Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 76
ábyrgð á að þær séu ekki hættulegri en vélar af þeirri tegund geta verið. Það er hins vegar athyglisvert við þessa reglu að ekki verður betur séð en að eigandi hestsins hafi borið hlutlæga ábyrgð á öllu tjóni af hans völdum og, væntanlega, mátti telja sennilega afleiðingu af hegðun hans og ekki var hægt að gefa lánþeg- anum að sök. Nú orðið er aftur farið að nota klyfjahesta í ferðaþjónustu og má því spyrja hvort hægt væri að byggja bótakröfu á ákvæðinu í dómsmáli nú á dögum. Það má hugsa sér það dæmi að bóndi leigi ferðaskrifstofu trússhesta til ferðalags og einn þeirra slær ferðamann og slasar, án þess að vangæslu manna á vegum ferðaskrifstofunnar sé um að kenna. Spurningunni verður hins vegar að svara neitandi nema hesturinn, sem tjóninu olli, sé lítt taminn, sbr. framan- greinda skýringu Páls Vídalín á orðinu „eyk“. Hafi maður hins vegar lánað eða leigt lítt taminn hest vaknar sú spurning hvort ekki sé um saknæmt atferli að ræða, hafi hann leynt því hvernig hesturinn var og því bótaskyldu á grundvelli sakarreglunnar. Hafi lánþeginn hins vegar haft fulla vitneskju um ástand hests- ins, en samt notað hann, er hann væntanlega bótaskyldur á sama grundvelli. Bollaleggingar sem þessar hafa hins vegar ekki mikla þýðingu þar eð nú er fyrir löngu hætt að nota lítt tamin hross á þann hátt sem ákvæðið lýsir. Það er hins vegar mjög athyglisvert að þessi hlutlæga ábyrgðarregla skuli hafa verið í Jóns- bók.4 2.2 Réttarbótin 1294 Breytingar og viðbætur við Jónsbók voru nefndar réttarbætur. Úr réttarbót frá 2. júlí 1294, sem kennd er við Eirík konung Magnússon, eru birtar þrjár greinar í lagasafninu sem hér hafa þýðingu og eru gildandi lög enn í dag. Ákvæði tveggja þeirra, 37. gr. og 47. gr., eru þó þess eðlis að ákvæði í lögum nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. og almennar reglur skaðabótaréttarins fela efni þeirra í sér og hefði við gildistöku laganna verið réttast að fella greinarnar úr gildi. Öðru máli kann að gegna um 22. gr. sem fyrst verður fjallað um. Ákvæði hennar hljóðar svo: „Ef hrútr kemr til sauða eða hafr til geita ok gerir spell á, bæti skaða allan, ef hann er heimtr áðr“. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 7. gr. laga um búfjárhald o.fl. skal halda hrútum og höfrum í vörslu frá 1. nóv- ember til 1. maí og getur varðað refsingu ef út af er brugðið. Í 2. mgr. greinar- innar er sú skylda lögð á sveitarstjórnir að hlutast til um að graðpeningur, sem ekki er í öruggri vörslu, sé handsamaður. Ekki verður annað ráðið af greininni en eigendur eða vörslumenn hrúta og hafra beri hlutlæga ábyrgð á tjóni sem þeir valda, hrútar á sauðkindum og hafrar á geitfé. Um ábyrgð á tjóni á öðrum verðmætum fer eftir almennum reglum. Hin hlutlæga ábyrgð er bundin við ákveðið tímabil ársins, sbr. orðin „ef hann er heimtr áðr“. Þetta verður nú að skýra með hliðsjón af tilvitnuðu ákvæði laga um 76 4 Sbr. nánar Viðar Már Matthíasson: „Uppruni reglna íslensks réttar um grundvöll skaðabóta- ábyrgðar“. Afmælisrit Guðmundar Ingva Sigurðssonar. Reykjavík 2002, bls. 222.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.