Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 50
friðlýsingu æðarvarps í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 64/1994 annars vegar og hins vegar 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 og síðan auglýsingar sýslumannsins í Borgarnesi um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sínu, m.a. á 10 jörðum í Hval- fjarðarstrandahreppi, sbr. til samanburðar dómur Hæstaréttar 28. október 2004 (hvíldartími ökumanna), sjá umfjöllun í kafla 2.3 hér að framan. Enda þótt héraðsdómur í fyrrnefnda málinu, sem Hæstiréttur staðfestir með vísan til for- sendna hans, víki ekki beinlínis að sjónarmiðum um skýrleika er athyglisvert að við mat á vitneskju ákærðu um friðlýsinguna (þ.e. fyrirsjáanleika eiginlegrar verknaðarlýsingar) var vísað til þess að þeir voru á „skotveiðum á öndverðum varptíma og hefðu því átt að fara með mikilli gát sem góðir og gegnir veiði- menn“. Þessi röksemdafærsla líkist óneitanlega aðferðafræði Mannréttinda- dómstóls Evrópu við mat á fyrirsjáanleikaskilyrði 1. mgr. 7. gr. mannréttinda- sáttmálans, sbr. ákvörðun dómstólsins um meðferðarhæfi í máli Salov gegn Úkraínu, sjá kafla 3.1.6 hér að framan. 3.3.6 Frávik frá hefðbundinni tilhögun refsiábyrgðar – er rétt að horfa til lögskýringargagna við mat á skýrleika refsiheimilda? Af H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra) verður ráðið að í meginregl- unni um skýrleika refsiheimilda felst krafa um að refsiheimild sem felur í sér afbrigðilega tilhögun refsiábyrgðar, t.d. undantekningu frá þeirri meginreglu refsiréttar að mönnum sé aðeins refsað fyrir þær athafnir sem raktar verða til ásetnings þeirra eða gáleysi, verði að vera orðuð með skýrum hætti. Er þessi afstaða Hæstaréttar til samræmis við þau sjónarmið sem hafa komið fram í skrifum íslenskra og erlendra fræðimanna.99 Af H 2000 280 og dómi Hæstaréttar 3. apríl 2003 (arnarvarp í Miðhúsa- eyjum) verður ráðið að Hæstiréttur telji rétt og eðlilegt að horfa til lögskýring- argagna, einkum frumvarpa og greinargerða með þeim, við mat á því hvort refsiheimild fullnægi kröfunni um skýrleika refsiheimilda. Í ljósi þess að meg- inreglan um skýrleika refsiheimilda byggir í fyrsta lagi á kröfu um fyrirsjáan- leika refsinæmrar háttsemi sem endurspeglast í viðvörunarsjónarmiðinu má að líkindum setja spurningarmerki við þá lögskýringaraðferð. Í því sambandi verður þó að gera greinarmun á því hvort refsiheimild sé það almenn og óljós að hún lýsi ekki hlutlægum viðmiðum eða á skortir að af henni verði leiddar áþreifanlegar leiðbeiningar um inntak hennar annars vegar eða hvort vafi leiki hins vegar á um hvorn eða hverja af tveimur eða fleiri haldbærum lögskýring- arkostum ber að leggja til grundvallar við túlkun refsiheimildarinnar. Ef um fyrra tilvikið er að ræða er ljóst að athugasemdir í lögskýringargögnum geta vart lagfært þann stjórnskipulega annmarka sem er á óhóflega almennum og 99 Páll Sigurðsson: Fjölmiðlaréttur, bls. 154; Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð II. Háskólaútgáfan. Reykjavík (2002), bls. 34; Róbert R. Spanó: „Um vansvefta skipstjóra og afla- drjúga stýrimenn“, bls. 21, og Vagn Greve: „Om hjemmelen for administrative straffebestemm- elser“, bls. 125-127, sjá kafla 3.1.3 í greininni. Sjá einnig til hliðsjónar sératkvæði eins dómara í H 1970 212 (veiðar á bannsvæði). 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.