Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 67

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 67
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 6766 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 sem var hér um tíma en hún var með svo mikla heim þrá að hún fór aftur heim. Við höfum allar þurft að læra að sauma. Ég var heppin og fór fljótt á Gynzone námskeið og ég mæli með því, eins og íslensku nemarnir og ljósmæðurnar læra í dag. Ertu með einhver skilaboð til íslenskra ljósmæðra? Stundum kvörtum við, ég segi við, því mér finnst ég vera hluti af íslenska hópnum, yfir því hve mikið er að gera eða hvað það vantar af ljós- mæðrum. Hins vegar ef við berum okkur saman við aðra staði og lönd, þá er þetta enn verra þar. Kannski við mættum þakka fyrir það sem við höfum. Í Litháen og Lettlandi eru aðstæður bæði kvenna og ljósmæðra verri, t.d. vinnutíminn er miklu lengri, jafn vel sólarhringsvaktir og launin mun minni. Mikið svefn leysi og þreyta og ljósmæður með margar konur í einu og yfirsetan er varla til. Ljósmæður fara til kvenna rétt þegar þær eru að byrja að rembast. Þetta er menningin og jafnvel þó ljósmæður hafi svo tíma, þá eru þær á kaffistofunni. Þetta var mitt val núna að vera fjórar næturvaktir í röð, til að ég geti fengið lengra frí. Svo er allt í lagi þegar samvinnan er svona góð þegar mikið er að gera, allar að hjálpast að og leysa hver aðra af, svo einhver sé til að vera hjá konunni t.d. á meðan það þarf að fara í annað verk eða jafnvel að fá sér aðeins að borða. Að lokum er spurt um framtíðarplön. Ég hef núna verið hérna í fjögur ár og ég ætla að vera hér áfram. Mig langar til að læra íslenskuna, en það væri gott ef hægt væri að læra hana í vinnu tímanum. Það er ekki alltaf gott að finna nám skeið sem eru eftir vinnu og ekki hægt að fara fyrr af vaktinni til að mæta í kennslutíma. Þetta hefur hindrað mig. Ég skil þónokkuð og get notað ýmis vinnu orð, en hef ekki skellt mér í að tala, er einhvern veginn feimin við það. Lokaorð Aureliju eru: Ég er þakklát fyrir að fá þetta tækifæri, að styrkjast og læra með því að vinna hér á Íslandi. Núna er ég ljósmóðir og stolt af því. Aurelija að kenna saumaskap í sínum gamla skóla. fréttir Merkur áfangi í fræðimennsku og menntunarsögu ljósmæðra höfundur helga gottfreðsdóttir Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands samþykkti á deildarfundi sínum 25. ágúst 2021 erindi frá náms­ braut í ljósmóðurfræði um að breyta nafni deildar­ innar í Hjúkrunar­ og ljósmóðurfræðideild. Árið 2021 voru 25 ár frá því kennsla í ljós móður­ fræði hófst við þáverandi námsbraut í hjúkrunar­ fræði í tengslum við Læknadeild Háskóla Íslands. Við þessi tímamót þótti vel við hæfi að breyta heiti deildarinnar og að ljósmóðurfræðin yrði sýnileg í nafni hennar. Frá árinu 1982 hefur hjúkrunarpróf og starfs ­ leyfi í hjúkrun verið inntökuskilyrði í ljósmóður­ fræði nám. Það er ekki sjálfgefið en mikil umræða hefur farið fram um það fyrirkomulag bæði hér á landi og víða um heim. Ljósmæður á Norður­ löndunum hafa m.a. ályktað að farsælla væri fyrir menntun og sjálf stæði ljósmæðra að hægt væri að hefja nám í ljósmóður fræði beint eftir framhalds­ skóla eins og þegar um aðrar heilbrigðisgreinar er að ræða. Þannig er námið skipulagt t.d. í Danmörku, Hollandi, Bretlandi, í Kanada og í ákveðnum fylkjum Bandaríkjanna. Fyrir lá tillaga og endurskoðuð námskrá frá náms braut í ljósmóðurfræði sem gerði ráð fyrir sam­ þættingu í námi stéttanna fyrstu árin, sem myndu aðgreinast og að námi ljósmæðra lyki eftir 5 ár með meistara gráðu til starfsréttinda. Eins og kunnugt er hlaut þessi tillaga ekki brautar gengi innan Hjúk runar­ fræði deildar en námið breyttist þó og frá árinu 2019 breyttist embættispróf ljósmæðra í meistara gráðu til starfsréttinda. Í erindi námsbrautarinnar fyrir breyttu heiti Hjúkrunarfræðideildar kom fram að ljósmóður fræðin hafi eflst til muna við deildina þessi 25 ár. Nú starfi þar tveir prófessorar í ljósmóðurfræði, dósent, lektorar og aðjunktar, enn fremur að fimm ljós mæður hafi lokið doktorsprófi við deildina og þeim fari fjölgandi. Tekið var fram að það væri styrkur fyrir deildina að bera nöfn beggja greinanna sem þar eru kenndar en í erindinu segir orðrétt: … breytt heiti myndi auka veg og vanda hennar og minna á hve víðfeðmt hlutverk hennar er. Þetta á ekki síst við sýnileika í breidd rann­ sóknar verk efna sem deildin hýsir en vöxtur rann sókna á fræðasviðunum hefur verið tölu­ verður undanfarinn áratug. Greinarnar eru sannar lega nátengdar, tvær greinar sem eru skyldar en með mismunandi áherslu og fræði og verða við þessa breytingu aflmeiri saman. Báðar greinarnar eiga langa sögu og ríka hefð í íslenskri heil brigðis sögu og höfðu um árabil sitt hvorn skólann þar sem menntun stéttanna fór fram. Námsbraut í ljósmóðurfræði lýsir ánægju sinni með þennan árangur og skref í skipulagi, sjálf stæðis­ baráttu og eflingu menntunar ljósmæðra stéttarinnar sem hefur áhrif á starfsvettvang okkar í barneignar­ og kynheilbrigðisþjónustu. Til hamingju ljósmæður! Fastráðnir kennarar við námsbrautina. Myndin er tekin á útskriftarmálstofu 2022 í tilefni þess að Ólöf Ásta lætur af störfum. Frá vinstri: Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Berglind Hálfdánsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir og Emma Marie Swift.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.