Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 13
13 Saman mynda þessar réttarreglur þá tvo aðgreinda en náskylda efnisþætti er falla innan heildarheitisins lögmætisregla refsiréttar.22 Með ofangreinda niðurstöðu í huga skiptir t.d. máli við val á orðalagi í for- sendum dóma að ljóst sé við hvaða réttarreglu í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar dómstólar styðjast að þessu leyti í úrlausnum sínum. Mat á fordæmisgildi dóma getur enda verið vandkvæðum bundið ef óljóst er hvort niðurstaðan er byggð á því að refsiheimild fari í bága við grunnregluna um lögbundnar refsiheimildir eða meginregluna um skýrleika refsiheimilda. Dómur Hæstaréttar frá 28. okt- óber 2004, nr. 251/2004 (hvíldartími ökumanna) er dæmi um þetta. Atvik voru þau að X var sóttur til saka fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið vöruflutningabifreið yfir sjö daga tímabil án þess að taka sér „lög- boðna vikuhvíld“. Var háttsemi X í ákæru talin varða við a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 136/1995 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og í flutningum innan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. ákvæði reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3820/85 um samhæfingu tiltekinnar löggjafar á sviði félags- mála er varðar flutninga á vegum, sbr. 6. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í dómi Hæstaréttar var X sýknaður og voru forsendur dómsins m.a. eftirfarandi: Reglugerð nr. 136/1995 var sett meðal annars með stoð í þágildandi ákvæði 6. mgr. 44. gr. umferðarlaga. Í því var hvorki að finna sjálfstæða verknaðarlýsingu á broti varðandi hvíldartíma ökumanna né aðrar efnisreglur þar um, heldur sagði einungis að dómsmálaráðherra gæti sett reglur um hvíldartíma ökumanna. Efnisákvæði 2. mgr. 44. gr. umferðarlaga kemur ekki til álita í máli þessu þar sem ákærða er ekki gefið að sök í ákæru að hafa brotið gegn því lagaákvæði, heldur hinum valkvæðu ákvæðum reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3820/85 um hvíldartíma ökumanna. Ákvæði 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga hefur að geyma aðgreinda refsireglu sem vísar til verknaðarlýsinga í öðrum ákvæðum laganna og í ákvæðum reglna sem settar eru samkvæmt þeim. Breytir þetta ákvæði engu um niðurstöðu málsins þar sem sjálf- stæða verknaðarlýsingu var hvorki að finna í 6. mgr. 44. gr. laganna, eins og áður segir, né heldur í reglugerð nr. 136/1995 sem sett var með stoð í umferðarlögum. Samkvæmt þessu er hér ekki um að ræða svo skýra refsiheimild að samrýmanleg sé 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu ákærða. (leturbr. höf.) Við greiningu á þessum dómi verður í fyrsta lagi að hafa í huga að í 1. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sem vísað var til í ákæru, segir meðal annars að ákvæði EES-samningsins, sem vísað er til í 20., 21. og 23. tölul. XIII. viðauka 22 Sjá Knud Waaben: „Lovkravet i strafferetten“, bls. 130-131: „Det er endnu et krav til en velindrettet strafferet som nogle vil henføre til legalitsprincippet. Det er kravet til lovgiveren om at gerningsbeskrivelser skal være nøjagtige og tydelige og ikke må overlade for meget til domstolenes vurderinger“. Um hugtakið lögmætisregla á sviði íslensks refsiréttar, sjá Róbert R. Spanó: „Stjórn- arskráin og refsiábyrgð“ (fyrri hluti), kafli 2.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.