Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 56
túlkun viðkomandi refsiheimildar.111 Ekki verður t.d. séð að því hafi beinlínis verið haldið fram í málum þar sem reynt hefur á beitingu 210. gr. almennra hegningarlaga eftir lögfestingu 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar að á skorti að ákvæðið fullnægi meginreglunni um skýrleika refsiheimilda. Í ljósi dóma Hæstaréttar í H 1997 1253 (skoteldar) og H 3. apríl 2003 (arnarvarp í Miðhú- saeyjum) væri athyglisvert að sjá hvernig dómstólar myndu leysa úr slíkri máls- ástæðu og þá hvort notast yrði við ofangreinda dómaframkvæmd Hæstaréttar um túlkun 210. gr. hegningarlaga í því sambandi. Annað dæmi um hugtak í hegningarlagaákvæði sem ástæða er til að víkja hér að í þessu samhengi er velferðarmissir í 2. mgr. 130. gr. hegningarlaga. Ákvæði 130. gr. er svohljóðandi í heild sinni: Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðaraðila um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. (leturbr. höf.) Í lögskýringargögnum er hugtakið velferðarmissir ekki skýrt nánar. Þetta ákvæði hefur að geyma skyldubundna refsihækkunarástæðu með hárri lág- marksrefsingu, þ.e. 2 ár. Það er vandkvæðum bundið að afmarka ákvæðið efn- islega með lögskýringu enda má segja að hugtakið sjálft og matskennd skír- skotun þess séu bæði of almenn og óljós. Hugtakið veitir m.ö.o. ekki nægjan- lega vísbendingu um þau hlutlægu viðmið sem það hefur að geyma eða aðra áþreifanlega leiðbeiningu um inntak þess. Þá hefur inntak hugtaksins að því er virðist ekki verið afmarkað nánar í dómaframkvæmd hér á landi. Orðalag 2. mgr. 130. gr. hegningarlaga fullnægir því að þessu leyti ekki meginreglunni um skýrleika refsiheimilda. 3.3.9 Eyðuákvæði Það getur almennt ekki talist í ósamræmi við meginregluna um skýrleika refsiheimilda að notast sé við svokölluð eyðuákvæði við mótun verknað- arlýsinga í refsiákvæðum.112 Fara verður hins vegar varlega með slíkar refsi- heimildir enda verður sem fyrr að gera þá kröfu að slíkar heimildir veiti sann- gjarna og eðlilega viðvörun um hvaða háttsemi telst refsiverð. Á stundum kann hins vegar refsiheimild og samspil hennar við hátternisreglur í öðrum skráðum (eða óskráðum) réttarreglum að verða svo flókin að sú hætta kann að skapast að 111 Til hliðsjónar má einnig minna á að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur byggt á sambærilegri aðferðafræði í úrlausnum sínum um beitingu meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda í banda- rískum rétti, sjá nánar kafla 3.1.5 í greininni. 112 Um eyðuákvæði í refsiréttarlegri merkingu er að ræða þegar efni verknaðarlýsingar í refsi- lögum ræðst að hluta til eða að öllu leyti af öðrum réttarreglum, skráðum eða óskráðum, sjá til hlið- sjónar Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 232. 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.