Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 12
12 skiljanlegar.19 Aðgreining þessara reglna hefur þar að auki hagnýta þýðingu enda gilda að sumu leyti mismunandi sjónarmið um mat á því hvort refsiheim- ild samrýmist annars vegar grunnreglunni um lögbundnar refsiheimildir og hins vegar meginreglunni um skýrleika refsiheimilda. Með þetta í huga standa til þess bæði fræðileg og hagnýt rök til að flokka meginregluna sem sjálfstæða réttarreglu20 fremur en hluta af grunnreglunni um lögbundnar refsiheimildir.21 19 Um framsal lagasetningarvalds á sviði refsiréttar til annars stjórnvalds en ráðherra skal hér til hliðsjónar getið dóms Hæstaréttar 18. nóvember 2004, nr. 236/2004 (vinnuvélar). Þar var lagt til grundvallar að löggjafinn hefði ekki getað framselt stjórn Vinnueftirlits ríkisins vald til að setja refsiákvæði í almenn stjórnvaldsfyrirmæli á grundvelli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Ekki er ástæða til að ætla að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi að þessu leyti þótt á kunni að skorta að röksemdir Hæstaréttar fyrir þessari niðurstöðu komi nægj- anlega fram. 20 Í riti Jørgen Aall Rettergang og menneskerettigheter, bls. 279-280, virðist sambærileg afstaða lögð til grundvallar: „Forutberegneligheten kan også være trådt for nær hvis den bestemmelse som tiltalen gjelder for ikraft på handlingstiden, men ikke tilfredsstiller nærmere krav til presisjon og (dermed) forutberegnelighet“. Sjá hér einnig Knud Waaben: „Lovkravet i strafferetten“, bls. 130- 131. Í ritgerð minni „Lagareglur um refsiábyrgð opinberra starfsmanna“ í Úlfljóti, 4. tbl., 52. árg., (2000), lagði ég til grundvallar, án þess að rökstyðja það sérstaklega, að regla um skýrleika refsi- heimilda væri beinlínis hluti af grunnreglunni um lögbundnar refsiheimildir, sjá bls. 512. Eins og umfjöllunin hér ber með sér tel ég eftir nánari umhugsun að rök standi til þess að hverfa frá þeirri afstöðu. 21 Við umfjöllun um þessa aðgreiningu verður að horfa til náinna tengsla grunnreglunnar um lög- bundnar refsiheimildir í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar og sjónarmiða um takmarkanir á framsali lagasetningarvalds á sviði refsiréttar sem byggt hefur verið á í íslenskri dómaframkvæmd og í skrifum fræðimanna, sjá Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 187-191 og Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð (fyrri hluti)“, kaflar 4. og 7. Af því leiðir að grunnreglan hefur að þessu leyti fengið sjálfstætt gildi sem krafa um lýðræðislegan uppruna refsiheimildar sem hægt er að aðgreina frá kröfum til skýrleika þeirrar heimildar sem fullnægir því skilyrði að vera sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Þessi tengsl grunnreglunnar og lýðræðis hafa til þessa ekki verið beinlínis viðurkennd í dönskum og norskum rétti eða í dómaframkvæmd Mannréttindadóm- stóls Evrópu um skýringu 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmálans, enda þar almennt ekki talið að grunnreglan hafi í raun að geyma takmarkanir á framsali lagasetningarvalds á sviði refsiréttar. Af hálfu Mannréttindadómstóls Evrópu er fyrst og fremst metið hvort refsiheimild telst að efni til nægjanlega skýr og fyrirsjáanleg, sbr. nánar umfjöllun í kafla 3.1.6 í þessari grein. Hvort nægjan- lega skýra refsiheimild leiðir af settum lögum í þrengri merkingu eða af almennum stjórnvaldsfyr- irmælum hefur að jafnaði ekki þýðingu við túlkun 1. mgr. 7. gr. sáttmálans, sjá nánar Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð (fyrri hluti), bls. 23, nmgr. 41, og Iain Cameron: National Security and the European Convention on Human Rights. Iustus Förlag. Uppsölum (2000), bls. 335. Sjá hér einnig dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli K.-H. W. gegn Þýskalandi frá 22. mars 2001, Reports of Judgments and Decisions 2001-II, þar sem segir í 45. mgr. dómsins: „The Court thus indicated that when speaking of ‘law’ Article 7 alludes to the very same concept as that to which the Convention refers elsewhere when using that term, a concept which comprises writ- ten as well as unwritten law and implies qualitative requirements, notably those of accessibility and foreseeability“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.