Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 16
3. INNTAK OG GILDISSVIÐ MEGINREGLUNNAR UM SKÝRLEIKA REFSIHEIMILDA 3.1 Viðhorf íslenskra og erlendra fræðimanna og dómaframkvæmd í nor- rænum rétti, bandarískum rétti og hjá Mannréttindadómstóli Evrópu 3.1.1 Inngangur Í þessum kafla verða rakin þau sjónarmið um skýrleika refsiheimilda sem ráðin verða af skrifum íslenskra, danskra, norskra og bandarískra27 fræðimanna. Þá verður vikið að erlendum dómsúrlausnum, m.a. hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, sem talið verður að hafi þýðingu fyrir viðfangsefnið. Er það gert til að setja greiningu á íslenskri dómaframkvæmd, sem rakin verður ítarlega í kafla 3.2-3.3, í rétt fræðilegt samhengi þannig að nægjanleg dýpt náist í umfjöllun- inni. 3.1.2 Viðhorf íslenskra fræðimanna Af hálfu íslenskra fræðimanna hefur þar til nýlega lítið verið ritað um þær kröfur sem gera verður til skýrleika refsiheimilda og meginreglunni því verið tiltölulega lítill gaumur gefinn. Svo virðist sem lögfesting 1. mgr. 69. gr. stjórn- arskrárinnar og aukin áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu eftir gildistöku laga nr. 62/1994 hafi hins vegar leitt til þess að meginreglan hefur nú fengið aukið vægi í réttarframkvæmd hér á landi og í skrifum fræðimanna. Í fyrsta bindi ritsins Afbrot og refsiábyrgð, sem út kom á árinu 1999,28 fjallar Jónatan Þórmundsson með almennum hætti um skýrleika refsiheimilda á bls. 167-172. Verður ekki annað séð en að þetta sé fyrsta heildstæða umfjöllun 16 27 Þess eru dæmi að í ritum íslenskra og norrænna fræðimanna hafi í þessu samhengi verið vikið, þótt í litlum mæli sé, að viðhorfum og dómsúrlausnum í bandarískum rétti um skýrleika refsiheim- ilda, sjá m.a. Johs. Andenæs: Alminnelig strafferett, bls. 113, Jónatan Þórmundsson: „Fordæmi sem réttarheimild í enskum og bandarískum rétti“. Úlfljótur. 4. tbl. 22. árg. (1969), bls. 363 og 371, og eftir sama höfund: Afbrot og refsiábyrgð I, nmgr. 43 á bls. 167-168. Sem viðbótarrök fyrir því að horfa til þessa réttarkerfis nefni ég það viðhorf að eins og oft og tíðum á við um grundvallarvið- fangsefni á sviði stjórnskipunarréttar þá hafa fræðimenn í Bandaríkjunum lagt mikla rækt við greiningu á þeim lagalegu álitaefnum og sjónarmiðum sem við eiga um mat á skýrleika refsiheim- ilda, sjá hér t.d. Andrew E. Goldsmith: „The Void-for-Vagueness Doctrine in the Supreme Court, Revisited“. American Journal of Criminal Law. 2. tbl. 30. árg. (2003), bls. 279-315. Þar er í nmgr. 6 og 7 vísað til fjölda heimilda um ritstörf fræðimanna um þetta efni. Ekki er ástæða til að ætla annað en að hafa megi viðhorf bandarískra fræðimanna og dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna til hliðsjónar við túlkun íslensku stjórnarskrárinnar, a.m.k. þegar um réttindaákvæði er að ræða sem byggja að verulegu leyti á sömu grundvallarsjónarmiðum. Um slíka samanburðarskýringu við túlkun 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar sjá Róbert R. Spanó: „Ákvæði 1. mgr. 68. gr. stjórnar- skrárinnar um bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu“. Lögberg, rit Laga- stofnunar Háskóla Íslands, (2003), kafli 7, en þar er fjallað í því samhengi stuttlega um dómafram- kvæmd Hæstaréttar Bandaríkjanna við skýringu áttunda viðauka við stjórnarskrá Bandaríkjanna, sjá einkum bls. 676. 28 Það athugast að viðhorf Jónatans Þórmundssonar um þetta efni koma fram í fyrri útgáfum ritsins Afbrot og refsiábyrgð, sjá fjölrit útgefin 1994 og 1995, einkum 2. útgáfu 1995, bls. 140-147.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.