Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 114

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 114
frumvarpinu yrði breytt í meðförum þingsins. Formaður vék því næst að úrskurði Samkeppnisráðs, nr. 5/2004, þar sem LMFÍ var sektað um kr. 3.500.000 vegna meintra brota á 10. og 12. gr. samkeppnislaga við gerð kostn- aðargrunns félagsins. Gerði Gunnar grein fyrir helstu málavöxtum og tilefni kostnaðargrunnsins og lýsti jafnframt undrun sinni og vonbrigðum með niður- stöðu Samkeppnisráðs. Að lokinni ræðu formanns kynnti Jóhannes Karl Sveinsson hrl. helstu nið- urstöður úr vinnu stjórnar félagsins í tengslum við „Access to Justice“ innan stjórnsýslunnar, þ.e.a.s. það hvort ómöguleiki á að fá lögfræðikostnað málsað- ila borinn uppi af hinu opinbera í ágreiningsmálum er varða stjórnsýsluna, tak- marki aðgang að „réttlæti“. Jafnframt hvort sú staða sé í andstöðu við hug- myndir um raunverulegt jafnræði aðila kærumála í stjórnsýslunni. Fór Jóhannes yfir helstu reglur sem gilda um gjafsókn fyrir dómstólum, sem hann taldi að skiluðu hlutverki sínu. Hann benti á að vandamálið væri hins vegar sá kostnaður sem félli á einstaklinga þegar þeir þurfa að gæta hagsmuna sinna við rekstur mála fyrir úrskurðarnefndum í stjórnsýslunni. Jóhannes kvað að erfitt væri fyrir borgarana að sleppa skaðlausa frá málarekstri innan stjórnsýslunnar í flóknum málum þar sem sérfræðiaðstoðar væri þörf. Taldi hann nokkrar leiðir færar til að bæta úr þessu. M.a. kæmi til greina að veita viðkomandi úrskurðaraðila úrskurðarvald um kostnað með tilheyrandi breytingum á einstökum lögum. Einnig kæmi til greina að hafa einhverskonar „miðlægt“ afgreiðsluferli á kostn- aðarmálum, þar sem lagðir væru fram reikningar til ákvörðunar. Loks kæmi til greina að bæta inn almennu ákvæði í stjórnsýslulög sem heimilaði að kær- endum yrði ákvarðaður kostnaður af því að halda uppi kærum sem ná fram að ganga. Taldi Jóhannes þriðju leiðina heppilegasta en það yrði væntanlega hlut- verk næstu stjórnar að kynna og setja fram nánari hugmyndir. Að lokinni ræðu formanns og kynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar gerði Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri félagsins, grein fyrir ársreikningi þess og Námssjóðs fyrir árið 2003, en reikningurinn fylgdi prentaðri ársskýrslu stjórn- arinnar. Fram kom í máli framkvæmdastjórans að afkoma félagsins í heild hefði verið jákvæð og tekjur umfram gjöld numið tæpum tveimur milljónum króna á rekstrarárinu. Hins vegar hafi útistandandi árgjöld og skuldir hjá viðskipta- mönnum hækkað nokkuð. Að lokinni umfjöllun og umræðum um reikning félagsins fyrir árið 2003 var hann borinn undir fundarmenn og hann sam- þykktur samhljóða. 2. Kosningar Gunnar Jónsson hrl. gaf kost á sér til endurkjörs í stöðu formanns félagsins og var hann sjálfkjörinn. Auk Gunnars voru kjörnir í aðalstjórn til næstu tveggja ára þau Jóhannes Albert Sævarsson hrl. og Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl., en áfram sitja í stjórn Ólafur Rafnsson hdl. og Ragnheiður Bragadóttir hdl. Í þriggja manna varastjórn voru kjörin Stefán Geir Þórisson hrl., Heimir Örn Herbertsson hdl. og Helga Jónsdóttir hdl. 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.