Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 14
við hann, skuli gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af viðaukanum, bókun við samninginn og öðrum ákvæðum hans, svo og þeirri aðlögun sem leiðir af ákvæðum 2.-4. gr. reglugerðarinnar. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3820/85 er ein þeirra gerða sem vísað er til í viðaukanum, sbr. a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 136/1995. Ákæruvaldið taldi að efnislýsingu þess brots sem ákærða væri gefið að sök væri í ákvæðum sem með réttu væru 2. mgr. 1. tölul. 6. gr. og 3. tölul. 8. gr. umræddrar reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3820/85. Samkvæmt þessu lá ljóst fyrir að sjálfstæð verknaðarlýsing þess brots sem X var gefið að sök kom hvorki sem slík fram í texta umferðarlaga eða reglugerðar nr. 136/1995. Af hálfu ákæruvaldsins var því byggt á verknaðarlýsingu í EES- gerð sem er að finna í viðauka við EES-samninginn og vísað er til a-liðar 1. gr. reglugerðar nr. 136/1995. Í annan stað er í tilvitnuðum forsendum úr dómi Hæstaréttar vísað til þess að þau ákvæði reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3820/85 um hvíldartíma ökumanna, sem ákæruvaldið byggði á í málinu, séu valkvæð. Virðist þar átt við að ákvæði 2. mgr. 1. tölul. 6. gr. og 3. tölul. 8. gr. reglugerðar ráðsins hafi veitt ökumönnum val um hvernig þeir fullnægðu þeim kröfum um hvíldartíma sem þar eru tilgreindar. Þrátt fyrir tilvísun Hæstaréttar til þess að nægilega „skýra refsheimild“ skorti verður ekki annað ráðið af niðurlagi tilvitnaðra forsendna dómsins en að ákvörðunarástæða23 Hæstaréttar sé sú að „sjálfstæða verknaðarlýsingu“ hafi hvorki verið að finna í 6. mgr. 44. gr. umferðarlaga né í reglugerð nr. 136/1995 sem sett var með stoð í umferðarlögum. Þar sem engin verknaðarlýsing hafi verið til staðar í gildum refsiheimildum hafi háttsemi X ekki verið refsinæm eins og þarna háttaði til. Hér var nánar tiltekið ekki um að ræða vöntun á skýrleika verknaðarlýsingarinnar heldur fremur að engin verknaðarlýsing hafi verið til staðar í gildum refsiheimildum. Samkvæmt þessu verður ekki annað séð en að sú réttarregla sem leiddi til þeirrar niðurstöðu hafi verið grunnreglan um lögbundnar refsiheimildir en ekki meginreglan um skýrleika refsiheimilda. Hafi því í raun skort „viðhlítandi lagastoð“ eða „viðhlítandi lagaheimild“ fyrir því að láta X sæta refsingu, sbr. til hliðsjónar orðalag í H 2000 2957 (gaffallyft- ari), í dómi Hæstaréttar 8. febrúar 2001, nr. 432/2000 (fylgd veiðieftirlits- manns) og í dómi Hæstaréttar 18. nóvember 2004, nr. 236/2004 (vinnuvélar). Ef það var á annað borð afstaða Hæstaréttar að tilvísunarháttur reglugerðar nr. 136/1995 eða valkvætt eðli umræddra ákvæða í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3820/85, sem vísað er til í a-lið 1. gr. fyrrnefndu reglugerðarinnar, hafi leitt til þess að ekki var fullnægt meginreglunni um skýrleika refsiheimilda kemur sú afstaða og rök fyrir henni a.m.k. ekki nægjanlega fram í forsendum dómsins. 14 23 Um hugtakið ákvörðunarástæða dóms (l. ratio decidendi) við túlkun fordæma, sjá Skúli Magn- ússon: Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar. Háskólaútgáfan. Reykjavík (2003), bls. 132-134.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.