Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 41
3.3.2-3.3.9 verður leitast við að greina eftir því sem kostur er þau meginsjónar- mið sem þó má ráða af fyrirliggjandi dómaframkvæmd og þau nánar skýrð m.a. með hliðsjón af þeirri almennu umfjöllun um viðhorf íslenskra og erlendra fræðimanna og úrlausnum úr erlendri dómaframkvæmd sem rakin er í kafla 3.1. 3.3.2 Áhersla á viðvörunarsjónarmiðið Af H 1997 1253 (skoteldar) og dómi Hæstaréttar 3. apríl 2003 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum) leiðir að refsiheimildir mega ekki vera of almennar og óljósar þannig að þær séu ekki nægjanlega ótvíræðar og glöggar, eins og áréttað er í síðari dóminum.79 Enda þótt ekki sé beinlínis vísað til sjónarmiða um fyrirsjá- anleika í þessum dómum virðist mega draga þá ályktun að megináherslan hafi þar verið lögð á að refsiheimild veiti sanngjarna og eðlilega viðvörun um hvað fellur undir verknaðarlýsingu refsiákvæðis, sbr. einnig H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra). Viðvörunarsjónarmiðið virðist því vera nokkuð ráðandi enn sem komið er í íslenskum rétti enda hefur til þessa ekki verið vísað til refsi- vörslusjónarmiðsins í fyrirliggjandi dómaframkvæmd. 3.3.3 Refsiheimildir mega ekki vera of almennar og óljósar – mörk megin- reglunnar um skýrleika refsiheimilda og túlkunar refsilaga Við nánari greiningu á því efnisatriði meginreglunnar um skýrleika refsi- heimilda að refsiheimild megi ekki vera of almenn og óljós er fróðlegt að bera saman þær verknaðarlýsingar sem á reyndi í H 1997 1253 annars vegar og í dómi Hæstaréttar 3. apríl 2003 hins vegar í ljósi þess að Hæstiréttur telur að í báðum tilvikum séu þær efnislega of almennar til að geta orðið grundvöllur refsiábyrgðar. Í H 1997 1253 (skoteldar) reyndi á verknaðarlýsingu 1. mgr. 30. gr. þágild- andi laga nr. 46/1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda en ákvæðið var svo- hljóðandi í heild sinni: Þeir, sem fara með skotelda, skulu ætíð gæta fyllstu varúðar. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um sölu og meðferð skotelda, þ. á m. getur hann sett reglur um að eigi megi selja almenningi ýmsar skaðlegar tegundir skotelda. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli er sérstaklega tekið fram að með tilvitnaðri 1. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1977 sé „með almennum orðum lögð varúðarskylda á þá, sem fara með skotelda án nánari lýsingar á inntaki þeirrar skyldu“. Hafa verður í huga að dómurinn lætur hér ekki staðar numið heldur telur ástæðu til að vísa einnig til forsendna héraðsdóms um önnur ákvæði laga nr. 46/1977 og reglugerðar nr. 536/1988 áður en endanleg niðurstaða er fengin um að ekki 79 Athyglisvert er að orðalag það sem Hæstiréttur notar í dóminum frá 3. apríl 2003 um almenna og óljósa refsiheimild og skort á ótvíræðni hennar eru hugtök sem fram koma í ofangreindum fræðiskrifum Jónatans Þórmundssonar og Gunnars G. Schram, sjá kafla 3.1.2 hér að framan. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.