Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 11
innar og mannréttindasáttmálans, sem að framan eru nefndar, enda skarast þessar reglur talsvert eins og nánar verður vikið að í kafla 3.1.6.15 2.3 Er meginreglan um skýrleika refsiheimilda sjálfstæð réttarregla eða hluti af grunnreglunni um lögbundnar refsiheimildir? – dómur Hæstaréttar 28. október 2004, nr. 251/2004 (hvíldartími ökumanna) Því álitaefni má velta fyrir sér hvort meginreglan um skýrleika refsiheimilda sé sjálfstæð réttarregla sem leidd verður af 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar eða hluti af grunnreglunni um lögbundnar refsiheimildir.16 Grunnreglan áskilur að mælt sé fyrir um refsiheimild í settum lögum frá Alþingi eða eftir atvikum í almennum stjórnvaldsfyrirmælum. Ef enga verknaðarlýsingu er að finna í þessum réttarheimildum verður manni ekki refsað fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, sbr. t.d. H 2000 2957 (gaffallyftari).17 Í grunnreglunni felst einkum krafa um lýðræðislegan uppruna refsi- heimildar.18 Þótt ákæruvaldið telji að viðhlítandi refsiheimild sé til staðar kann samt sem áður að rísa ágreiningur um hvort hún telst nægjanlega skýr. Þá er ljóst að krafan um að refsiheimildir séu skýrar á við hvort sem heimildin sækir stoð sína í sett lög í þrengri merkingu eða almenn stjórnvaldsfyrirmæli sem teljast að öðru leyti hafa fullnægjandi lagastoð. Ráðherra ber því við setningu slíkra stjórnvaldsfyrirmæla, sem hafa að geyma verknaðarlýsingar og refsi- reglur, að haga framsetningu þeirra þannig að þær séu nægilega skýrar og 11 15 Um skýrleikakröfur hinna sérstöku lagaáskilnaðarreglna 8.-11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er fjallað í ritgerð Kjartans Bjarna Björgvinssonar: „Verðleikar laganna – lagaáskilnaðarregla Mannréttindasáttmála Evrópu og afstaða hennar til íslensks réttar“. Úlfljótur. 3. tbl. 56. árg. (2003), kafli 5. 16 Í riti Jónatans Þórmundssonar, Afbrot og refsiábyrgð I, er gengið út frá því að meginreglan um skýrleika refsiheimilda sé í raun viðbót við og þar með hluti af grunnreglunni, sjá eftirfarandi umfjöllun á bls. 155: „Grundvallarreglan … hefur með lögfestingu mannréttindasáttmálans fengið aukinn styrk í almennum lögum hér á landi, og ekki síst fyrir þær kröfur, sem Mannréttindadóm- stóll Evrópu hefur gert til þess, að refsireglur séu aðgengilegar og skýrar (accessible and foresee- able)“. Sjá hér enn fremur eftir sama höfund: In Search of Universal Justice. Studies in comparative and international criminal law. Reykjavík (2002), bls. 25. 17 Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð“ (fyrri hluti), bls. 22 og 39-40. Í H 2000 2957 (gaffallyftari) var ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn ákvæðum c-liðar 2. gr., 1. tölulið a-liðar 3. gr. og 1. mgr. 11. gr. reglna nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum, eins og þeim var breytt með 1. gr. reglna nr. 24/1999, sbr. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að hafa ekið gaffallyftara án tilskilinna réttinda. Í dómi Hæsta- réttar sagði m.a. svo: „Hvorki er í tilvitnuðum ákvæðum reglna nr. 198/1983 með áorðnum breyt- ingum né 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980 lagt bann við því að maður, sem ekki hefur hlotið sérstök réttindi, stjórni gaffallyftara þeirrar gerðar, sem ákærði ók umrætt sinn, gagnstætt því, sem áður gilti samkvæmt 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 121/1967 um réttindi til vinnu og meðferðar á vinnuvélum. Skortir því viðhlítandi lagastoð fyrir því að ákærði hafi unnið til refsingar með áðurnefndri hátt- semi sinni, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, eins og henni var breytt með 7. gr. stjórnarskip- unarlaga nr. 97/1995“. Sjá hér einnig um sambærilegt álitaefni H 18. nóvember 2004, nr. 236/2004 (vinnuvélar). 18 Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð“ (fyrri hluti), kaflar 4 og 7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.