Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 43
arnarsvæði og þótt ernir hefðu ekki orpið nýlega í Arnarstapa hefðu ummerki
um þá fundist síðast í maí 1999 en síðast hafi verið vitað um arnarvarp á árinu
1997. Þá segir í forsendum dómsins að „ráða [megi] af framangreindri skrán-
ingu að á þessum árum hafi fáeinir ungar komist upp og varpið misfarist í
nokkur skipti“. Í framhaldinu er í forsendunum vikið að því að íslenski haf-
örninn sé alfriðaður samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. gr. og 17. gr. laga nr.
64/1994, og að aldrei megi veiða hann í þeim tilgangi að koma í veg fyrir tjón,
sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 456/1994. Þessu næst er vísað til tilvitnaðrar 2. mgr.
6. gr. laga nr. 64/1994 sem ákæran beindist að. Rétt er samhengisins vegna að
taka að nýju hér upp þær forsendur Hæstaréttar sem á eftir koma:
Ákærða er sem fyrr segir gefið að sök að hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að
hafa raskað hreiðurstað arna með framangreindri mannvirkjagerð á hreiðurstöðum
þeirra í Arnarstapa og Hrísey. Fram er komið að á undanförnum áratugum hafa
fáeinir arnarungar komist upp og á sama tíma hefur varp misfarist í nokkur skipti á
þessum hreiðurstöðum. Er óumdeilt að síðast var kunnugt um arnarvarp í Arnarstapa
árið 1997, en ekki er fram komið hvenær örn verpti síðast í Hrísey. Í orðskýringum
1. gr. laga nr. 64/1994 eru „lífsvæði“ talin vera „svæði sem dýr nota sér til framfærslu
og viðkomu eða sem farleið“. Ekki er ljóst af 6. gr. laganna og öðrum ákvæðum
þeirra eða lögskýringargögnum hvort sá staður sem örn kunni að verpa á geti fallið
undir lífsvæði dýra eða hvort gerð er sú krafa að hann verpi þar í raun. Þetta orðalag
ákvæðisins er að þessu leyti of almennt og því ekki nægilega ótvírætt og glöggt. Upp-
fyllir það ekki þær kröfur sem gera verður til skýrleika refsiheimilda.
Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum forsendum en að sá hluti 2. mgr.
6. gr. laga nr. 64/1994 sem Hæstiréttur telur ekki fullnægja skýrleikakröfum er
orðalagið lífsvæði dýra, sbr. „Þetta orðalag ákvæðisins er að þessu leyti“. Rétt
er að hafa í huga að í forsendunum er hvergi vikið að því að í mati Hæstaréttar
á óskýrleika ákvæðisins hafi hinir eiginlegu verknaðarþættir þess (… að gæta
fyllstu varkárni og nærgætni … og forðast óþarfa truflun) haft þýðingu.
Það álitaefni sem Hæstiréttur stóð í raun frammi fyrir var hvorn af tveimur
haldbærum lögskýringarkostum við túlkun hugtaksins lífsvæði dýra bar að
leggja til grundvallar í málinu, þ.e. hvort undir það félli einungis sá staður sem
örn „verpir í raun“ eða einnig hvort undir það félli sá staður sem „örn kann að
verpa á“. Þetta skipti máli vegna þess að af gögnum málsins var, eins og segir í
dómi Hæstaréttar, „síðast … kunnugt um arnarvarp í Arnarstapa árið 1997“. Þá
var ekki „fram komið hvenær örn verpti síðast í Hrísey“. Háttsemi sem A var
gefið að sök átti sér stað sumrin 2001 og 2002. Ef fyrri lögskýringarkosturinn
hefði orðið fyrir valinu þá hefði líklegast þurft að sýkna A af brotinu nema skil-
yrði tilraunarverknaðar hefðu verið talin uppfyllt, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr.
64/1994, og þá að fullnægðum réttarfarsskilyrðum, sbr. 117. gr. laga nr.
19/1991 um meðferð opinberra mála. Ef síðari kosturinn hefði verið lagður til
grundvallar hefði að líkindum mátt sakfella A. Hæstiréttur valdi hins vegar
hvorugan kostinn heldur taldi að hugtakið lífsvæði dýra í 2. mgr. 6. gr. laga nr.
43