Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 23
23
en må det likevel, når straffebestemmelsen generelt rammer overtredelse av påbud i
eller i medhold af loven, kreves at det fremgår klart nok av den materielle bestemm-
elser at den stiller opp en handlingsnorm, og hvem den gjelder for.
Einnig má hér nefna dóm Hæstaréttar Noregs, Rt. 2002, bls. 1722, en þar
komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að ákvæði 48. gr. a í norsku hegningarlög-
unum um refsiábyrgð lögaðila væri nægjanlega skýr refsiheimild hvað varðaði
það tilvik sem til úrlausnar var að virtu orðalagi ákvæðisins og undirbúnings-
gögnum:45
Etter myt syn gir lovteksten til § 48 a samanhalden med førearbeida her tilstrekkelig
klar heimel for straff.
Athyglisverð er sú afstaða Hæstaréttar Noregs að við mat á því hvort refsi-
heimild teljist nægjanlega skýr megi horfa til undirbúningsgagna að baki refsi-
heimild. Um réttmæti þeirrar aðferðafræði verður fjallað nánar í kafla 3.3.6.
Í riti Jørgen Aall, Rettergang og menneskerettigheter, er fjallað um hvort og
þá að hvaða marki stjórnarskrárvernd sú sem leiðir af 96. gr. norsku stjórnar-
skrárinnar fullnægir kröfum 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þeirri
umfjöllun er áherslan lögð á að gera greinarmun á hlutverki löggjafans við
mótun og setningu refsiheimilda annars vegar og túlkun og beitingu dómstóla á
lögfestri refsiheimild hins vegar. Jørgen Aall leggur til grundvallar að á báðum
þessum handhöfum ríkisvalds hvíli skylda til að tryggja fyrirsjáanleika refs-
iheimildarinnar (n. forutberegnelighet) þannig að hún veiti borgaranum sann-
gjarna og eðlilega viðvörun um hvort háttsemi hans telst refsinæm eða ekki.
Atvik kunni að vera með þeim hætti að löggjafinn hafi í upphafi sett refsiheim-
ild sem samkvæmt orðalagi sínu virðist nokkuð skýr og glögg. Við túlkun og
beitingu refsiheimildarinnar í einstöku máli fari dómstólar hins vegar þá leið að
heimfæra undir refsiheimildina tilvik sem er efnislega í verulega fjarlægum
tengslum við orðalag hennar. Með slíkri aðferðafræði geti lögskýring dómstóla
í refsimáli brotið í bága við meginregluna um skýrleika refsiheimilda sam-
kvæmt 96. gr. norsku stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu.46
Umfjöllun Jørgen Aall er athyglisverð fyrir þá áherslu sem hann leggur á að
allir þeir opinberu aðilar sem koma að setningu refsiheimilda, framkvæmd
þeirra og meðferð sakamála, þ.e. löggjafinn, ákæruvaldið og dómstólar, verði
45 Rt. 2002, bls. 1722 (1725). Ákvæði 48. gr. a norsku hegningarlaganna um refsiábyrgð lögaðila
er svohljóðandi: „Når et straffebud er overtrådt av noen som har handlet på vegne av et foretak, kan
foretaket straffes. Dette gjelder selv om ingen enkeltperson kan straffes for overtredelsen. Med for-
etak menes her selskap, forening eller annen sammenslutning, enkeltpersonforetak, stiftelse, bo
eller offentlig virksomhet. Straffen er bøter. Foretaket kan også fradømmes retten til å utøve virk-
somheten eller forbys å utøve den i visse former, jf. § 29“.
46 Jørgen Aall: Rettergang og menneskerettigheter, bls. 279-283.