Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 78
getur ábúandi sett hann inn og gert eiganda aðvart, enda hafi hann áður skorað á eig-
anda að afstýra frekari ágangi. Skal eiganda tilkynnt um innsetninguna samdægurs.
Vitji eigandi eigi hins innsetta búpenings innan tveggja sólarhringa og greiði usla-
gjald samkvæmt mati tveggja manna, er hreppstjóri nefnir til, má krefjast nauðung-
arsölu á fénu án þess að frekari áskorunar til eiganda sé þörf. Söluverð þess að frá-
dregnu uslagjaldi og kostnaði greiðist búfjáreiganda.
Með búpeningi hefur hér líklega verið átt við sauðfé, hross, nautgripi og
hugsanlega geitur. Í lögunum eru hugtökin búpeningur og búfé notuð án þess að
skilgreint sé hvaða dýr falli undir þau. Lög um búfjárhald o.fl. nota ekki hug-
takið búpeningur heldur búfé, og er það skilgreint í 2. mgr. 2. gr. laganna, sbr.
það er segir í inngangi. Eftir gildistöku laganna um búfjárhald o.fl. verður því
að líta svo á að búpeningur merki það sama og búfé, eins og það er skilgreint í
þeim lögum.
Samkvæmt 34. grein ber búfjáreigandi hlutlæga ábyrgð á tjóni sem búfé
hans veldur á engjum, túnum og garðlöndum án tillits til þess hvort þau eru girt
eða ekki og er um tæmandi talningu að ræða í ákvæðinu. Önnur svæði falla því
aðeins undir greinina að þau séu girt. Styðst þessi skilningur við ummæli í
greinargerð með frumvarpi er síðar varð að lögum nr. 42/1969 um afréttarmál-
efni, fjallskil o.fl., en núgildandi lög komu í þeirra stað.6 Regla þessi er upphaf-
lega komin úr Grágás, en var breytt með lögtöku Jónsbókar og mönnum gert
skylt að hafa löggarð um lönd sín til að ágangur í þau varðaði bótum. Íslend-
ingar undu þessari nýju reglu illa og var henni því breytt í fyrra horf með 5. gr.
Réttarbótarinnar 1294. Sú lagagrein gilti allt þar til lög nr. 42/1969 tóku gildi.7
Sjaldnast veldur vandræðum að skilgreina tún og engi, en það eru land-
svæði, sem hafa verið ræktuð eða eru véltæk og notuð eru eða hægt er að nota
til heyskapar. Samkvæmt greininni falla akrar ekki undir hana, en þeir voru
lagðir að jöfnu við tún og engi samkvæmt 5. gr. Réttarbótarinnar. Í stað akra
eru komin garðlönd sem þýðir matjurtagarðar,8 en ekki blóma- eða trjágarðar.
Þessi ákvæði virðast fremur takmörkuð, en hafa verður í huga að lögin miða
fyrst og fremst við aðstæður til sveita og sést það best á því að bætur skulu
goldnar ábúanda en ekki eiganda lands. Sú spurning vaknar því hvort ógirtir
kartöflugarðar í þéttbýli séu ekki varðir af ákvæðinu eða ógirt tún á eyðijörð?
Því er til að svara að réttast myndi vera að skýra lagagreinina rúmt þannig að
eigendur þeirra landsvæða, sem varin eru af greininni, eigi rétt á bótum sam-
kvæmt henni hvort sem þeir teljist ábúendur eða ekki. Að öðrum kosti næði
ákvæðið vart tilgangi sínum sem er að verja ræktuð lönd. Hafa verður í huga
hversu gamalt ákvæðið er að stofni til og aðstæður fyrri tíðar þegar tún og engi
6 Alþingistíðindi 1968 A, bls. 313-314. Sjá og Arnljótur Björnsson: Kaflar úr skaðabótarétti.
Reykjavík 1990, bls. 235.
7 Sjá nánar Ólafur Lárusson: Viðbætir við skaðabótarétt Henry Ussings. Fjölrit án ártals og
útgáfustaðar, bls. 21, og Alþingistíðindi 1968 A, bls. 313.
8 Í Orðabók Blöndals eru garðlönd skilgreind sem „jord, hvor der er kökkenhaver“.
78