Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 84

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 84
Hæstaréttar segir að ekki verði með vissu ráðið hvort slysið hafi orðið í Reykja- nesbæ eða Gerðahreppi. Ekki liggi fyrir gögn um hvort lausaganga búfjár sé bönnuð í síðarnefnda sveitarfélaginu, en það fái ekki breytt því, með vísun til röksemda hér- aðsdóms, að hrossaeigendurnir beri óskipta ábyrgð á slysinu, sbr. dóm í H 1999 1260. Hæstiréttur taldi hins vegar bótakröfu V vanreifaða og vísaði málinu frá hér- aðsdómi. H 2001 426 S geymdi 5 hross í girðingu á jarðarparti, sem hann átti í Ölfusi. Lausaganga stór- gripa var bönnuð í sveitarfélaginu. J ók bifreið sinni eftir vegi við partinn. Eitt hrossanna varð fyrir bifreiðinni og drapst, en verulegar skemmdir urðu á henni. J höfðaði mál á hendur S og krafði hann um bætur. Byggði J á því að hrossið hefði hlaupið í veg fyrir bifreiðina og væri um að kenna vanrækslu S á gæslu hrossins. Talið var sannað að hrossið hefði, ásamt fleiri hrossum í eigu S, verið komið út úr girðingunni daginn fyrir slysið. Þá var og talið sannað að ástand girðinga um land S hafi ekki verið nægjanlega gott. Talið var að ástand girðinga og eftirlit S með hross- unum hafi verið þann veg farið að rekja mætti til gáleysis hans að þau sluppu. Var S gert að bæta J 3/4 hluta tjóns hans. J var hins vegar talinn hafa ekið of hratt miðað við aðstæður og í ljósi þess að hann vissi að lausaganga hrossa var til vandræða þar sem slysið varð, var hann látinn bera 1/4 hluta tjóns síns. H 2001 1966 Bifreið H var ekið austur þjóðveg nr. 1 undir Eyjafjöllum að kvöldlagi seint í ágúst. Skyndilega varð hrútur fyrir bifreiðinni og drapst hann. Hrúturinn var í eigu G. Hafði hann sloppið frá honum tveimur dögum fyrir slysið og sást síðast til hans inni á afgirtu túni nágrannajarðar. Í málinu krafði H eiganda hrútsins um bætur fyrir tjón á bifreiðinni. Í dómi Hæstaréttar segir: „Óumdeilt er að vegurinn, þar sem umferð- arslysið varð, hafi verið girtur af báðum megin. Samkvæmt 56. gr. vegalaga nr. 45/1994 var lausaganga búfjár því bönnuð á vegsvæðinu. Af því verður á hinn bóg- inn ekki leitt að stefndi Guðlaugur geti án sakar borið ábyrgð á tjóni áfrýjandans Hildar“. Síðan er rakið að í lögregluskýrslu komi fram að girðingin hafi verið heilleg að sjá. Enn fremur hafi eigandi hrútsins borið að hann hafi ekki vitað annað en að girðingin hafi verið í lagi. Önnur gögn hafi ekki verið lögð fram um ástand girðing- arinnar, hlið á henni eða annað. Með því að ósannað var að eigandi hrútsins hafi gerst sekur um gáleysi við umhirðu hrútsins, þar á meðal að skilja við hann inni á afgirtu túni nágrannajarðarinnar, var hann sýknaður. Af framanröktum dómum verður sú ályktun dregin að haga beri vörslu dýra eins og lög eða stjórnvaldsfyrirmæli bjóða. Sé það ekki gert, og dýrin valda tjóni, bera eigendur eða vörslumenn ábyrgð á tjóninu samkvæmt sakarreglunni. Af dómunum í H 1999 1260 og H 2000 3284 má t.d. draga þá ályktun að gerði, sem vörsluskyld hross eru höfð í, verða að vera þannig úr garði gerð að þau geti ekki brotið þau niður og sloppið. Í báðum þessum dómum kemur fram að styggð kom að hrossunum og þau brutu niður gerðin. Að geyma hrossin í van- búnum gerðum var metið eigendum þeirra til sakar og þeir dæmdir bótaskyldir. Enn skýrar kemur þetta fram í H 1990 293 þar sem hundur gekk laus þvert á 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.