Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 13
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 1312 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
almennt efni
„Það er komið undir ljósmæðrum þessa
lands, hvort þær hafa þann metnað að
halda úti blaði fyrir stétt sína.“
Litið um öxl í tilefni af aldarafmæli Ljósmæðrablaðsins
höfundar steinunn h. blöndal og s. rut guðmundsdóttir
Í október síðastliðnum voru 100 ár frá því að Ljós
mæðrablaðið kom út í fyrsta sinn. Það er auðvelt að
finna til aðdáunar á huguðu framtaki nýstofnaðs
Ljós mæðra félags á síðustu öld, að hefja útgáfu Ljós
mæðra blaðs árið 1922, aðeins fáeinum árum eftir
stofnun félagsins. Ljósmæðrafélag Íslands fetaði
þannig í fótspor Læknafélags Íslands, sem hóf út gáfu
fag tímarits fyrir lækna árið 1915. Ljósmæðrafélagið
braut blað í sögunni á margvíslegan hátt, meðal annars
með því að ráðast í útgáfu fyrsta fagtímarits kvenna.
Fyrsta tölublað Ljósmæðrablaðsins kom út í
október árið 1922 í prentaðri útgáfu. Fyrirmynd að
út liti blaðsins var hið virta bókmenntarit landsins,
Skírnir. Á fyrstu forsíðunni var auglýsing um væntan
lega útgáfu bókarinnar Ljósmóðurfræðin nýja. Sagt
var að bókin væri skyldueign allra ljósmæðra og
myndi kosta 10 krónur. Í sömu auglýsingu frá Bóka
verslun Sigfúsar Eymundssonar var auglýsing um
barna bókina Gosa. Verðið á henni var þrjár krónur.
Til samanburðar voru lágmarkslaun ljós mæðra á
þessum tíma 70 krónur á ári. Fjárhags legur grunnur
útgáfunnar byggðist á áskrift ljósmæðra og aug
lýsinga tekjum. Þótt greina megi í gegnum öldina
áhyggjur forsvarskvenna blaðsins af afdrifum blaðsins
hefur það komið út óslitið á ári hverju sl. 100 ár, frá
einu tölu blaði á ári upp í sex tölublöð.
Þuríður Bárðardóttir, fyrsti formaður Ljós
mæðra félagsins var jafnframt fyrsti ritstjóri blaðsins.
Aðrar í ritstjórn voru þær Þórdís Elín Jónsdóttir
Carlquist og Þórunn Á. Björnsdóttir, en þær þrjár
skipuðu líka í stjórn félagsins. Í fyrsta ávarpi rit stjórnar
er brýnt fyrir lesendum blaðsins hversu mikil vægt
það sé fyrir þessa fámennu stétt að eiga sitt eigið blað,
sem muni „flytja greinar um alt það, sem varðar stöðu
ljósmæðra og starf þeirra alt, eftir því, sem framast er
unt. Færi vel á að ljósmæður úti um landið sendu því
af og til ritgerðir, eða þó ekki væri nema smábendingar,
um hitt og þetta, sem þær teldu þess vert að vekja athygli
á.“ Svo er haldið er áfram: „Vitanlega er þetta ekki
nema tilraun: Það er komið undir ljósmæðrum þessa
lands, hvort þær hafa þann metnað að gera það sem þær
geta til þess að halda úti blaði fyrir stétt sína, eða kjósa
heldur að hýrast, hver í sínu horni, og láta ekkert á sjer
kræla, og láta sjer standa á sama um stjettarmálefni sín,
hvort sem til frama er eða fræðslu.“ (Ljósmæðrablaðið,
1922, 34).
Hvort króginn verður látinn lognast út af úr hor
eða hungri?
Grunntónn í skrifum ritstjórnar á þessum upphafs
árum var löngun til að breiða út þá bestu þekkingu í
ljósmóðurfræði sem völ var á fyrir ljósmæður Íslands,
í okkar strjálbýla landi. Metnaðurinn var að reyna
þannig að standast alþjóðlegar kröfur af því að það
ættu konur og börn á Íslandi skilið. Þannig vildu
íslenskar ljósmæður feta í fótspor systurfélaga sinna
á hinum Norðurlöndum sem öll gáfu út ljós mæðra
blöð. Okkar ljósmæður voru fáar og dreifðar út um
allt land, en þær voru líka töff. Þannig segir til dæmis
í fjórða tölublaði blaðsins:
Kæru stjettarsystur!
Verið nú allar samtaka í því að styðja þessa
við leitni vora eftir megni, gerist áskrifendur, þið
sem ekki eruð orðnar það, og útvegið áskrifendur
utan stjettarinnar, eins marga og þið getið,
og sendið andvirðið til gjaldkera blaðsins, frú
Sigríðar Sigfúsdóttur, Lokastíg 9, fyrir nýárið.
Þær, sem enginn skil hafa gert, mega ekki búast
við að fá blaðið sent efirleiðis, og hafa það auk
þess á samviskunni að hafa orðið valdar að því,
að þessi litli vísir til samheldni og stjettar með
vitundar, og metnaðar með ljósmæðrum Íslands
krókni út af úr hor á 1. aldursári. (s.5657).
Forsíðan á allra fyrsta tölublaðinu; Nafnalisti yfir þær ljósmæður sem greitt hafa
félagsgjöld og þær sem greitt hafa fyrir blaðið, úr 2. tölublaði blaðsins; Fimmburarnir
frægu frá Ontario, birtist í Ljósmæðrablaðinu árið 1935, 4. tbl.
Þ
ur
íð
ur
B
ár
ða
rd
ót
tir
Þ
ór
dí
s
J.
C
ar
lq
ui
st
Þ
ór
un
n
Á
. B
jö
rn
sd
ót
tir