Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 36
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 3736 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 fréttir Bókarkynning: Kenningar og hugmyndafræðileg nálgun ljósmæðra – norræn sýn Theories and Perspectives for Midwifery – A Nordic View höfundur helga gottfreðsdóttir Í nóvember var gefin út bók sem ber heitið Theories and Per spec tives for Midwifery – A Nordic View. Bókin er sam starfs verkefni ljósmæðra á Norður löndunum og á hvert þeirra landa sinn full trúa í rit stjórn bókar innar. Ásamt undir ritaðri eru frá Noregi Ellen Blix pró­ fessor, frá Dan mörku Ellen Aagaard Nöhr pró fessor, frá Svíþjóð Ingela Lundgren prófessor emeríta og frá Finnlandi Anita Wikberg dósent. Bókin er á ensku og í henni eru 26 kaflar, skrifaðir af ljós mæðrum frá Norður löndunum og í þeim hópi eru þó nokkrar frá Íslandi. En af hverju þessi bók? Ljósmæður á Norður­ löndunum eiga margt sameiginlegt sem tengist sögu og þróun fagsins og margt er líkt með starfsvettvangi þeirra. Þar er áhersla á eðlilegt barneignarferli og aðkoma ljósmæðra að kyn­ og kvenheilsu fer vaxandi í öllum löndunum. Ljósmæður á Norðurlöndunum hafa jafnframt verið framarlega í að efla menntun sinnar stéttar. Þróun þekkingar í formi rannsókna er umtalsverð í löndunum. Bókin hefur verið í smíðum frá 2017 þegar form­ lega varð til hópur ljósmæðra á Norður löndunum sem sinna háskóla kennslu og rann sóknum. Hópurinn skilgreinir sig sem NORNAM (e. Nordic Network for Academic Midwives). þessi hópur hefur meðal annars þróað og boðið sameiginlegt nám skeið fyrir ljós­ mæður í doktors námi um kenningar og hug mynda­ fræði lega nálgun ljós móður fræða. Í námsframboði háskóla á norður löndunum er slíkt námskeið hvergi að finna. Fyrsta nám skeiðið var haldið hér á landi vorið 2019 á vegum Háskóla Íslands og það næsta var árið 2021 á vegum Osló Metropolitan University. Nokkrar íslenskar ljósmæður hafa sótt námskeiðið sem hefur fengið mjög jákvæða umsögn. Þriðja nám­ skeið er fyrirhugað í Noregi vorið 2023. Á alþjóðavísu mætti sýnileiki ljósmóðurstarfs og rann sókna norrænna ljósmæðra vera meiri og því var ákveðið að vinna að þessu sameiginlega verk efni og vekja þannig athygli meðal fjölmennari vísinda­ samfélaga og starfandi ljósmæðra á þeim auð sem felst í sögu og rannsóknum norrænna ljósmæðra. Hvernig er bókin uppbyggð og er hún hugsuð fyrir allar ljósmæður? Bókin er hugsuð fyrir allar ljós­ mæður en ekki síst ljós móður nema bæði í grunn­ og framhaldsnámi. Hún er jafnframt hugsuð fyrir aðra hópa sem vinna í tengslum við barneignaferlið í klínísku starfi, rannsóknum eða kennslu. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta eru kaflar um sögu ljósmóðurfræðinnar á Norður­ löndunum í samhengi við þróunina í Evrópu, heil­ brigðiskerfið á Norðurlöndunum eins og það snýr að barneignarferlinu, sérstaka hópa innan landanna s.s. Sama sem búa í norðurhluta Svíþjóðar, Noregs og Finnlands og konur af erlendum uppruna. Jafn framt er menntun ljósmæðra gerð góð skil en töluverð breidd er í uppbyggingu ljósmóðurnáms á Norður­ löndunum. Í öðrum hluta bókarinnar er fjallað um gagn­ reynda þekkingu í ljósmóðurfræði og tengsl við klínískt starf. Varpað er fram spurningum um hvers vegna það er mikilvægt að ljósmóðurfræðin eigi ákveðna hugmyndafræði, standi vörð um hana og þrói til að vera grunnur í klínísku starfi. Þannig er sér­ stakur kafli um hvernig sívaxandi notkun á tækni hefur áhrif á starfssvið ljósmóðurinnar og áleitnar spurningar um hvernig slík þróun hafi áhrif á heilsu­ fars út komur mæðra og nýbura ræddar. Þá er kafli um heilsu eflingu (e. Salutogenensis) og hvernig nýta megi þá hugmynda fræði í menntun, rann sóknum og klínísku starfi ljósmæðra til mót vægis við sívaxandi inngrip í barneignarferlið. Sérstakur kafli er um eðli ­ legar fæðingar, hvernig við skilgreinum það hugtak, ávinning þess að efla eðlilegar fæðingar, hvað hvetur til eðlilegra fæðinga og hvað dregur úr tíðni þeirra. Í því samhengi er sérstaklega fjallað um val kvenna og hvernig ljósmæður upplifa togstreitu milli þeirra áherslna sem stofnanir setja fram og þeirrar þekkingar sem ljósmæður búa yfir. Sérstök áhersla er í einum kaflanum á hugtakið stuðningur í barneignarferlinu og rætt um hvernig hægt sé að tryggja slíkt í heil­ brigðiskerfi þar sem vaxandi krafa er um afköst og hraða. Þá eru nokkrir kaflar um fyrir komu lag þjónustunnar þ.e. fjölskyldumiðaða ljós móður­ þjónustu, samband konu og ljósmóður og sam fellda þjónustu ljósmæðra. Fjallað er um fæðingar stað, sjónarhorn kvenna og ljósmæðra, hönnun fæðingar­ rýmis og sjálfræði ljósmóðurinnar í klínísku starfi. Í þriðja hluta bókarinnar er sagt frá ýmsum kenningum sem hafa verið þróaðar innan ljósmóður­ fræðinnar s.s. um fagmennsku, MiMo módelið, um umhyggju fyrir konum í aukinni áhættu og um orð ­ ræðu í ljósmóðurstarfi. Í þeim hluta er sérstakur kafli um sam fellda þjónustu í Danmörku sem er eina Norður landið sem raunverulega hefur slíkt á stefnu­ skrá í sinni heilbrigðisáætlun fyrir barns hafandi konur og fjölskyldur. Ritstjórn bókarinnar hefur valið þessi efni sem mörg eru ofarlega á baugi í umræðu og rannsóknum á sviði ljósmóðurfræða á alþjóðavísu. Þessi bók er leið til að vekja athygli á því, auk þess að vera yfirlit yfir stöðu mála og nýja þekkingu sem sérstaklega hefur orðið til í rannsóknum norrænna ljósmæðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.