Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 72
1. INNGANGUR Í þessari grein er ætlunin að lýsa reglum íslensks réttar um ábyrgð á tjóni af völdum dýra og tengd efni. Reynt verður m.a. að svara spurningum um hvenær bótaskylda sé fyrir hendi þegar dýr valda tjóni og hverjir beri hana, svo og hvaða tjón beri að bæta, auk annarra atriða. Viðfangsefnið takmarkast við tjón sem dýr valda án beins tilverknaðar manna. Það er ekki viðfangsefnið að fjalla um tilvik þegar menn beita dýrum fyrir sig til að valda tjóni og ásetningur þeirra stendur beinlínis til þess. Er hér átt við tilvik eins og þegar maður sigar hundi á einhvern eða þegar maður rekur búfé á beit í land annars manns. Í þessum tilvikum og öðrum samskonar eru það athafnir mannanna sem koma til álita en ekki dýranna. Hið sama á við þegar verk manna miða beinlínis að því að tjón verði af völdum dýra. Má hér t.d. vísa til ákvæða 32. kafla landsleigubálks Jónsbókar um bótaskyldu þess er skýtur upp hliði að akri eða engi, eða manns sem ekki vill ríða réttan veg, heldur yfir akur, tún eða engi. Hér verður verður hins vegar fjallað um þau tilvik þegar tjón verður og vandséð er hvorum er um að kenna, manni eða dýri. Þetta á t.d. við þegar hundur sem maður hefur í bandi veldur tjóni eða hestur sem reiðmaður situr. Hið sama á og við þegar dýrum er stjórnað á sýningu. Fyrst verður fjallað um lögfestar bótareglur (2. kafli). Þeim hefur fækkað allverulega á undanförnum áratugum frá því sem áður var.1 Með nýjum lögum á sviði landbúnaðar hafa gamlar bótareglur verið numdar úr gildi, eins og t.d. um ábyrgð á tjóni af völdum stóðhesta, en eigendur þeirra báru áður hlutlæga ábyrgð á tjóni af þeirra völdum. Í lögum nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. er ákvæði um bótaábyrgð, sem er mjög gamalt að stofni til, og mun það nú vera eina lagaákvæðið frá seinni tímum þar sem fjallað er um bótaábyrgð á tjóni af völdum dýra. Sveitarfélög geta með heimild í lögum nr. 103/2002 um búfjár- hald o.fl. sett samþykktir um búfjárhald og í 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustu- hætti og mengunarvarnir er heimild til að setja samþykktir um gæludýrahald. Í sumum þessara samþykkta eru ákvæði um bótaskyldu dýraeigenda og verður kannað hvort þau ákvæði eigi sér nægjanlega stoð í fyrrgreindum lögum. Fyrst verður hins vegar fjallað um ákvæði úr Jónsbók frá 1281 og Réttarbótinni frá 1294. Enn eru í gildi, og birt í lagasafninu, nokkur ákvæði úr hinni gömlu lög- bók Íslendinga er varða efnið, en eins og það er afmarkað, og lýst var hér að framan, koma fæst þeirra þó til skoðunar. Þau eru engu að síður gildandi réttur í landinu og ekki óhugsandi að þeim kunni að vera beitt eða þau höfð til hlið- sjónar í dómsmálum. Næst verður fjallað um ólögfestar bótareglur, þ.e. sakarregluna, og sá háttur hafður á að fjalla afmarkað um ákveðin efni, aðallega með hliðsjón af dómum Hæstaréttar (3. kafli). Á þessu sviði hafa á undanförnum árum fallið stefnu- 1 Sjá nánar Arngrímur Ísberg: „Um ábyrgð á tjóni af völdum dýra“. Úlfljótur. 2. tbl. 1977, bls. 68-102. 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.