Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 16
359
talið vera veigamest51 og er það tekið fram í formála tilskipunarinnar. Sömu
orð eru notuð til að lýsa hlutverki Evrópuvörumerkis í reglugerðinni. Því má
segja að vörumerki bendi á uppruna vöru eða þjónustu, gefi framleiðendum
færi á að byggja upp orðspor fyrir vöru sína með framtíðarsölu í huga og sé
sem slíkt verðmætt tæki til markaðssetningar. Það má enn fremur telja mikil-
vægt fyrir kaupendur að geta þekkt uppruna vöru. Vörumerki getur ekki
einungis haft jákvæð áhrif fyrir seljandann, heldur einnig neikvæð, þ.e. bent
á slaka vöru líkt og góða og vandaða.52 Þegar neytandi kemst að því að hann
vill ekki ákveðna vöru verður merkið marktækt viðvörunarmerki.
Þegar árið 1978 hugleiddi dómstóllinn hlutverk vörumerkis í Hoffmann-
La Roche dómnum.53 Þar var á því byggt að taka yrði tillit til þess grundvallar-
hlutverks vörumerkis að tryggja að kaupandinn, eða endanlegur neytandi,
þekkti uppruna hinnar vernduðu vöru, en villtist ekki á merkjum, og væri
þannig gert kleift að aðgreina vöruna frá vörum með annan uppruna. Í dómi
frá 1990, um vörumerkið HAG fyrir koffínlaust kaffi,54 þróaði dómstóllinn
síðan skilgreiningu sína með því að fjalla um ábyrgðarhlutverk vörumerk-
is. Dómstóllinn byggði niðurstöðu sína á því að vörumerkjaréttindi væru
nauðsynleg til að viðhalda eðlilegri samkeppni. Til þess að vörumerkið gæti
uppfyllt það hlutverk að gera fyrirtæki kleift að halda í viðskiptavini sína
vegna gæða vöru eða þjónustu yrði það að fela í sér tryggingu fyrir því að all-
ar vörur sem auðkenndar væru með merkinu hefðu verið framleiddar af einu
fyrirtæki sem bæri ábyrgð á gæðum þeirra.55 Þessi niðurstaða undirstrikar
þá sterku hagsmuni neytenda að vörumerki eigi að vera skýr vísbending sem
auðveldar neytendum að velja réttu vöruna eða þjónustuna.56
Upprunahlutverk vörumerkis hefur verið skilið á tvo mismunandi vegu.
Fyrri nálgunin, takmörkuð og varkár, er byggð á því viðhorfi að lögin eigi
aðeins að fjalla um upprunahlutverkið og því eigi vörumerki að vísa til
framleiðanda vöru eða þjónustu. Í túlkun á ákvæði a-liðar 1. mgr. 5. gr.
tilskipunarinnar, um umfang einkaréttar eiganda vörumerkis, í svokölluðu
Arsenal-máli sagði Colomer aðallögsögumaður í áliti sínu að þessi nálgun
væri einföldunarhyggja.57 Það væri einföldunarhyggja að takmarka hlutverk
vörumerkis við vísbendingu um viðskiptalegan uppruna. Reynslan hefði
sýnt að í flestum tilfellum væri neytandinn grunlaus um hver framleiddi
vörurnar sem hann keypti. Vörumerkið öðlaðist sjálfstætt líf í hugum neyt-
enda og gæfi yfirlýsingu um gæði, orðstír og jafnvel lífsviðhorf í ákveðnum
51 Kilbey, I.: „Baby-Dry: A Victory for the Ephemera of Advertising“. E.I.P.R. (2002), bls.
494.
52 Sama heimild, bls. 494.
53 Mál nr. 102/77, Hoffmann-La Roche & Co. AG v. Centrafarm Vertriebsgesellschaft Pharma-
zeutischer Erzeugnisse GmbH, (1978) ECR I-1139, 7. mgr.
54 Mál nr. C-10/89, SA CNL-Sucal NV v HAG GF AG, (1990) ECR I-3711.
55 Sami dómur, 13. mgr.
56 Kylhammar, A.: „Varumärken i ljuset av EU-utvecklingen“. 1 NIR (2005), bls. 121.
57 Enska: Simplistic reductionism.