Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 28
ilda fremur sem hagnýtt tæki sem verndar einstaklinginn gegn óhóflegri íhlutun
hins opinbera en meginreglu sem mælir fyrir um heimila afmörkun settrar rétt-
arreglu í ljósi hagsmuna þess sem afbrot kann að fremja:
… the void-for-vagueness doctrine may be regarded less as a principle regulating the
permissible relationship between written law and the potential offender than as a
practical instrument protecting the individual from government coercion.
3.1.6 Mannréttindasáttmáli Evrópu
Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. gr. laga nr.
62/1994, verða menn ekki látnir sæta refsiábyrgð eða refsingu nema verknaður
sá, sem þeir eru sakaðir um, teljist refsinæmur að landslögum eða í þjóðarétti á
verknaðarstundu eða lög mæli fyrir um þá refsingu sem beitt er. Í greinargerð
með frumvarpi því er varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 er í athuga-
semdum um 7. gr., er varð að 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, rakið að sam-
bærilegar reglur sé meðal annars að finna í 7. gr. mannréttindasáttmálans.
Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu kunna því eftir atvikum að hafa nokkra
réttarlega þýðingu þegar lagt er mat á kröfur 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar
til skýrleika refsiheimilda.62
Í upphafi skal áréttað að við afmörkun á inntaki meginreglunnar um
skýrleika refsiheimilda samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verður að
gera greinarmun á því hvort athugunin beinist að inntaki og gildissviði hinnar
almennu lagaáskilnaðarreglu í 1. mgr. 7. gr. sáttmálans eða í hinum sérgreindu
lagaáskilnaðarreglum 8.-11. gr. sáttmálans, sbr. umfjöllun í kafla 2.2 hér að
framan. Eins og fyrr greinir er umfjöllunin í þessari ritgerð takmörkuð við hina
fyrrnefndu reglu. Ástæðan er nánar tiltekið sú að feli refsiheimild í sér skerð-
ingu eða takmörkun á þeim mannréttindum sem varin eru í 8.-11. gr. sáttmálans
verður hún að fullnægja þeim kröfum um skýrleika sem undanþáguheimildir
þeirra ákvæða mæla fyrir um. Skýrleikakrafa 1. mgr. 7. gr. sáttmálans á hins
vegar við um öll önnur tilvik þegar maður sætir refsingu vegna háttsemi sinnar.
Það kann að vera órökrétt að gerðar séu ávallt sömu kröfur til skýrleika refsi-
heimilda í báðum tilvikum enda hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt á það
áherslu að kröfurnar um fyrirsjáanleika ráðist að verulegu leyti af eðli þeirrar
lagaheimildar sem mál varðar, því réttarsviði sem henni er ætlað að falla undir
og fjölda og stöðu þeirra aðila – einstaklinga eða lögaðila – sem hún beinist
28
62 Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð“ (fyrri hluti), bls. 23. Um sjónarmið mín til
skýringar stjórnarskrárákvæða til samræmis við ákvæði þjóðréttarsamninga, sjá Róbert R. Spanó:
„Ákvæði 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar um bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu“. Lögberg, rit Lagastofnunar Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan (2003), kafli 2 á bls. 638-
644.