Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 5
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 54 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 ritstjórnarpistill Formæður og framtíðin höfundar berglind hálfdánsdóttir, ólöf ásta ólafsdóttir, s. rut guðmundsdóttir og steinunn h. blöndal, ritstjórar Í ár fögnum við 100 ára afmæli Ljósmæðrablaðsins. Eina tölublað ársins sem nú lítur dagsins ljós er í sérs takri afmælisútgáfu. Á þessum tímamótum verða einnig breytingar á ritstjórn blaðsins. Ólöf Ásta Ólafs dóttir skilar ritstjórastólnum eftir fimm ára setu og við taka og skipta með sér verkum S. Rut Guðmunds dóttir og Steinunn H. Blöndal sem al mennir ritstjórar og Berglind Hálfdánsdóttir sem fræðil egur ritstjóri. Afmælisgjöf okkar ljósmæðra til Ljósmæðra­ blaðsins á 100. aldursári er splunkunýtt útlit blaðsins sem unnið er af Sóleyju Ylju Aðalbjargardóttur Bartsch, grafískum hönnuði. Ritnefnd og ritstjórn blaðsins vona að þessi nýja breyting fari vel í lesendur en Sóley Ylja mun vera í áframhaldandi samstarfi varðandi frekari þróun í næstu tölublöðum. Forsíðan er jafn framt unnin af Sóleyju að þessu sinni, en það er vel við hæfi að hún samanstendur af öllum for síðum Ljós mæðrablaðsins síðustu 100 ár. Í tilefni aldar afmælis fylgir auk þess lítil jólagjöf með, sem er plakat af forsíðunni. Það gefur auga leið að margt hefur breyst í sam félagi ljósmæðra á einni öld. Fróðlegt og gaman er að skoða fyrstu tölublöð Ljósmæðrablaðsins og mis­ munandi áherslur ritstjórna blaðsins út öldina og til dagsins í dag. Af mörgu er að taka og í þessu blaði er það sérstök ánægja að kynna fyrir lesendum blaðsins Þuríði Bárðardóttur, sem var fyrsti formaður Ljós­ mæðra félagsins fyrir 103 árum og jafnframt aðal­ hvata maður og fyrsti ritstjóri Ljósmæðrablaðsins. Sú fram tíðar sýn Þuríðar um ljósmóðurfræði sem birtist í hennar skrifum í blaðinu, stenst algjörlega tímans tönn. Hún stóð með sjálfri sér og sínum skoðunum um mikilvægi þess að ljósmæður væru sérfræðingar í eðlilegum fæðingum þar sem mikilvægi yfirsetunnar væri í hávegum höfð. Hún barðist fyrir aukinni menntun ljósmæðra, talaði tæpitungulaust og skoraði á okkar ungu stétt sem hafði átt langa starfs­ og menntunar sögu að baki, að standa með hver annarri, okkar fagi og efla það á alla lund. Á margan hátt er það tákn rænt fyrir kvenfrumkvöðla í byrjun síðustu aldar hversu lítið er til af heimildum um Þuríði og hennar baráttu. Ef ekki væri fyrir hennar eigin skrif í Ljós mæðra blaðinu væri hún líklega gleymd okkar kynslóð. með nýjum sprotum sem ljósmæður leggja rækt sína við. Gott dæmi um það er svefnráðgjöf fyrir ný­ bakaða foreldra sem Hafdís Guðnadóttur ljósmóðir er að byggja upp og ræðir um í blaðinu. Þá er góð á minning frá Erlu Rún Sigurjónsdóttur ljósmóður í fræðslu grein um stjúptengsl og barneignarferlið. Þá er hvetjandi að lesa hugleiðingar Stefaníu Óskar Marinós dóttur ljósmóður frá alþjóðlegum baráttu degi kvenna, þar sem hún dregur upp mynd af öflugum ljós mæðrum þar sem konur eru konum bestar. Það er til marks um mikla grósku í fræðaheimi ljósmæðra að afmælisblaðið prýða nú þrjár ritrýndar fræðigreinar um ólík efni sem nýtast á starfssviði ljós mæðra, auka við þekkingu á gæðum þjónustunnar og veita innsýn í reynslu skjólstæðinga okkar, mæðra og barna þeirra. Athyglisverð er grein sem byggir á meistara verkefni Hildar Holgersdóttur sem leggur áherslu á jákvæðar útkomur fæðingar sem miða að heilsu eflingu frekar en heilsufarsvandamálum. Út frá ljós móður fræðilegri nálgun er sjónum þar beint að eftir mála lausum fæðingum og heild rænni sýn á heilsu mæðra og barna. Í ljós kom að eftir mála­ lausum fæðingum hefur fækkað hin síðari ár og virðist sú fækkun helst hvíla á aukinni tíðni alvar­ legra blæðinga eftir fæðingu. Um meistara verk efni Maríu Sunnu Einarsdóttur ljósmóður er fjallað í grein um reynslu kvenna sem byrjað hafa í eðli legri fæðingu en enda í bráðakeisaraskurði. Slík reynsla getur reynst konum erfið og getur stuðningur ljós­ mæðra haft mikil áhrif á upplifun þeirra. Verkja­ mat hjá fyrirburum og veikum nýburum er mikil­ vægur grund völlur faglegrar meðferðar og í grein hjúkrunar fræðinganna Theju Lankathilaka, Sigríðar Maríu Atla dóttur og Guðrúnar Kristjáns dóttur er sagt frá prófun á íslenskri þýðingu á verkja mats kvarða til notkunar í klínísku starfi á ný bura gjör gæslu deild. Kvarðinn reyndist vel við íslenskar að stæður og með notkun hans má bæta gæði í þjónustu við veika nýbura hér á landi. Þá eru fastir liðir í blaðinu, fréttir af ljósmæðrum og ljósmæðranemum hér heima og að heiman, þar sem þær eru í fjölbreyttum hlutverkum, kynna rann­ sóknar niðurstöður á ráðstefnum, kynna lokaverkefni, taka þátt í faglegri umræðu, alþjóðlegum sam starfs ­ verk efnum og miðla ljósmóðurþekkingu úr ís lenskum og nor rænum rannsóknum. Gleðilegt er einnig að segja frá því að ljósmóðurfræðin hefur fengið þann sess sem henni ber í nafni deildarinnar við Háskóla Ísland, sem nú heitir Hjúkrunar­ og ljós móður fræði­ deild. Sú nafnbót er að okkar mati til marks um upp­ gang fræðimennsku í stéttinni sem er afar mikil vægt til framtíðar. Það er óhætt að segja að Þuríður og fyrsta rit­ stjórn Ljósmæðrablaðsins hafi verið ritstjórum þessa afmælisblaðs mikill innblástur á síðustu vikum. Hug rekki þeirra, þrautseigja og metnaður fyrir hönd ljós mæðra, en líka femínísk barátta í þágu kvenna og mæðra þessa lands, er aðdáunarverð. „Ég finn raddir / formæðra minna / humma í beinmergnum“ yrkir Linda Vilhjálmsdóttir í nýútkominni ljóðabók sinni; humm, og því finnum við svo sannarlega líka fyrir. Við erum þakklátar fyrir þeirra framlag og allra sem fylgdu á eftir en í tilefni af aldarafmælinu hefur Ljósmæðrafélagið sömuleiðis látið prenta póstkort, Þuríði til heiðurs. Áfram fjöllum við um tíðaranda og sögu blaðsins. Ritstjórar síðustu áratuga hittust við hring borðið og rifjuðu upp áherslur og það sem efst var á baugi í fag legum málum ljósmæðra á mismunandi tíma­ skeiðum. Það var samdóma álit hringborðsins að í gegnum tíðina hafi Ljósmæðrablaðið verið mikil­ vægur vettvangur fyrir þekkingarþróun og samstöðu ljós móður stéttarinnar og að blaðið eigi sér bjarta framtíð. Í framhaldi af stefnumótunarskýrslu og að gerðar­ áætlun í barneignarþjónustu til ársins 2030, ræða nokkrar ljósmæður hver séu tækifærin og hvers konar ljósmóðurþjónustu ætti að efla innan heil brigðis­ kerfisins, færa frá stefnumótun til aðgerða í ljós móður­ námi, starfi og rannsóknum. Ljóst er að ljósmæðradraumar hafa komið til framkvæmda og starfsvettvangur ljósmæðra stækkar. Ljósmæðrum sem hafa boðið upp á heimafæðingar hefur fjölgað síðustu ár og tíðni heimafæðinga þar af leiðandi líka. Ein af brautryðjendum í heima­ fæðingum á Íslandi, Kristbjörg Magnúsdóttir, tók á móti barni í sinni fyrstu heimafæðingu hérlendis árið 2005. Í þessu blaði fáum við betri innsýn í starf Krist­ bjargar hér heima og erlendis í máli og myndum. Á haustdögum opnuðu ljósmæðurnar Emma Marie Swift og Embla Ýr Guðmundsdóttir Fæðingar heimili Reykjavíkur, sem með heiti sínu vísar í hið upprunalega fæðingarheimili. Þessi nýja starf­ semi er ánægjuleg viðbót við gróskumikla starfsemi sjálfstæðra ljósmæðra og eykur valmöguleika fjöl­ skyldna á höfuðborgarsvæðinu. Gaman er að fylgjast Í vaxandi fjölbreytileika í íslensku samfélagi er mikil vægt að ljósmæðrastéttin endurspegli þann veru leika og dýrmætt fyrir stéttina að fá til liðs við sig ljós mæður með ólíkan bakgrunn og reynslu. Í viðtali við Aureliju Povilaitytė ljósmóður frá Litháen sem starfar á Fæðingarvakt Landspítalans, bendir hún okkur á hversu gott við höfum það hér á landi, þrátt fyrir ýmsa annmarka. Aðstæður kvenna og ljós mæðra geta verið mun verri annars staðar t.d. í Eystra salts löndunum, þar sem minningar og ógnir stríðs, fátæktar og yfirgangs þeirra valdameiri lifa enn góðu lífi og hafa raunveruleg og menningarleg áhrif í heil brigðis kerfinu. Ljósmæður á Íslandi vilja láta gott af sér leiða eins og fram kom þegar Ljósmæðrafélagið ýtti úr vör söfnun til handa barnshafandi konum í stríðs hrjáðri Úkraínu og studdi þar við samtök pólskra ljós mæðra, Well Born. Enn er átakanlegt að fylgjast með hræði­ legum og ótryggum aðstæðum fólks í kulda og vos ­ búð og ekki vanþörf á að veita áfram hjálpar hönd konum og fjölskyldum sem eignast börn í stríðs­ hrjáðum heimi. „Stríð og fæðing. Þessi tvö gríðars tóru hreyfi öfl, líf og dauði, uppbygging og eyði legging, ein­ stak lingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endan lega“. Þannig lýsti Fríða Ísberg rit höfundur reynslu sinni og tilfinningum í áhrifa mikilli ræðu þegar hún tók við Fjöru verð laununum fyrir bók sína Merkingu fyrr á árinu. Sama kvöld og Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir hartnær tíu mánuðum fæddi Fríða litla manneskju í þennan heim. Ljós mæðrablaðið fékk leyfi til að birta ræðuna í heild sinni. Á tímamótum sem þessum er ekki úr vegi að minnast þess hlutverks sem Ljósmæðrablaðið hefur í íslensku samfélagi. Hlutverk blaðsins á ekki einungis að vera að skemmta og fræða, heldur einnig að efla til dáða, skerpa huga okkar og vera rými fyrir ákall um breytingar. Í anda Þuríðar Bárðardóttur þarf blaðið að brýna ljósmæður til þess að standa vörð um fagið og réttindi þeirra fjölskyldna sem við mætum á veg ferð sinni um lífið. Ljósmóðurfræðin hefur aldrei staðið sterkari en nú, á 21. öldinni. Engu að síður sjáum við í dag blikur á lofti víða um heim þar sem þrengt er að þeirri þjónustu sem við ljósmæður viljum veita í samræmi við hugmyndafræði okkar um konuna við stjórn völinn. Afleiðingarnar hafa víða orðið þær að konur flýja kerfið sem ljósmæður starfa í. Nú er það í okkar höndum hvort slík þróun verður að veruleika hér á landi. Íslenskar ljósmæður hafa í gegnum tíðina verið sterkar, sjálfstæðar og viðhaldið starfsviði sínu og reisn í starfi gegnum margvíslegan ólgusjó. Núna er ekki tíminn til að tapa því kefli á hlaupunum. Ljós ­ mæðrablaðið mun áfram þjóna sínu hlut verki sem vett­ vangur ljósmæðra þar sem þær berjast fyrir bættum heimi til handa fæðandi konum og fjöl skyldum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.