Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 55
1103 (Stöð 2) sem virðast fyrst hafa verið beinlínis staðfestar í Hæstarétti í H
1998 969 (myndbandaleiga) og aftur í H 2000 4418 (verslunin Taboo):108
Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars
1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (ero-
tika), þannig að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartil-
gangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn
tjáning ástar.
Í kvikmyndum þeim, sem til umfjöllunar eru í máli þessu, er greinilega lögð áhersla
á að sýna á ögrandi hátt í langflestum þeim atriðum, sem ákært er út af og áður er
lýst, oft í nærmynd kynfæri karla og kvenna, kynmök fólks og fólk við sjálfsfróun,
án þess að séð verði, að það þjóni neinu augljósu markmiði öðru en kynlífsathafnir.
Listrænn, fagurfræðilegur eða leikrænn tilgangur þessara atriða í myndunum þykir
eigi vera sýnilegur. (leturbr. höf.)
Í H 1998 969 (myndbandaleiga) er í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur stað-
festir með vísan til forsendna, vísað til tilvitnaðra forsendna úr dómi héraðs-
dóms í H 1990 1103. Síðan segir í dómi héraðsdóms í fyrrnefnda málinu:
Dómendur telja, að við þessa skilgreiningu megi styðjast, þegar metið er, hvort
myndbönd þau, sem ákært er fyrir dreifingu á í þessu máli, innihaldi klám.109
Líklegt má telja að 210. gr. hegningarlaga um klám fullnægi meginreglunni
um skýrleika refsiheimilda í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar í ljósi dómafram-
kvæmdar um túlkun ákvæðisins. Er þá horft til þeirrar hlutlægu afmörkunar á
inntaki klámhugtaksins sem leiðir af skilgreiningu Menningarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna. Á hinn bóginn er enn sem komið er óljóst hvort íslenskir
dómstólar muni fallast á að þá aðferðafræði mannréttindadómstólsins110 við
mat á skýrleika refsiheimilda að horfa eftir atvikum til dómaframkvæmdar um
108 Í dómi Hæstaréttar í H 1990 1103 segir aðeins að „fallast [megi] á þá niðurstöðu héraðsdóms,
að þau ákæruatriði, sem ákærði var sakfelldur fyrir, varði við 2. mgr. 210. gr. almennra hegningar-
laga nr. 19/1940 …“. Ekki er hins vegar tekið fram í dómi Hæstaréttar að forsendur héraðsdóms
séu staðfestar. Það er ekki fyrr en í H 1998 969 sem Hæstiréttur staðfestir beinlínis forsendur hér-
aðsdóms þar sem notast er við skilgreiningu Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 1986
eins og héraðsdómur hafði gert í fyrrnefnda málinu.
109 Sama er uppi á teningnum í H 2000 4418 (verslunin Taboo) en þar er í dómi héraðsdóms, sem
staðfestur er með vísan til forsendna í Hæstarétti, vísað til H 1990 1103 og H 1998 969.
110 Í því sambandi verður líklega að horfa til þess að mannréttindadómstóllinn er að túlka og beita
ákvæði í þjóðréttarsamningi og tekur við þær aðstæður mið af inntaki refsiheimildarinnar eins og
það hefur þróast hjá dómstólum í aðildarríki. Ekki er sjálfgefið að sambærileg aðferðafræði eigi við
um túlkun Hæstaréttar á 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er ástæða til að minna á að af H 3.
apríl 2003 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum) verður ekki annað ráðið en að Hæstiréttur telji eftir atvikum
ástæðu til að gera meiri kröfur til skýrleika refsiheimilda en leiddar verði af dómaframkvæmd
Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmálans, sjá nánar
umfjöllun í kafla 3.3.3 í greininni.
55