Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 31
nauðga eiginkonu sinni. Á þeim tíma sem verknaðurinn átti sér stað, og raunar
þar til upp voru kveðnir dómar á áfrýjunarstigi og síðar Lávarðadeildarinnar í
málinu, var það staðföst dómvenja í enskum rétti að maður gæti ekki nauðgað
eiginkonu sinni í refsiréttarlegri merkingu. Þrátt fyrir að ljóst lægi fyrir að
dómar enskra dómstóla í máli CR fælu fremur í sér skýrt frávik frá eldri for-
dæmum sakborningi í óhag frekar en nánari skýrgreiningu á hinum refsiverða
verknaði taldi mannréttindadómstóllinn að viðurkenning dómstóla á því að eig-
inmenn nytu ekki lengur undanþágu að þessu leyti væri tiltölulega fyrirsjáanleg
þróun í enskri refsilöggjöf („judicial recognition of the absence of immunity
had become a reasonably foreseeable development of the law“).72
Athyglisvert er að í 46. mgr. dóms mannréttindadómstólsins í ofangreindu
máli CR gegn Englandi er um kröfu 1. mgr. 7. gr. sáttmálans til fyrirsjáanleika
refsiverðrar háttsemi vísað til þess mælikvarða sem dómstóllinn lagði til
grundvallar við túlkun á orðalaginu prescribed by law í 2. mgr. 10. gr. sáttmál-
ans, sbr. 49. mgr. í dómi mannréttindadómstólsins í máli Sunday Times gegn
Englandi:73
In the Court’s opinion, the following are two of the requirements that flow from the
expression “prescribed by law”. Firstly, the law must be adequately accessible: the
citizen must be able to have an indication that is adequate in the circumstances of the
legal rules applicable to a given case. Secondly, a norm cannot be regarded as a
“law” unless it is formulated with sufficient precision to enable the citizen to regulate
his conduct: he must be able – if need be with appropriate advice – to foresee, to a
degree that is reasonable in the circumstances, the consequences which a given
action may entail. Those consequences need not be foreseeable with absolute cert-
ainty: experience shows this to be unattainable. Again, whilst certainty is highly
desirable, it may bring in its train excessive rigidity and the law must be able to keep
pace with changing circumstances. Accordingly, many laws are inevitably couched
in terms which, to a greater or lesser extent, are vague and whose interpretation and
application are questions of practice.
Af framangreindu verður ráðið að útgangspunkturinn við túlkun 7. gr. sátt-
málans er að refsiheimild veiti borgaranum fyrirsjáanlega viðvörun um hvort
háttsemi hans telst refsiverð eða ekki. Viðvörunarsjónarmiðið er því ráðandi á
vettvangi Mannréttindasáttmála Evrópu og virðist ekki til þessa hafa verið litið
til refsivörslusjónarmiðsins við túlkun ákvæðisins. Dómstóllinn hefur ekki talið
ástæðu til að einskorða athugun sína við texta refsiheimildar heldur leggur
heildstætt mat á fyrirsjáanleika hennar að teknu tilliti til dómaframkvæmdar um
túlkun refsiheimildarinnar, sbr. dóm í ofangreindu máli Kokkinakis gegn Grikk-
landi, og eftir atvikum möguleika þess, sem ákæra beinist að, að hafa áður
31
72 Þessi dómur hefur sætt nokkurri gagnrýni af hálfu fræðimanna, sjá t.d. White, Robin og Ovey,
Clare: The European Convention on Human Rights, bls. 192-193.
73 Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sunday Times gegn Englandi frá 29. mars 1979.
Series A, No. 30.