Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 16
359 talið vera veigamest51 og er það tekið fram í formála tilskipunarinnar. Sömu orð eru notuð til að lýsa hlutverki Evrópuvörumerkis í reglugerðinni. Því má segja að vörumerki bendi á uppruna vöru eða þjónustu, gefi framleiðendum færi á að byggja upp orðspor fyrir vöru sína með framtíðarsölu í huga og sé sem slíkt verðmætt tæki til markaðssetningar. Það má enn fremur telja mikil- vægt fyrir kaupendur að geta þekkt uppruna vöru. Vörumerki getur ekki einungis haft jákvæð áhrif fyrir seljandann, heldur einnig neikvæð, þ.e. bent á slaka vöru líkt og góða og vandaða.52 Þegar neytandi kemst að því að hann vill ekki ákveðna vöru verður merkið marktækt viðvörunarmerki. Þegar árið 1978 hugleiddi dómstóllinn hlutverk vörumerkis í Hoffmann- La Roche dómnum.53 Þar var á því byggt að taka yrði tillit til þess grundvallar- hlutverks vörumerkis að tryggja að kaupandinn, eða endanlegur neytandi, þekkti uppruna hinnar vernduðu vöru, en villtist ekki á merkjum, og væri þannig gert kleift að aðgreina vöruna frá vörum með annan uppruna. Í dómi frá 1990, um vörumerkið HAG fyrir koffínlaust kaffi,54 þróaði dómstóllinn síðan skilgreiningu sína með því að fjalla um ábyrgðarhlutverk vörumerk- is. Dómstóllinn byggði niðurstöðu sína á því að vörumerkjaréttindi væru nauðsynleg til að viðhalda eðlilegri samkeppni. Til þess að vörumerkið gæti uppfyllt það hlutverk að gera fyrirtæki kleift að halda í viðskiptavini sína vegna gæða vöru eða þjónustu yrði það að fela í sér tryggingu fyrir því að all- ar vörur sem auðkenndar væru með merkinu hefðu verið framleiddar af einu fyrirtæki sem bæri ábyrgð á gæðum þeirra.55 Þessi niðurstaða undirstrikar þá sterku hagsmuni neytenda að vörumerki eigi að vera skýr vísbending sem auðveldar neytendum að velja réttu vöruna eða þjónustuna.56 Upprunahlutverk vörumerkis hefur verið skilið á tvo mismunandi vegu. Fyrri nálgunin, takmörkuð og varkár, er byggð á því viðhorfi að lögin eigi aðeins að fjalla um upprunahlutverkið og því eigi vörumerki að vísa til framleiðanda vöru eða þjónustu. Í túlkun á ákvæði a-liðar 1. mgr. 5. gr. tilskipunarinnar, um umfang einkaréttar eiganda vörumerkis, í svokölluðu Arsenal-máli sagði Colomer aðallögsögumaður í áliti sínu að þessi nálgun væri einföldunarhyggja.57 Það væri einföldunarhyggja að takmarka hlutverk vörumerkis við vísbendingu um viðskiptalegan uppruna. Reynslan hefði sýnt að í flestum tilfellum væri neytandinn grunlaus um hver framleiddi vörurnar sem hann keypti. Vörumerkið öðlaðist sjálfstætt líf í hugum neyt- enda og gæfi yfirlýsingu um gæði, orðstír og jafnvel lífsviðhorf í ákveðnum 51 Kilbey, I.: „Baby-Dry: A Victory for the Ephemera of Advertising“. E.I.P.R. (2002), bls. 494. 52 Sama heimild, bls. 494. 53 Mál nr. 102/77, Hoffmann-La Roche & Co. AG v. Centrafarm Vertriebsgesellschaft Pharma- zeutischer Erzeugnisse GmbH, (1978) ECR I-1139, 7. mgr. 54 Mál nr. C-10/89, SA CNL-Sucal NV v HAG GF AG, (1990) ECR I-3711. 55 Sami dómur, 13. mgr. 56 Kylhammar, A.: „Varumärken i ljuset av EU-utvecklingen“. 1 NIR (2005), bls. 121. 57 Enska: Simplistic reductionism.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.