Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 115

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 115
Gústaf Þór Tryggvason hrl. og Othar Örn Petersen hrl. voru kjörnir endur- skoðendur og Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl. til vara. Í laganefnd voru kjörin Óttar Pálsson hdl., Oddný Mjöll Arnardóttir hdl., Birgir Már Ragnarsson hdl., Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. og Sif Konráðs- dóttir hrl. 3. Reglur um endurmenntun lögmanna Að kosningunum loknum tók til máls Ólafur Rafnsson hdl. og kynnti vinnu starfshóps um endurmenntunarskyldu lögmanna. Lýsti Ólafur helstu kostum og göllum reglna um skylduendurmenntun. Benti hann á að almennt væru menn sammála um gildi endurmenntunar, en ágreiningur væri hins vegar um skyld- una. Ólafur greindi frá því að starfshópurinn hafi lagt upp með tiltölulega fáar endurmenntunarstundir í upphafi, þannig að þær ættu ekki að virka takmarkandi fyrir störf eða fjárhag lögmanna. Hafi vinnuhópurinn þannig lagt drög að því að um þriggja ára ferli yrði að ræða sem fæli í sér einingafjölda samsvarandi tveimur u.þ.b. 2-3 klst. námskeiðum á ári. Einnig mætti ná í slíkar einingar með öðrum hætti, t.d. kennslu, greinaskrifum, nefndarsetu o.fl. Hins vegar þyrfti að huga vel að lagaheimildum fyrir t.d. beitingu viðurlaga, ásamt aðlögun slíkrar skyldu að siðareglum lögmanna. 4. Önnur mál Undir liðnum önnur mál tók fyrst til máls Dögg Pálsdóttir hrl. Í upphafi máls síns fagnaði hún breyttu kynjahlutfalli nýkjörinnar stjórnar. Því næst vék hún að meðferð dómnefndar um umsækjendur um stöðu héraðsdómara á lögmönnum sem nýlega sóttu um stöðu héraðsdómara. Taldi Dögg að vegið hefði verið að virðingu lögmannsstarfsins og skoraði hún á fulltrúa lögmanna í dómnefndinni að útskýra sjónarmið nefndarinnar. Taldi hún ekkert gegnsæi og samræmi í reglum nefndarinnar og væri ástæða fyrir nýja stjórn félagsins að setja á fót nefnd til að kanna störf dómnefndarinnar. Gestur Jónsson hrl. tók til máls og gerði að umtalsefni úrskurð Samkeppn- isráðs í máli félagsins. Taldi Gestur þetta mál varða svo mikla grundvallarhags- muni að athuga þyrfti mjög alvarlega hvort láta ætti túlkanir úrskurðarins standa. Fannst Gesti að sú vinna sem fór fram af hálfu LMFÍ í tengslum við gerð kostnaðargrunnsins hefði verið málefnaleg þó svo að hægt hefði verið að túlka hana á annan hátt. Næst tók til máls Lára V. Júlíusdóttir hrl. og svaraði athugasemdum Daggar Pálsdóttur hrl. um störf dómnefndar um hæfi dómara. Gerði Lára grein fyrir þeim verklagsreglum sem gilda hjá nefndinni og upplýsti að hún teldi sig hafa unnið nefndarstarf sitt eftir bestu samvisku. Hún var þó sammála Dögg um að skýrari reglur mættu liggja fyrir og fagnaði umræðu um þetta mál. Þá tók til máls Magnús Haukur Magnússon hrl. og tók undir orð Gests Jóns- sonar. Benti Magnús á að lögmenn ættu ekki eiga vera hræddir við sannleikann. 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.