Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 85

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 85
fyrirmæli samþykktar um hundahald í bænum. Hið sama á við um aðrar dýra- tegundir sem skylt er að hafa í vörslu. Í H 1976 145 var vitnað til ákvæðis í þágildandi reglugerð um dýragarða og sýningar á dýrum þar sem sagði að væru hættuleg dýr sýnd skyldi umbúnaður vera með þeim hætti að áhorfendur gætu ekki farið sér að voða. Þótt samsvarandi ákvæði sé ekki í núgildandi reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni, nr. 1077/2004, er vafalaust að við úrlausn svipaðra mála myndu dómstólar leggja sömu sjónarmið til grundvallar og Hæstiréttur gerði í dóminum. Til að varsla dýra teljist fullnægjandi verður að vista þau með þeim umbún- aði er hæfir hverri tegund fyrir sig. Rétt eða gerði sem dugir vel til að varsla sauðfjár teljist fullnægjandi getur verið með öllu ónothæft til að varsla hrossa teljist það. Það eitt dugir þó ekki því að einstaklingar hverrar tegundar geta verið misjafnir eftir eðli sínu hverju sinni. Þetta á sérstaklega við um ógelt karldýr, en sérákvæði eru um vörslu þeirra. Á þeim tímum, þegar á að hafa þau í vörslu, verður hún að miðast við eðli þeirra á þeim tíma, en ekki hvað telst eðlileg varsla fyrir önnur dýr af sömu tegund. Sömu sjónarmið gilda einnig ef eigandi eða vörslumaður veit að tiltekinn einstaklingur er hættulegri en aðrir, sbr. sjónarmið er fram koma í H 1968 470, sem verður reifaður hér á eftir. Hér má og nefna ákvæði í 2. mgr. 17. gr. laga um skógrækt, nr. 3/1955, og 16. gr. laga um landgræðslu, nr. 17/1965, um endurtekinn ágang sama búfjár í girt skógræktar- og landgræðslulönd. Af dómunum H 1995 376 og H 2001 1996 verður hins vegar dregin sú ályktun að hafi dýrum verið komið fyrir í fullnægjandi vörslu, en þau sleppa þaðan, án þess að eiganda eða vörslumanni verði um kennt, er bótaskylda ekki fyrir hendi. Í H 1995 376 slapp hestur úr girtu hólfi vegna þess að hlið hafði verið skilið eftir opið, en eigandinn hafði komið honum þar fyrir í hagagöngu hjá öðrum aðila. Bifreið ók á hestinn og drap hann. Hestseigandinn krafði bif- reiðareigandann um bætur. Í dómi Hæstaréttar segir að þar sem ekkert hafi komið fram í málinu um að hestseigandanum verði kennt um að hliðið var opið, verði það ekki metið honum til gáleysis að hesturinn komst út. Var bifreiðareig- andanum gert að bæta hestinn að fullu. Í H 2001 1966 var sérstaklega tekið fram að eigandi hrútsins yrði ekki án sakar dæmdur bótaskyldur, þótt hrúturinn hafi orðið fyrir bifreiðinni á vegi þar sem lausaganga búfjár var bönnuð. Eigandinn hafði skilið hrútinn eftir á túni nágrannajarðar og var ekki annað komið fram í málinu en að girðing um túnið hafi verið fjárheld. Hefði tjónþola tekist að sýna fram á hið gagnstæða er líklegt að bótaskylda hefði verið felld á eigandann. Víða hagar svo til að lausaganga búfjár er bönnuð í tilteknu sveitarfélagi en leyfð í því næsta. Þar sem lausaganga er bönnuð gildir bannið aðeins innan marka viðkomandi sveitarfélags eða á þeim tilteknu svæðum innan þess sem samþykktin tiltekur. Hvernig á að fara með þau tilvik þegar búfé úr sveitarfé- lagi, sem bannar lausagöngu, kemst í sveitarfélag þar sem hún er leyfð og veldur tjóni eða öfugt, þ.e. búfé úr sveitarfélagi þar sem lausaganga er leyfð 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.