Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 14
357 greininni teljast tákn aðeins vörumerki ef þau eru til þess fallin að greina vörur eða þjónustu merkiseiganda frá vörum eða þjónustu annarra. Venju- lega er vísað til þessa skilyrðis sem nauðsynjar þess að tákn skuli hafa sér- kenni.40 Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar geta öll tákn hugsanlega talist vöru- merki. Í greininni er að finna lista, sem er þó ekki tæmandi, og engin tákn eru sjálfkrafa útilokuð.41 Litir, hljóð, lykt eða bragð eru ekki útilokuð frá því að teljast skráningarhæf sem Evrópuvörumerki. Í 7. tölul. 3. gr. viðmið- unarreglna skráningarskrifstofu ESB42 er skráning vörumerkis í lit heimiluð og í 2. og 3. tölul. 8. gr. er skráning lita nefnd. Þá er gert ráð fyrir að litasam- setningar geti myndað vörumerki, sbr. grein 1. tölul. 15. gr. TRIPS-samn- ingsins. Í a-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, um skilyrði fyrir synjun umsóknar um skráningu, segir að tákn sem ekki falli undir skilyrði 4. gr. skuli ekki skrá. Í Baby-Dry-málinu var fjallað um sambandið milli skilgreiningar á vörumerki í 4. gr. og skilyrði fyrir synjun skráningar í 7. gr. Þar var tekið fram að greinarnar sköruðust þar sem sú fyrri fjallaði um jákvæð skilyrði en sú síðari um neikvæð skilyrði.43 2.2.3 Hverjir geta átt Evrópuvörumerki? Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um Evrópuvörumerki.44 Í 5. gr., sem sætt hefur breytingum og verið einfölduð síðan reglugerðin tók upp- haflega gildi, segir nú að sérhver einstaklingur eða lögaðili, þ.m.t. opinberir aðilar, geti verið eigendur Evrópuvörumerkis. 2.2.4 Notkun í samræmi við góða viðskiptahætti Í 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að eigandi Evrópuvöru- merkis geti bannað þriðja aðila að nota í atvinnuskyni eins eða líkt tákn í tengslum við eins eða svipaðar vörur eða þjónustu. Hins vegar segir í 12. gr. að ekki sé mögulegt að hindra notkun vörumerkis í lýsandi tilgangi og í b-lið greinarinnar er kveðið á um að Evrópuvörumerki veiti rétthafa þess ekki heimild til að banna þriðja aðila að nota í viðskiptum upplýsingar um gerð, gæði, fjölda, áætlaða notkun, verð, upprunaland eða framleiðslutíma vöru, tíma þegar þjónusta var innt af hendi eða aðra eiginleika vöru eða þjónustu, noti hann fyrrnefnd atriði í samræmi við heiðarlega eða góða við- 40 Gioia (2004), bls. 979. 41 Mollet-Viéville, T.: „Absolute Grounds for Refusal“. Í Franzosi, M. (ritstjóri), European Community Trade Mark, Commentary to the European Community Regulations. Kluwer Law International, 1997, bls. 184 og 188. 42 Guidelines concerning proceedings before the Office for Harmonization in the Internal Market, (Trade marks and Designs), (Viðmiðunarreglur skráningarskrifstofu ESB). http:// oami.eu.int/en/mark/marque/direc.htm. 43 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 43. mgr. álitsins. 44 Van Kaam (1997), bls. 178.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.