Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 77

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 77
búfjárhald o.fl., og hefst þá ábyrgðin 1. nóvember ár hvert og varir til 1. maí árið eftir, að því tilskildu að hrúturinn eða hafurinn hafi verið heimtur af fjalli áður. Þetta þýðir með öðrum orðum að komi hrútur eða hafur ekki fram við fjárskil á hausti þannig að eigandi eða vörslumaður geti tekið hann í vörslu, er hin hlut- læga ábyrgð samkvæmt greininni ekki fyrir hendi, heldur fer um hana eftir almennum reglum þar til skepnan heimtist. Þá fyrst hefst hin hlutlæga ábyrgð. Það verður hins vegar umfjöllunarefni síðar í greininni hvort það verður metið eigendum til sakar að gera ekki ráðstafanir til að heimta hrút eða hafur og koma í vörslu eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Í Réttarbótinni er svohljóðandi ákvæði í 37. gr.: Ef griðungr eltir fang úr kúm, sá er heima er gætt við búi, svá at skaði virðist, bæti fjórðungi bóta, ef sannprófat er, en engu þeim er hann lér. En ef maðr vill eigi varð- veita hann eða reka í afrétt, bæti skaða þann allan sem hann gerir. Hér er annars vegar fjallað um það er griðungur, sem hafður er heima við, eltir fang úr kúm og hins vegar um ábyrgð manns, eiganda eða vörslumanns, á skaðaverkum nauts ef hann vill ekki hafa það í vörslu eða reka á afrétt. Sam- kvæmt 1. tl. 1. mgr. 7. gr. laganna um búfjárhald o.fl. skal ógeltum nautum, 6 mánaða og eldri, haldið í vörslu allt árið og getur varðað refsingu ef út af er brugðið, en ekki er þar ákvæði um skaðabótaskyldu eigenda eða vörslumanna nauta svo sem var í eldri lögum.5 Skaðabótaákvæði eldri laganna var í samræmi við niðurlagsákvæði 37. gr. Réttarbótarinnar að því undanskildu að ekki dugði að reka naut á afrétt til að firra sig bótaábyrgð. Samkvæmt framangreindu ákvæði laganna um búfjárhald o.fl. verður eigandi að hafa naut í vörslu eftir að það hefur náð 6 mánaða aldri og dugir ekki að reka það á afrétt. Það yrði vænt- anlega metið eiganda eða vörslumanni til sakar ef naut á þessum aldri gengi laust og ylli tjóni og hann því bótaskyldur samkvæmt því. Loks er 47. gr. Réttarbótarinnar þar sem segir að: „Skaðabætr skal gjalda sá er svín þau á, er skaða gera, svá sem fyrir annan fénað“. Þetta þýðir að sömu reglur hafi átt að gilda um bótaskyldu vegna tjóns af völdum svína eins og af völdum annars búfjár. Þessi regla myndi væntanlega einnig gilda í dag eins og vikið verður nánar að þegar fjallað verður um bótaábyrgð samkvæmt sakarregl- unni. 2.3 Lög nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Í 34. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. er svohljóðandi ákvæði: Gangi búpeningur í engi, tún, garðlönd eða önnur afgirt svæði og valdi tjóni, skal eigandi gjalda ábúanda bætur. Sé um endurtekinn ágang sama búpenings að ræða, 77 5 Sjá nánar Arngrímur Ísberg: tilvitnað rit, bls. 73-74 og 81-83.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.