Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 14
357
greininni teljast tákn aðeins vörumerki ef þau eru til þess fallin að greina
vörur eða þjónustu merkiseiganda frá vörum eða þjónustu annarra. Venju-
lega er vísað til þessa skilyrðis sem nauðsynjar þess að tákn skuli hafa sér-
kenni.40
Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar geta öll tákn hugsanlega talist vöru-
merki. Í greininni er að finna lista, sem er þó ekki tæmandi, og engin tákn
eru sjálfkrafa útilokuð.41 Litir, hljóð, lykt eða bragð eru ekki útilokuð frá
því að teljast skráningarhæf sem Evrópuvörumerki. Í 7. tölul. 3. gr. viðmið-
unarreglna skráningarskrifstofu ESB42 er skráning vörumerkis í lit heimiluð
og í 2. og 3. tölul. 8. gr. er skráning lita nefnd. Þá er gert ráð fyrir að litasam-
setningar geti myndað vörumerki, sbr. grein 1. tölul. 15. gr. TRIPS-samn-
ingsins.
Í a-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, um skilyrði fyrir synjun umsóknar
um skráningu, segir að tákn sem ekki falli undir skilyrði 4. gr. skuli ekki
skrá. Í Baby-Dry-málinu var fjallað um sambandið milli skilgreiningar á
vörumerki í 4. gr. og skilyrði fyrir synjun skráningar í 7. gr. Þar var tekið
fram að greinarnar sköruðust þar sem sú fyrri fjallaði um jákvæð skilyrði en
sú síðari um neikvæð skilyrði.43
2.2.3 Hverjir geta átt Evrópuvörumerki?
Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um Evrópuvörumerki.44 Í 5. gr.,
sem sætt hefur breytingum og verið einfölduð síðan reglugerðin tók upp-
haflega gildi, segir nú að sérhver einstaklingur eða lögaðili, þ.m.t. opinberir
aðilar, geti verið eigendur Evrópuvörumerkis.
2.2.4 Notkun í samræmi við góða viðskiptahætti
Í 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að eigandi Evrópuvöru-
merkis geti bannað þriðja aðila að nota í atvinnuskyni eins eða líkt tákn í
tengslum við eins eða svipaðar vörur eða þjónustu. Hins vegar segir í 12.
gr. að ekki sé mögulegt að hindra notkun vörumerkis í lýsandi tilgangi og
í b-lið greinarinnar er kveðið á um að Evrópuvörumerki veiti rétthafa þess
ekki heimild til að banna þriðja aðila að nota í viðskiptum upplýsingar um
gerð, gæði, fjölda, áætlaða notkun, verð, upprunaland eða framleiðslutíma
vöru, tíma þegar þjónusta var innt af hendi eða aðra eiginleika vöru eða
þjónustu, noti hann fyrrnefnd atriði í samræmi við heiðarlega eða góða við-
40 Gioia (2004), bls. 979.
41 Mollet-Viéville, T.: „Absolute Grounds for Refusal“. Í Franzosi, M. (ritstjóri), European
Community Trade Mark, Commentary to the European Community Regulations. Kluwer Law
International, 1997, bls. 184 og 188.
42 Guidelines concerning proceedings before the Office for Harmonization in the Internal
Market, (Trade marks and Designs), (Viðmiðunarreglur skráningarskrifstofu ESB). http://
oami.eu.int/en/mark/marque/direc.htm.
43 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 43. mgr. álitsins.
44 Van Kaam (1997), bls. 178.