Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 46
stjórnvaldsfyrirmælum inntak slíkra fyrirmæla.90 Hafi ráðherra nýtt þá heimild, og mælt nánar fyrir um inntak varúðarskyldunnar með fyrirmælum í reglugerð sem fullnægja sem slík meginreglunni um skýrleika refsiheimilda, kann að mega líta á hina settu lagareglu og stjórnvaldsfyrirmælin heildstætt sem refsi- heimild sem fullnægir kröfum 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Í forsendum H 1997 1253 vísar Hæstiréttur m.a. til þeirra forsendna héraðs- dóms að í reglugerð nr. 536/1988 hafi ekki verið nánar mælt fyrir um geymslu og meðferð skotelda. Ráðherra hafði því í raun ekki nýtt heimild 2. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1977 til að útfæra hina almennt orðuðu varúðarskyldu 1. mgr. sömu greinar og þá þannig að lýst væri þeirri háttsemi sem ákærðu var gefið að sök í ákæruskjalinu. Af þessum sökum fólu þessi ákvæði ekki í sér „viðhlítandi refsi- heimild vegna þeirrar háttsemi, sem ákærðu [var] gefið sök“. Þetta viðhorf til mögulegs samspils almennt orðaðra verknaðarlýsinga í settum lögum í þrengri merkingu og fyrirmæla í stjórnvaldsfyrirmælum um nánari útfærslu þeirra styðst einnig við tilvitnaðar forsendur í dómi Hæsta- réttar 18. nóvember 2004 (vinnuvélar). Þar er því lýst að áður en reglur nr. 816/2000 voru settar hafi hvergi verið lýst banni við því að þeir einir mættu stjórna vinnuvélum sem til þess hefðu réttindi. Í því sambandi bendir Hæsti- réttur á að 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hafi að geyma refsireglu sem vísi til verknaðarlýsinga í öðrum ákvæðum laganna eða reglugerðum samkvæmt þeim. Í lögunum sé hins vegar hvergi að finna efnisreglur sem fjalli um verknaðarlýsingu á því broti að stjórna vinnuvél án réttinda sem ákæran beindist að. Hafi lögin því ekki haft að geyma heimild til að refsa ákærðu fyrir brotið. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að í lögum nr. 46/1980, sbr. breyting- arlög nr. 68/2003, er félagsmálaráðherra fengið mjög víðtækt vald til að setja fyrirmæli um nánari útfærslu laganna í almenn stjórnvaldsfyrirmæli. Í V. kafla laganna er fjallað um framkvæmd vinnu, í VI. kafla um vinnustaði og í VII. kafla um vélar, tækjabúnað o.fl. Í upphafi hvers kafla er að finna almennt orð- aðar varúðar- og öryggisreglur, sbr. 1. mgr. 37. gr., 1. mgr. 42. gr. og 1. mgr. 46. gr. Þá er í í öllum köflunum að finna boð um að fylgja skuli viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkis- ins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi, sbr. 2. mgr. 37. gr., 2. mgr. 42. gr. og 2. mgr. 46. gr. Loks hafa allir kaflarnir að geyma ákvæði sem kveða á um að félagsmálaráðherra setji nánari reglur, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, um nánar tilgreind atriði sem þessir kaflar fjalla um, sbr. 38., 43. og 47. gr. laga nr. 46/1980, sbr. lög nr. 68/2003. 90 Er þá gengið út frá því að með hinni almennu verknaðarlýsingu í settum lögum, og lagaheimild til setningar almennra stjórnvaldsfyrirmæla um nánari útfærslu slíkrar verknaðarlýsingar, hafi lög- gjafinn fullnægt þeirri kröfu grunnreglunnar um lögbundnar refsiheimildir til framsals lagasetning- arvalds á sviði refsiréttar að mæla í settum lögum fyrir um meginafmörkun þeirrar háttsemi sem gera á refsiverða, sjá Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð“ (fyrri hluti), bls. 38. 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.