Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 52
reglunnar um skýrleika refsiheimilda og lögskýringar verða raunar harla óljós í tilvikum sem þessum. Ef aðstaðan er aftur á móti sú að refsiheimild virðist ekki hafa veitt hinum ákærða sanngjarna og eðlilega viðvörun um refsinæmi háttsemi eða setja sam- kvæmt orðalagi sínu fram nægjanlega hlutlæga lýsingu á þeim athöfnum (eða athafnaleysi) sem gera á refsiverðar þannig að matsgrundvöllur lögreglu og ákæranda sé almennt séð of óljós (refsivörslusjónarmiðið), standa rök til þess að dómstóll telji refsiheimildina í heild sinni andstæða meginreglunni um skýrleika refsiheimilda.102 Við slíkar aðstæður verður refsiheimildinni ekki beitt af hálfu dómstóla. Þyrfti þá að afnema hana með lögum eða gera á henni breytingar enda leiðir dómur um almennan óskýrleika refsiheimildar ekki til ógildingar hennar í samræmi við almenn viðhorf í íslenskum stjórnskipunarrétti og réttarheimildafræði. Til nánari útskýringar á muninum á almennum og sérgreindum óskýrleika refsiheimildar í ofangreindum skilningi, og afleiðingum þessa greinarmunar í framkvæmd, er rétt að bera saman að nýju þær refsiheimildir sem á reyndi ann- ars vegar í H 1997 1253 (skoteldar) og hins vegar í dómi Hæstaréttar 3. apríl 2003 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum). Sá annmarki sem var á skýrleika 1. mgr. 30. gr. þágildandi skotvopnalaga í fyrra málinu var augljóslega þess eðlis að sú refsiheimild gat ekki við nokkrar aðstæður talist nægjanlega skýr ein og sér, sbr. nánar umfjöllun í kafla 3.3.3 hér að framan. Orðalag í niðurlagi forsendna dómsins skapar hins vegar ákveðinn vafa um hvort Hæstiréttur hafi ætlað að veita dóminum svo rúmt fordæmisgildi um gildi lagareglunnar sem refsiheimildarinnar, sbr. eftirfarandi ummæli: „ekki fallist á, að þau feli í sér viðhlítandi refsiheimild vegna þeirrar háttsemi, sem ákærðu er gefið að sök.“ (leturbr. höf). Einnig er álitamál hvort dómur Hæsta- réttar 3. apríl 2003 feli í sér afstöðu til almenns eða sérgreinds óskýrleika hug- taksins lífsvæði dýra í þágildandi 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994, sbr. eftirfarandi ummæli í niðurlagi forsendnanna: „Þetta orðalag ákvæðisins er að þessu leyti of almennt og því ekki nægilega ótvírætt og glöggt.“ (leturbr. höf.) Ljóst er hins vegar að löggjafinn mat það svo að nauðsynlegt hafi verið að gera breytingar á ákvæðinu í framhaldi af dóminum, sbr. 4. gr. laga nr. 94/2004. 3.3.8 Matskennd svigrúmsákvæði – þróun refsiheimildar í dómafram- kvæmd og ráðgjöf lögfræðings Eins og dómur Hæstaréttar H 1997 1253 (skoteldar) ber með sér er það einkum í þeim tilvikum þegar löggjafinn orðar hátternisreglur með mjög mats- kenndum hætti að vafi kann að leika á samræmi refsiheimildarinnar og megin- 102 Jónatan Þórmundsson: „Um fordæmi sem réttarheimild í enskum og bandarískum rétti“, bls. 371: „Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur mótað þá reglu, að refsiákvæði séu ógild, ef þau eru svo óljós eða teygjanleg, að þau veiti ekki hinum brotlega né dómstólum nægilega leiðbeiningu um mörk hinnar refsiverðu háttsemi. Það þýðir, að dómstólar láta sér ekki nægja í vafatilvikum að velja mildari kostinn, heldur er allt ákvæðið lýst ógilt“. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.