Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 9
9 2. RÉTTARGRUNDVÖLLUR MEGINREGLUNNAR UM SKÝRLEIKA REFSIHEIMILDA 2.1 Ákvæði 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 7. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu Dómaframkvæmd síðari ára hér á landi bendir til þess að dómstólar telji að réttargrundvöll meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda sé fyrst og fremst að finna í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar,9 sbr. H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra) og einnig dóm Hæstaréttar 28. október 2004, nr. 251/2004 (hvíld- artími ökumanna). Er þetta í samræmi við þau sjónarmið sem birst hafa í ritum íslenskra fræðimanna.10 Í a.m.k. tveimur tilvikum á undanförnum árum er ekki vísað til neins ákvæðis í dómi Hæstaréttar enda þótt ljóst þyki af forsendunum að þar hafi reynt á meginregluna um skýrleika refsiheimilda, sjá hér H 1997 1253 (skoteldar) og dóm Hæstaréttar 3. apríl 2003, nr. 449/2002 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum), sjá einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 20. nóvember 2003, nr. 219/2003 (vanmannað skip).11 Hæstiréttur hefur ekki til þessa vísað til 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í úrlausnum sínum þar sem reynt hefur á sjónarmið um skýrleika refsiheimilda, sjá hér hins vegar dóm héraðsdóms í H 1995 3149 (Bjartsmál).12 9 Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 7. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, verður engum manni gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð sam- kvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Þá mega viðurlög ekki vera þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað, sbr. síðari málsl. sömu málsgreinar. Áður en stjórnarskránni var breytt með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 var mælt fyrir um þær reglur sem nú koma fram í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar í almennum lögum, þ.e. í 1. og 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 7. gr. Mannréttindasátt- mála Evrópu, sbr. 1. gr. laga nr. 62/1994. 10 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 167-172; Gunnar G. Schram: Stjórnskip- unarréttur, bls. 513-514, og Róbert R. Spanó: „Um vansvefta skipstjóra og afladrjúga stýrimenn“, bls. 17-30. Ekki verður séð að dómstólar telji nú ástæðu til að vísa til 1. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, sjá hins vegar fyrir gildistöku stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, og þar áður Mann- réttindasáttmála Evrópu með lögum nr. 62/1994, dóm sakadóms Reykjavíkur frá 8. nóvember 1988 (Sólgos). Í forsendum dómsins sagði meðal annars svo: „Það er ein af meginreglum íslensks refsiréttar, sem fram kemur í 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, að ekki verði manni refsað fyrir aðra háttsemi en þá, sem refsiverð er lýst í lögum, nema þá fyrir fullkomna lögjöfnun. Af þess- ari reglu leiðir, að refsiheimildir verða að vera skilmerkilega og ekki of almennt orðaðar“. Sjá nánar umfjöllun um þennan dóm Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 168-169. 11 H 1997 1253 (skoteldar), H 3. apríl 2003, nr. 449/2002 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum) og H 20. nóvember 2003, nr. 219/2003 (vanmannað skip) eru reifaðir í kafla 3.2.2 í greininni. 12 Dómurinn er reifaður í kafla 3.2.2 í greininni. Sjá um eftirfarandi fræðiskrif um H 1995 3149 (Bjartsmál) Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 160-163; Páll Sigurðsson: Fjöl- miðlaréttur. Háskólaútgáfan. Reykjavík (1997), bls. 152-159 og Róbert R. Spanó: „Um vansvefta skipstjóra og afladrjúga stýrimenn“, bls. 17-30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.