Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 80
arávexti hefur verið komið varanlega fyrir, t.d. heyi hlaðið í fúlgu. Það er ekki ágangur í skilningi 34. gr. þótt búfé komist í hana og skemmi. Bætur fyrir þær skemmdir yrði að sækja á grundvelli almennra reglna. 2.4 Samþykktir Áður hefur verið vikið að ákvæðum laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. og laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir sem heimila sveitarfé- lögum að setja sér samþykktir um búfjár- og gæludýrahald. Bæði er heimilt að banna það eða takmarka, auk þess að setja ákvæði um meðferð, þ.m.t. vörslu. Í þessum lögum eru hins vegar engin ákvæði um bótaskyldu dýraeigenda eða heimild til að kveða á um hana í samþykktum sem sveitarfélög setja sér um þessi efni. Engu að síður eru í nokkrum samþykktum ákvæði um bótaskyldu dýraeigenda og má sem dæmi nefna að í 4. gr. samþykktar um kattahald í Stykkishólmi, nr. 1063/2004, segir að kattareiganda beri að greiða allt það tjón sem köttur hans veldur. Fleiri álíka ákvæði eru í samþykktum um hunda- og kattahald sveitarfélaga sem leggja þannig hlutlæga ábyrgð á eigendur hunda og katta vegna tjóns af þeirra völdum. Augljóst er af ákvæðum laga nr. 7/1998 að þessi ákvæði eiga sér ekki lagastoð og dómstólar myndu ekki beita þeim, heldur væntanlega líta til þess hvort eigandi eða vörslumaður bæri ábyrgð á tjóni af völdum þessara dýra á grundvelli sakarreglunnar. Hið sama má segja um hlut- læg bótaákvæði í öðrum samþykktum, svo sem um búfjárhald sem settar eru með stoð í lögum nr. 103/2002, en í þeim lögum er heldur ekki heimild til að leggja hlutlæga bótaábyrgð á búfjáreigendur. Loks má geta þess að í lögreglu- samþykktum er sums staðar vikið að búfjár- og gæludýrahaldi. Þessar sam- þykktir eru settar með stoð í lögum nr. 36/1988 um lögreglusamþykktir en í þeim lögum er ekki heimild til að leggja hlutlæga bótaábyrgð á dýraeigendur vegna tjóns er þau valda. Eigendur dýra bera því ekki hlutlæga ábyrgð á tjóni af völdum dýra sinna þótt slík ákvæði kynnu að vera í lögreglusamþykkt. Rétt er að geta þess að í samþykktum sumra sveitarfélaga er leyfi fyrir hundi bundið því skilyrði að hann sé tryggður ábyrgðartryggingu er nái til alls tjóns af hans völdum. Má sem dæmi nefna b-lið 2. gr. samþykktar um hundahald í Súðavík, nr. 309/2004, en í 3. gr. sömu samþykktar er reyndar kveðið svo á að hundaeigandi sé ábyrgur fyrir öllu tjóni er hundur hans kann að valda. 3. ÓLÖGFESTAR BÓTAREGLUR Það er meginregla hér á landi að mönnum er frjálst að eiga þau dýr, búfé eða gæludýr, sem þeir kjósa. Þá er það og meginregla að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli bjóði annað. Það er hins vegar meginregla að innflutningur dýra til landsins er óheimill án sérstaks leyfis, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 54/1990 um innflutning dýra. Í þessum kafla er ætlunin að kanna reglur íslenskra laga um vörslu dýra, leyfi til að halda þau, innflutning þeirra og fleiri skyld efni, og hvort af þessum ákvæðum megi leiða reglur um bótaskyldu eigenda eða vörslumanna á grundvelli almennu skaða- 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.