Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 100
443
stofnazt um 33.33% eignarhlut GG lóðinni og í því sambandi vísað til þess, að
umboðsskortur hans gæti ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að milli hans og L hefði
komizt á samningur, annars efnis en fólst í gagntilboði því, er áður greinir.
Það er ekki óhugsandi að umbjóðandi hafi sérstaka hagsmuni af því,
að ekki liggi ljóst fyrir hver hann er, þegar gert er tilboð í fasteign. Vera
kann, að hann telji, að það gæti haft áhrif á hugsanlegt kaupverð. Það er
ekki útilokað, að slíkar ástæður hafi legið að baki í framangreindu máli. Er
ástæðulaust að gera það að skilyrði, að upplýst sé hver hann er, enda ábyrg-
ist umboðsmaðurinn sjálfur, að hann hafi umboð til þeirra ráðstafana, sem
hann gerir í nafni umbjóðanda síns, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 7/1936. Í
framangreindum dómi voru skilyrði skaðabóta fyrir hendi, en vegna grand-
semi fulltrúa tjónþola (tilboðsgjafa/umbjóðanda) var kröfu um skaðabæt-
ur hafnað. Ef tilboðsmóttakandi telur mikilvægt að fá upplýst, þrátt fyrir
ábyrgð umboðsmanns, hver tilboðsgjafi er, getur hann krafizt að fá að vita
það. Sé vitneskjan ákvörðunarástæða fyrir hann, getur hann eftir atvikum
hafnað tilboðinu, ef neitað er að upplýsa um tilboðsgjafann.
4. SKULDBINDINGAR SAMKVÆMT KAUPSAMNINGI UM FAST-
EIGN. RÉTTARÁHRIF
Þegar kaupsamningur um fasteign hefur stofnazt samkvæmt þeim
reglum, sem fkpl. mæla fyrir um, er hann skuldbindandi. Með tilboði og
samþykki þess hafa aðiljarnir samþykkt að undirgangast þær reglur, sem
gilda um fasteignakaup samkvæmt fkpl. Enn fremur hafa þeir skuldbundið
sig til þess að hlíta reglum í öðrum lögum, sem varða þessa tegund samninga
og geta haft þýðingu, t.d. lög um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001,
þinglýsingalög, nr. 38/1978, og lög um samningsveð, nr. 75/1997. Eins og
áður segir, geta aðiljar samið sig undan ákvæðum fkpl., sbr. 1. mgr. 5. gr.
laganna, enda sé ekki um neytendakaup að ræða, sbr. 6. gr. þeirra. Í þeim
tilvikum eru takmarkanir á frelsi til að semja sig undan lögunum, þ.e. í þeim
tilvikum, sem slíkir samningar myndu skerða réttindi kaupanda, sbr. 2. mgr.
5. gr. laganna.
Þegar metið er efni og réttaráhrif samnings, hér samnings um kaup á
fasteign, er það gert með túlkun á samningnum. Túkun felst í tvennu. Ann-
ars vegar í skýringu á efni samningsins, en markmið hennar er að leiða í ljós,
hvers efnis samningurinn er, þ.e. um hvað aðiljarnir voru í raun að semja.
Hins vegar fyllingu, en markmið hennar er að marka samningi réttaráhrif á
grundvelli réttarreglna eða annarra réttarheimilda.12
Sú tvígreining, sem fram kemur að ofan, þ.e. að greina túlkun í skýr-
ingu og fyllingu, er viðhöfð í flestum norrænum fræðiritum, þótt yfirleitt séu
12 Framangreind hugtakanotkun er í samræmi við þá, sem notuð er í riti Páls Sigurðssonar:
Samningaréttur, bls. 46 og áfram, sbr. einkum bls. 52-56.