Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 66
þróun er dómaframkvæmd um túlkun 210. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940. Þá er fjallað um hugtakið velferðarmissir í 2. mgr. 130. gr. hegningar-
laga og komist að þeirri niðurstöðu að það fullnægi ekki meginreglunni um
skýrleika refsiheimilda, sjá kafla 3.3.8.
Í áttunda lagi er því haldið fram að það geti almennt ekki talist í ósamræmi
við meginregluna um skýrleika refsiheimilda að notast sé við svokölluð eyðuá-
kvæði við mótun verknaðarlýsinga í refsiákvæðum. Fara verði hins vegar var-
lega með slíkar refsiheimildir enda verði sem fyrr að gera þá kröfu að slíkar
heimildir veiti sanngjarna og eðlilega viðvörun um hvaða háttsemi telst refsi-
verð. Á stundum kunni hins vegar refsiheimild og samspil hennar við hátternis-
reglur í öðrum skráðum (eða óskráðum) réttarreglum að verða svo flókin að sú
hætta kann að skapast að dómstólar telji að of langt sé gengið í ljósi meginregl-
unnar um skýrleika refsiheimilda, sjá kafla 2.3 og 3.3.9.
Í greininni er loks fjallað um hvort verknaðarlýsingar laga nr. 4/1963 um
ráðherraábyrgð (rbl.) fullnægi efniskröfum meginreglunnar um skýrleika refsi-
heimilda í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar. Niðurstöðurnar eru þær að a-liður
10. gr. rbl. fullnægi ekki skýrleikakröfum. Ekki verði aftur á móti fullyrt að á
slíkt skorti um önnur ákvæði rbl. Í öðru lagi er tekið undir það með nefnd for-
sætisráðherra um starfsskilyrði stjórnvalda o.fl. að þróun í lagasmíð á sviði
refsiréttar og á sviði mannréttinda mæli með því að lög nr. 4/1963 verði endur-
skoðuð, og þá einnig með tilliti til breyttrar hugtakanotkunar, bæði í nýlegri lög-
gjöf, s.s. á sviði stjórnsýsluréttar, og í daglegu máli, sjá kafla 4.®
HEIMILDA- OG RITASKRÁ:
Andrew E. Goldsmith: „The Void-for-Vagueness Doctrine in the Supreme Court, Revis-
ited“. American Journal of Criminal Law. 2. tbl. 30. árg. (2003), bls. 279-315.
Asbjørn Strandbakken: „Grunnloven § 96“. Jussens Venner. Hefti 3-4. 39. árg. (2004),
bls. 166-215.
Ben Emmerson & Andrew Ashworth: Human Rights and Criminal Justice. Sweet &
Maxwell. London (2001).
D.J. Harris, M. O’Boyle & C. Warbrick: Law of the European Convention on Human
Rights. Butterworths. London (1995).
Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur. Háskólaútgáfan. 2. útg. Reykjavík (1999).
Iain Cameron: National Security and the European Convention on Human Rights.
Iustus Förlag. Uppsölum (2000).
Knud Waaben: Strafferettens almindelige del I. Ansvarslæren. GadJura. 4. útg.
Kaupmannahöfn (1997).
„Lovkravet i strafferetten“. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab. 1. tbl. 81.
árg. (1994), bls. 130-139.
Jens Peter Christensen: Ministeransvar. Jurist- og Økonomforbundets forlag. Árósum
(1997).
Johs. Andenæs: Alminnelig strafferett. Universitetsforlaget. 3. útg. Osló (1989).
Statsforfatningen i Norge. Universitetsforlaget. 8. útg. Osló (1998).
Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð II. Háskólaútgáfan. Reykjavík (2002).
Afbrot og refsiábyrgð I. Háskólaútgáfan. Reykjavík (1999).
66