á ráðstefnunni. Heidi bauð mér í mat og þá kynntist ég líka manninum hennar og fjölskyldunni þeirra. Þau voru mjög trúuð, áttu átta dætur og einn son. Maðurinn minn kom svo út að sækja mig og við keyrðum þarna um, í Lancaster sýslu og skoðuðum okkur líka um í Amish byggðinni. Ég fann að mig langaði til koma aftur og vera hjá þeim í einhvern tíma og ræddi það við Heidi. Ég frétti það síðar að hún var víst alltaf að spyrja Diane hvort hún hefði heyrt frá íslensku ljósmóðurinni? Ég lét hins vegar aldrei af því verða að fara – þangað til loksins núna. Þegar ég var viss um hvað ég vildi gera, hafði ég samband við Diane og það endaði með því að hún samþykkti að taka við mér. Ég ákvað sem sagt að taka ekki að mér konur sem voru á tíma í janúar og svo var ég tilbúin að fara. Ég er svo heppin með vinnustaðinn minn. Ég hef ákveðið frjálsræði á Heilsugæslunni Höfða. Þar get ég líka verið með ekta sam fellda þjónustu, verið í mæðravernd,tekið á móti heima og farið í vitjanir í ungbarnaverndinni. Þar sem Diane býr er stærsta samfélag fólks sem er Amish í Bandaríkjunum, um 35 þúsund manns. Þar hefur hún verið með ljósmóðurþjónustu og sjálfstæðan rekstur í meira en 35 ár. Diane er frá Phíladelfíu og er sjálf komin af mennta- fólki. Hún byrjaði í læknisfræði, en átti barn og komst þá að því að læknisfræðin var ekki það sem hún vildi og þá fór hún í ljós móður fræði. Konurnar hafa verið ánægðar með ljós móður þjónustu Diane sem er fyrir þeim eins og amma eða vin kona og hún hefur aldrei auglýst sína þjónustu. Árið 2008 átti að loka á ljósmóðurþjónustu Diane og lögsækja hana, en þá flyktust hundruð Amish kvenna til Harrisburg til að styðja sína ljósmóður og mót mæla þeim gjörningi. Konurnar vildu að Diane gæti sinnt heima fæðingum áfram og mætt þörfum Amish kvenna í þeirra umhverfi og í þeirra menningu. Málið gegn Diane fór fyrir dóm, en lauk með því að Diane fékk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.