Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 89

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 89
inni varð það slys að vörubifreið, er kom á móti, ók á hrossin og varð að aflífa þrjú þeirra. Ökumaður bifreiðarinnar, B, var talinn eiga mesta sök á slysinu, en H var tal- inn hafa sýnt óvarkárni með því „að reka hrossin eftir veginum, þar sem vænta mátti umferðar bifreiða, sérstaklega þegar þess er gætt að myrkur var“. B var dæmdur til að bæta H 2/3 af tjóni hans, en H varð að sæta því að 1/3 af tjóni B kæmi bóta- greiðslunni til frádráttar. H 1978 186 Nokkrir hestamenn úr Hafnarfirði, þar á meðal S, voru í útreiðartúr og hafði hver maður tvo til þrjá hesta til reiðar. Á heimleiðinni var lausu hestunum sleppt og þeir reknir. S kvað tvo menn hafa riðið á undan en hina á eftir og hann þar á meðal. Þegar þeir komu í hesthúsin í Hafnarfirði varð S þess var að einn hesta hans vantaði. Síðar kom í ljós að J, er ók bifreið föður síns, H, norður Reykjanesbraut, hafði ekið á hest- inn rétt norðan við Setbergsveg. Slasaðist hesturinn og varð að aflífa hann. S höfð- aði mál á hendur H og tryggingarfélagi bifreiðarinnar og krafðist bóta fyrir hestinn. Stefndu kröfðust sýknu en til vara að kröfu vegna tjóns á bifreiðinni yrði skulda- jafnað á móti bótum fyrir hestinn. Í dómi Hæstaréttar segir að hestarnir hafi verið reknir eftir vegum sem heita megi að allir séu innan marka Garðahrepps. Hesturinn hafi orðið fyrir bifreiðinni í Garðahreppi og verði því að ætla að þar hafi hann tap- ast úr rekstrinum. Rekstur hrossa á þessari leið verði út af fyrir sig ekki talinn brot á 63. gr. eða 64. gr. þágildandi umferðarlaga, nr. 40/1968, og ekki hafi hann varðað við ákvæði lögreglusamþykktar fyrir Kjósarsýslu, nr. 146/1941. „Að því leyti sem vera kann, að eigi hafi verið fylgt fyrirmælum niðurlagsákvæðis 2. mgr. 64. gr. umferðarlaga við reksturinn, þá ræður það ekki úrslitum í þessu máli þegar af þeirri ástæðu, að hestur gagnáfrýjanda (S) varð ekki fyrir bifreið aðaláfrýjandans (H) á vegi þeim, er hrossin voru rekin eftir“. Síðan segir að S hafi ekki getað upplýst hvar og hvernig hann tapaði af hestinum og bendi það til þess að eigi hafi verið fylgst svo vel með hrossunum sem unnt átti að vera. S hafi hins vegar hafið strax leit að hest- inum og haldið henni áfram í birtingu daginn eftir. „Þykir óhapp það, sem málið fjallar um, ekki hafa hlotist með þeim atvikum, að rétt sé af þeim sökum að lækka fébætur …“. Þá var með sömu rökum ekki fallist á að S bæri að greiða bætur vegna skemmda á bifreiðinni. Héraðsdómur hafði skipt sök í málinu og vildu tveir dóm- arar Hæstaréttar staðfesta þá niðurstöðu. H 1985 1240 Vetrarkvöld eitt ráku 4 menn 20 hross norður Eyjafjarðarbraut áleiðis til Akureyrar. Riðu tveir fyrir hópnum og tveir á eftir. Allir voru þeir í glitvestum. Vegurinn var háll, mikil snjókoma og slæmt skyggni. Sá sem fyrstur reið var nokkurn spöl á undan hópnum og þegar hann varð var við bifreið H koma akandi gaf hann henni merki sem ökumaðurinn, K, skildi sem svo að hross væru framundan. K kvaðst hafa hægt ferðina og sveigt til hægri en það dugði ekki til og urðu tvö hross fyrir bifreið- inni, annað drapst en hitt slasaðist. Viðbrögð K voru ekki talin hafa verið nægilega markviss og þótti hann ekki hafa sýnt þá varkárni, er honum bar samkvæmt umferð- arlögum. Rekstrarmennirnir hafi hins vegar hagað sér í samræmi við ákvæði umferðarlaga. H var dæmdur til að greiða bætur fyrir hrossin. H 1986 1422 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.