Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 57
dómstólar telji að of langt sé gengið í ljósi meginreglunnar um skýrleika refsi- heimilda, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 28. október 2004, nr. 251/2004 (hvíldartími ökumanna), sbr. umfjöllun í kafla 2.3. Annað dæmi um þá hættu sem kann að skapast með óljósri beitingu eyðuákvæða í sakamálum má nefna dóm Hæstaréttar 20. nóvember 2003, nr. 219/2003, (vanmannað skip) sem reifaður er í kafla 3.2.2 hér að framan. Um eyðuákvæði í almennum hegningarlögum má nefna 140. gr. en þar segir: Opinber starfsmaður, sem synjar eða af ásettu ráði lætur farast fyrir að gera það, sem honum er boðið á löglegan hátt, sæti sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Í lögskýringargögnum er rakið að ákvæði 140. gr. hegningarlaga sé sam- hljóða 143. gr. hegningarlaganna 1869 og sé refsað fyrir það „að óhlýðnast lög- mætum fyrirskipunum yfirboðara (insubordination)“. Ákvæðið er að megin- stefnu til sambærilegt við 156. gr. dönsku hgl. sem virðist þó ekki gera kröfu um beinar fyrirskipanir frá yfirboðara heldur geti verið um að ræða skyldu sem leiðir beinlínis af reglum um það opinbera starf eða þá opinberu þjónustu sem um ræðir.113 Ef lagt er til grundvallar með vísan til orðalags 140. gr. hgl. að ekki sé rökrétt að skýra ákvæðið á þá leið að það taki aðeins til fyrirskipana yfirboð- ara, kunna álitaefni að rísa um hvaða „reglur“ um hið opinbera starf eða þá opinberu þjónustu, sem um ræðir, séu til fyllingar þeirri skyldu sem 140. gr. vísar til. Í ljósi grunnreglunnar um lögbundnar refsiheimildir verður þó að gera þá kröfu að slíkar reglur komi fram í settum lögum í þrengri merkingu eða í almennum stjórnvaldsfyrirmælum sem hafa ótvíræða stoð í lögum.114 Það er t.d. álitamál hvort óskráðar stjórnunarheimildir forstöðumanns opinberrar stofnunar gagnvart undirmönnum sínum, sbr. að öðru leyti lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, dugi hér til einar og sér. 4. SKÝRLEIKI REFSIHEIMILDA OG LÖG NR. 4/1963 UM RÁÐ- HERRAÁBYRGÐ 4.1 Inngangur Nú verður vikið sérstaklega að ákvæðum laga nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð og tekin afstaða til þess hvort efnisreglur laganna fullnægja þeim kröfum um skýrleika sem nú er mælt fyrir um í stjórnarskránni. Er þá, eins og fyrr greinir, m.a. horft til þess að í skýrslu nefndar forsætisráðherra um starfsskilyrði stjórn- valda o.fl., sem lögð var fram á Alþingi árið 1999, er því lýst að vafi kunni að leika á því hvort svo sé a.m.k. að því er snertir 10. gr. laganna.115 Með hliðsjón 113 Róbert R. Spanó: „Verknaðarlýsingar XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi“, bls. 381. 114 Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð“ (fyrri hluti), kafli 3. 115 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2549-2645. Skýrslan var gefin út á árinu 1999 af hálfu forsæt- isráðuneytisins, sjá Starfsskilyrði stjórnvalda – skýrsla nefndar um starfsskilyrði stjórnvalda, eftir- lit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Forsætisráðuneytið. Reykjavík (1999), bls. 140-141. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.