Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 64
5. NIÐURSTÖÐUR Í íslenskum rétti gildir meginreglan um skýrleika refsiheimilda samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. gr. laga nr. 62/1994. Grunnreglan um lögbundnar refsiheimildir og meginreglan um skýrleika refsiheimilda mynda saman mynda tvo aðgreinda en náskylda efnisþætti er falla innan heildarheitisins lögmætisregla refsiréttar, sjá kafla 2.3. Inntak og gildssvið meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda í íslenskum rétti er enn sem komið er nokkuð óljóst enda hafa til þessa ekki gengið margir dómar þar sem á hana hefur reynt. Af dómaframkvæmd má þó greina nokkur meginsjónarmið sem telja verður að liggi til grundvallar beitingu meginregl- unnar í réttarframkvæmd. Í fyrsta lagi hafa dómstólar að því er virðist lagt áherslu á að refsiheimild megi ekki vera of almenn og óljós þannig að hún veiti ekki sanngjarna og eðlilega við- vörun um hvað telst falla innan marka verknaðarlýsingar refsiákvæðis. Viðvörun- arsjónarmiðið virðist því enn sem komið er ráðandi í úrlausnum dómstóla enda hafa dómstólar til þessa ekki rökstutt beitingu meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda með vísan til annarra sjónarmiða, s.s. refsivörslusjónarmiðsins, sjá kafla 3.1.2 og 3.3.2. Þá leiðir það af þeirri kröfu að refsiheimildir megi ekki vera of almennar og óljósar að refsiheimildir verða að lýsa að lágmarki einhverjum hlutlægum viðmiðum eða hafa að geyma áþreifanlega leiðbeiningu um inntak þeirra þótt þær séu orðaðar með matskenndum hætti, sjá kafla 3.3.3. Í öðru lagi virðist mega draga þá ályktun af dómaframkvæmd að mælikvarði sá á fyrirsjáanleika refsiheimildar, sem lagður er til grundvallar, sé almennur og hlutlægur. Matið er þá miðað við það hvernig ætla megi að refsiheimildin horfi við venjulegum, sakhæfum einstaklingi fremur en að vera einstaklingsbundin, þ.e. miðað við það hvernig refsiheimildin horfir við hinum ákærða sérstaklega. Að þessu leyti virðist dómaframkvæmdin í samræmi við þau viðhorf sem lýst er í skrifum íslenskra fræðimanna og byggt hefur verið að meginstefnu til á í norskum, dönskum og bandarískum rétti. Í þriðja lagi er í ritgerðinni fjallað um samspil almennt orðaðra verknað- arlýsinga í settum lögum í þrengri merkingu og fyrirmæla í almennum stjórn- valdsfyrirmælum um nánari útfærslu þeirra við mat á skýrleika refsiheimilda. Er því haldið fram að þótt löggjafinn velji að mæla fyrir um hátternisreglur með almennum og óljósum hætti í settum lögum, t.d. öryggis- og varúðarskyldur, kunni slíkar verknaðarlýsingar eftir atvikum að fullnægja kröfum meginregl- unnar um skýrleika refsiheimilda ef löggjafinn hefur samhliða veitt ráðherra heimild til að útfæra í almennum stjórnvaldsfyrirmælum inntak slíkra fyrir- mæla. Hafi ráðherra við þær aðstæður nýtt þá heimild, og mælt nánar fyrir um inntak hátternisreglunnar með fyrirmælum í reglugerð sem fullnægja sem slík meginreglunni um skýrleika refsiheimilda, megi líta á hina settu lagareglu og stjórnvaldsfyrirmælin heildstætt sem refsiheimild sem fullnægir kröfum 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, sjá kafla 3.3.4. 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.