Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 91

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 91
þegar rekið er í myrkri heldur en björtu. Loks má nefna að rekstrarmenn verða að valda hlutverki sínu. Ekki dugar að safna saman óreyndu fólki eða vanbúnu á annan hátt, hvort sem rekstrarmenn eru gangandi eða ríðandi. 3.3 Reiðmenn og svipuð tilvik Í inngangi var þess getið að ekki væri ætlunin að fjalla um þau tilvik þegar menn beinlínis beita dýrum fyrir sig til að valda tjóni, enda væri þá um að ræða atferli mannsins en ekki dýrsins. Stundum getur þó samband manns og dýrs verið svo náið að vandséð er af hvors völdum tjónsatburðurinn stafar. Þannig stendur t.d. á þegar tjón verður af völdum hests sem maður situr og verða nú reifaðir tveir dómar þar sem fjallað er um þessi álitaefni. Þá verður einnig vikið að því er menn fara með dýr í taumi eða stjórna þeim á sýningum. H 1968 470 Tveir hestamenn, S og B, tóku þátt í hópreið á vegum hestamannafélags. M.a. var riðið í gegnum Hafnarfjörð og riðu menn þar mjög þétt. S reið fyrir aftan B. B teymdi einn hest með sér sem allt í einu stakk við fótum og sló S, er reið næstur á eftir honum, og fótbrotnaði hann. B var sýknaður af bótakröfu S með þeim rökum að ekki hafi verið sýnt fram á að hesturinn hafi verið slíkur skaðræðisgripur að hann teldist hættulegur umhverfi sínu. Þá hafi heldur ekki „verið leitt í ljós, að hesturinn hafi verið haldinn öðrum eiginleikum en þeim, sem almennt koma fram hjá hestum, er þeir koma margir saman“. B var ekki talinn hafa sýnt af sér gálaust reiðlag eða taumhald á hestum sínum. H 1989 1280 L reið einhesta eftir sveitavegi í myrkri. Hún lýsti atvikum nánar þannig að hún hefði séð bjarma af bílljósum og örskömmu síðar hafi bifreið komið yfir hæðarbrún á veginum. Ljósin hafi blindað hestinn, hann fælst, tekið af sér völdin og stefnt í ljósin. Varð þarna árekstur og féll L af baki. Hesturinn slasaðist og þurfti að aflífa hann. Ökumaður bifreiðarinnar, G, höfðaði mál á hendur L og krafðist bóta vegna skemmda á bifreiðinni. Í dóminum segir að L hafi mátt gera ráð fyrir umferð öku- tækja um veginn og þá hafi hún ekki verið hægra megin á honum svo sem boðið sé í umferðarlögum. Slysið var því að hluta til rakið til gáleysis hennar, en G var einnig talinn eiga sök vegna óvarkárni miðað við aðstæður. Var L dæmd til að greiða 1/4 hluta tjóns hans. Hér á undan hefur verið gerð grein fyrir 1. mgr. 3. gr. umferðarlaganna, sem býður að þau gildi um umferð reiðmanna eftir því sem við eigi. Verði tjón af völdum hesta, er menn sitja, verður við úrlausn mála litið til þess hvort maður- inn hafi farið að umferðarlögum eða ekki og hafi hann ekki gert það verður það væntanlega metið honum til sakar, sbr. síðargreinda dóminn. Þá verður og að líta til þess hvernig maðurinn, sem situr hest eða teymir, hefur hagað sér. Verður að líta til þess hvað er góð reiðmennska og einnig hvað telst viðunandi fram- koma gagnvart öðrum, sem á vegi reiðmannsins verða, hvort sem um er að ræða ökutæki, ríðandi eða gangandi fólk, sbr. almenn varúðarákvæði umferðarlag- anna. Þá ber að nefna að vitneskja reiðmannsins um slæma eiginleika hestsins 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.