Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Page 115
Gústaf Þór Tryggvason hrl. og Othar Örn Petersen hrl. voru kjörnir endur-
skoðendur og Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl. til vara.
Í laganefnd voru kjörin Óttar Pálsson hdl., Oddný Mjöll Arnardóttir hdl.,
Birgir Már Ragnarsson hdl., Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. og Sif Konráðs-
dóttir hrl.
3. Reglur um endurmenntun lögmanna
Að kosningunum loknum tók til máls Ólafur Rafnsson hdl. og kynnti vinnu
starfshóps um endurmenntunarskyldu lögmanna. Lýsti Ólafur helstu kostum og
göllum reglna um skylduendurmenntun. Benti hann á að almennt væru menn
sammála um gildi endurmenntunar, en ágreiningur væri hins vegar um skyld-
una. Ólafur greindi frá því að starfshópurinn hafi lagt upp með tiltölulega fáar
endurmenntunarstundir í upphafi, þannig að þær ættu ekki að virka takmarkandi
fyrir störf eða fjárhag lögmanna. Hafi vinnuhópurinn þannig lagt drög að því að
um þriggja ára ferli yrði að ræða sem fæli í sér einingafjölda samsvarandi
tveimur u.þ.b. 2-3 klst. námskeiðum á ári. Einnig mætti ná í slíkar einingar með
öðrum hætti, t.d. kennslu, greinaskrifum, nefndarsetu o.fl. Hins vegar þyrfti að
huga vel að lagaheimildum fyrir t.d. beitingu viðurlaga, ásamt aðlögun slíkrar
skyldu að siðareglum lögmanna.
4. Önnur mál
Undir liðnum önnur mál tók fyrst til máls Dögg Pálsdóttir hrl. Í upphafi máls
síns fagnaði hún breyttu kynjahlutfalli nýkjörinnar stjórnar. Því næst vék hún að
meðferð dómnefndar um umsækjendur um stöðu héraðsdómara á lögmönnum
sem nýlega sóttu um stöðu héraðsdómara. Taldi Dögg að vegið hefði verið að
virðingu lögmannsstarfsins og skoraði hún á fulltrúa lögmanna í dómnefndinni
að útskýra sjónarmið nefndarinnar. Taldi hún ekkert gegnsæi og samræmi í
reglum nefndarinnar og væri ástæða fyrir nýja stjórn félagsins að setja á fót
nefnd til að kanna störf dómnefndarinnar.
Gestur Jónsson hrl. tók til máls og gerði að umtalsefni úrskurð Samkeppn-
isráðs í máli félagsins. Taldi Gestur þetta mál varða svo mikla grundvallarhags-
muni að athuga þyrfti mjög alvarlega hvort láta ætti túlkanir úrskurðarins
standa. Fannst Gesti að sú vinna sem fór fram af hálfu LMFÍ í tengslum við
gerð kostnaðargrunnsins hefði verið málefnaleg þó svo að hægt hefði verið að
túlka hana á annan hátt.
Næst tók til máls Lára V. Júlíusdóttir hrl. og svaraði athugasemdum Daggar
Pálsdóttur hrl. um störf dómnefndar um hæfi dómara. Gerði Lára grein fyrir
þeim verklagsreglum sem gilda hjá nefndinni og upplýsti að hún teldi sig hafa
unnið nefndarstarf sitt eftir bestu samvisku. Hún var þó sammála Dögg um að
skýrari reglur mættu liggja fyrir og fagnaði umræðu um þetta mál.
Þá tók til máls Magnús Haukur Magnússon hrl. og tók undir orð Gests Jóns-
sonar. Benti Magnús á að lögmenn ættu ekki eiga vera hræddir við sannleikann.
115