Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 83
reglugerðarinnar. H 1995 376 Hestur í eigu S var í hagagöngu í girtu hólfi hjá F. Hesturinn slapp úr hólfinu vegna þess að hlið hafði verið skilið eftir opið. Ekki var upplýst af hvers völdum það var, en ekkert kom fram um að S hefði átt hlut að máli. Hesturinn hljóp fyrir bifreið G og drapst við áreksturinn. Tengsl S og F voru ekki talin vera með þeim hætti að S yrði að þola skerðingu eða brottfall bótaréttar vegna atvika af hálfu F. G var því dæmdur til að greiða S óskertar skaðabætur fyrir hestinn á grundvelli ákvæða umferðarlaga. H 1999 1260 Tveir hestar í eigu T og G voru, ásamt öðrum hossum, hafðir á húsi á bæ í lögsagn- arumdæmi Kópavogs, en lausaganga hrossa er bönnuð í bæjarfélaginu samkvæmt ákvæðum lögreglusamþykktar. Umsjónarmaður hestanna, B, setti þá út í gerði við hesthúsið, en þar kom styggð að þeim, þeir sluppu út og komust upp á þjóðveg 1 þar sem bifreið E ók á þá og drápust þeir við áreksturinn. E höfðaði mál á hendur T og G og krafðist bóta vegna skemmda á bifreiðinni. Í dómi Hæstaréttar segir að B hafi borið að mjög mikið væri um að hross slyppu úr vörslu í nágrenninu, en hesthús hans er í um 500 metra fjarlægð frá þjóðveginum. „Við þessar aðstæður var nauð- synlegt að gera gerðið þannig úr garði, að hross gætu ekki auðveldlega brotist út úr því. Bar Braga sem vörslumanni hestanna að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þeir ættu greiða leið úr gerðinu að einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins. Verður að leggja til grundvallar, að brotthlaup hestanna megi rekja til gáleysis hans“. Síðan segir að B hafi verið að sinna hestunum og séð um vörslu þeirra í þágu T og G. „Hafa þeir ekki sýnt fram á, að staða hans gagnvart þeim hafi verið svo sjálfstæð, að ekki verði lögð á þá bótaskylda vegna saknæms atferlis hans“. Voru T og G dæmdir til að greiða E tjónið. H 2000 3284 Hross sem voru á húsi í Reykjanesbæ höfðu verið sett út í gerði meðan húsið var mokað. Styggð kom að hrossunum og brutu þau niður gerðið og hlupu út í myrkrið, en þetta var í lok janúar. A ók bifreið sinni á sama tíma frá Keflavík til Sandgerðis og lenti í árekstri við hrossin og ók á þrjú þeirra. V keypti bifreiðina og með í kaup- unum fylgdi krafa á hendur eigendum hrossanna. V höfðaði mál á hendur eigend- unum og krafðist bóta vegna skemmda á bifreiðinni. Í héraðsdómi segir að slysið hafi orðið innan lögsagnarumdæmis Reykjanesbæjar þar sem lausaganga búfjár sé bönnuð samkvæmt ákvæðum lögreglusamþykktar. Síðan segir að hesthúsið standi „nálægt þjóðvegi og var því nauðsynlegt að gerðið væri þannig útbúið, að hross gætu ekki auðveldlega brotist út úr því. Bar eigendum og vörslumönnum hrossanna að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hrossin ættu greiða leið út úr gerðinu og út á þjóðveginn. Verður því að telja að brotthlaup hestanna megi rekja til gáleysis þessara aðila. Enda þótt þegar hafi verið gerðar ráðstafanir til að leita hrossanna og koma þeim í hús hefur ekki verið sýnt fram á að gerðar hafi verið ráðstafanir til að vara vegfarendur á þjóðvegi þessum við lausagöngu hrossanna. Var það nauðsynlegt sökum þess að skuggsýnt var orðið á þessum tíma og hins að veg- farendur máttu ekki reikna með því að þarna væru hross í lausagöngu“. Í dómi 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.