Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 73
markandi dómar í Hæstarétti og má af þeim draga ályktanir um ýmsar megin- reglur á þessu sviði. Þá verður fjallað um sameiginleg atriði eins og hvaða tjón beri að bæta, eigin sök tjónþola og áhættutöku hans og hvernig fari séu fleiri en einn ábyrgir fyrir tjóni (4. kafli) og í lokin verða dregnar saman helstu niðurstöður (5. kafli). Áður en hin eiginlega umfjöllun hefst er rétt að gera nokkra grein fyrir hug- tökum sem eiga eftir að koma oft fyrir hér á eftir. Með dýrum er átt við öll lifandi land- og lagardýr sem menn geta haft í vörslu sinni og borið ábyrgð á, annaðhvort sem eigendur eða vörslumenn. Dýrum er hér skipt í tvo flokka, annars vegar búfé (búpening) sem eru alifuglar, geitur, hross, kanínur, loðdýr, nautgripir, sauðfé og svín, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga um búfjárhald o.fl., og hins vegar gæludýr. Gæludýr merkja þá hér öll önnur dýr en búfé, en samkvæmt 4. mgr. 4. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, eru gæludýr, dýr sem menn halda sér til afþreyingar. Orðið eigandi er hér notað í eignarréttarlegri merkingu en með vörslumanni er átt við þann mann, er hefur dýrið í vörslu sinni þegar það veldur tjóni. Með vörslu er átt við að maðurinn hafi dýrið í umsjón sinni, þótt hann eigi það ekki eða annist um það að öðru leyti. Hér er t.d. átt við þau tilvik þegar maður fær reiðhest lánaðan eða leigðan, hann er vörslumaður meðan lánið eða leigan varir. Á sama hátt er maður sem fer með hund annars manns út að ganga vörslumaður hans meðan á gönguferðinni stendur. Í báðum tilfellum stendur það vörslu- manninum næst að fara þannig með dýrið að það valdi ekki tjóni. Í hvorugu til- vikinu þarf hins vegar að vera um það að ræða að vörslumaðurinn annist um dýrið með því að fóðra það eða veita því húsaskjól. Hér rétt að nefna dóm í H 1999 1260. Þar voru málavextir þeir að bifreið var ekið á tvö hross á Suður- landsvegi í umdæmi Kópavogsbæjar og drápust þau bæði. Eigandi bifreiðar- innar stefndi eigendum hrossanna og krafðist bóta vegna skemmda á bifreið- inni. Í héraðsdómi segir að hrossin hafi verið í vörslu B, föður annars stefndu, og mat dómurinn honum það til gáleysis að þau sluppu og segir: „Á því bera stefndu ábyrgð sem eigendur hrossanna“. Í dómi Hæstaréttar er það rakið að B hafi annast um hrossin fyrir eigendurna og er haft eftir honum að þau hafi verið alfarið í hans umsjá. Eigendurnir virðast ekki hafa borið fyrir sig í héraði að B bæri ábyrgð á tjóninu, en hins vegar haldið því fram í Hæstarétti. Um það segir Hæstiréttur: Hér ber þó á það að líta, að óumdeilt er að Bragi var að sinna hestunum og sá í umrætt sinn um vörslu þeirra í þágu aðaláfrýjenda [eigendanna]. Hafa þeir ekki sýnt fram á, að staða hans gagnvart þeim hafi verið svo sjálfstæð, að ekki verði lögð á þá skaðabótaskylda vegna saknæms atferlis þeirra. Dómur þessi verður nánar reifaður í kaflanum um ólögfestar bótareglur, en varðandi vörslur dýra má draga þá ályktun af honum að maður þurfi að gera meira en hýsa dýr og fóðra þau til að hann teljist vörslumaður og á hann verði 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.