Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 110

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 110
þeirra samkvæmt felst í stjórnarskrárákvæðum. Lykilatriðið er þó þetta: Árið 1995 var talið að 70. gr. festi það í stjórnarskrá að dómstólar ættu a.m.k að endurskoða hvort málsmeðferðarreglna hefði verið gætt, ákvörðun verið byggð á lögmætum sjónarmiðum og hvort hún væri í lögmætu formi. Það er hins vegar ekkert í 60. gr. stjórnarskrárinnar né 70. gr. hennar sem kemur í veg fyrir að dómstólar endurskoði að fullu alla þætti stjórnvaldsákvarðana. Eina ákvæði stjórnarskrárinnar sem hugsanlega gæti takmarkað endurskoðunarvald þeirra er 2. gr. sem segir m.a. að forseti og önnur stjórnarvöld fari með fram- kvæmdarvaldið. Við erum sem sé komin aftur að þrígreiningunni og því hvað felst í dómsvaldinu annars vegar og framkvæmdarvaldinu hins vegar. 5. ÁKVÆÐI SEM FELA STJÓRNVÖLDUM FULLNAÐARÚRSKURÐ- ARVALD Enn hefur ekkert verið fjallað um ákvæði sem fela stjórnvöldum fullnaðar- úrskurðarvald. Um þau er fátt eitt að segja. Slík ákvæði eru fá. Ólafur Jóhannes Einarsson taldi saman árið 1999 að frá 1990 hefðu aðeins þrjú ný slík ákvæði verið fest í lög.34 Síðan þá hafa tvö bæst við – eitt í lögum sem eru eldri að stofni til en voru endurútgefin og eitt um úrskurðarvald yfirskatta- nefndar um olíu- og kílómetragjald, en það hafði nefndin einnig samkvæmt eldri lögum.35 Mörg slík eldri ákvæði hafa verið meira eða minna hunsuð, sum vegna þess að það er ekkert annað við þau að gera.36 Að sumu leyti eru þessi ákvæði því deyjandi vandamál í stjórnsýslurétti. Í skýrslu um Starfsskilyrði stjórnvalda frá 1999 er byggt á því, að erfitt sé að rökstyðja það að fólk eigi ekki að geta leitað til dómstóla um það hvort matskenndar ákvarðanir hafi verið lögmætar og byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og leggur því til að athugað verði hvort ekki eigi að fella slík ákvæði úr lögum.37 Árið 1992 komst Davíð Þór Björgvinsson að þeirri niðurstöðu að endur- skoðun dómstóla væri svipuð óháð því hvort um slík ákvæði væri að ræða.38 Í Danmörku eru svona ákvæði talin hafa þau áhrif að dómstólar fari heldur grynnra ofan í mat stjórnvalda heldur en þeir myndu ella gera.39 Ég held, að 34 Ólafur Jóhannes Einarsson: Endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum stjórnvalds- ákvörðunum. (Lokaritgerð við HÍ) 1999, bls. 22. 35 Sjá 34. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna, en þau voru að stofni til lög 92/1976. Lög nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald o.fl. vísa bæði til þess að unnt sé að kæra tilteknar ákvarðanir ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga um yfirskattanefnd og til þess að úrskurður yfirskattanefndar sé fullnaðarúrskurður (sjá 2. og 4. mgr. 18. gr. laganna). 36 Í þeim hópi er 15. gr. laga um yfirskattanefnd nr. 30/1992. Fyrsta málsgrein hennar er svohljóð- andi: „Úrskurður yfirskattanefndar er fullnaðarúrskurður um skattfjárhæð. Ágreining um skatt- skyldu og skattstofna má þó bera undir dómstóla“. 37 Starfsskilyrði stjórnvalda, bls. 150-151. 38 Davíð Þór Björgvinsson: „Lagákvæði á sviði sifjaréttar sem fela stjórnvöldum úrskurðarvald“. Afmælisrit – Gizur Bergsteinsson níræður 18. apríl 1992, bls. 206. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.