Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 10
353
skráð og/eða hvort merki skorti sérkenni eru hluti skilyrða sem skráningar-
yfirvöld skráningarskrifstofu ESB meta að eigin frumkvæði, ex officio.
Til að skoða hvaða viðmið gilda við mat á skilyrðum skráningar Evr-
ópuvörumerkis verður rannsakaður sérstaklega umdeildur dómur, Baby-
Dry-dómurinn frá 20. september 2001,19 en hann var fyrsti dómurinn um
Evrópuvörumerkið sem kveðinn var upp af dómstólnum. Málið fjallaði um
skráningu merkisins Baby-Dry fyrir bleyjur. Vafi lék á um sérkenni merkisins
skv. b-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og hvort það væri lýsandi skv. c-lið
1. mgr. 7. gr. Dómstóllinn taldi að undirrétturinn hefði túlkað reglugerðina
ranglega með því að staðfesta úrskurð áfrýjunarnefndar um að Baby-Dry
væri ekki hæft til skráningar sem Evrópuvörumerki á grundvelli c-liðar 1.
mgr. 7. gr. um lýsandi merki. Við túlkun á framangreindum ákvæðum vakti
dómstóllinn upp margar spurningar, sérstaklega með því að túlka ákvæðin
ekki sjálfstætt.
Hér verða skoðaðar ýmsar ákvarðanir skráningarskrifstofu ESB og dóm-
ar undirréttarins og dómstólsins, þar með talin álit aðallögsögumanna,20
bæði fyrir og eftir Baby-Dry-málið. Einnig verða skoðuð mál, bæði eldri og
yngri, þar sem samhljóða ákvæði tilskipunarinnar hafa verið túlkuð í for-
úrskurðum dómstólsins, en þeim málum hefur verið vísað til dómstólsins
með vísan til 234. gr. Rómarsamningsins (áður 177. gr.).21 Áhrif Baby-Dry-
dómsins og síðari dóma og forúrskurða á íslenskan rétt verða einnig metin
hér í greininni.
2. SKRÁNINGARKERFI EVRÓPUVÖRUMERKIS
2.1 Áhrifin á innri markaðinn
Á áttunda og níunda áratug 20. aldar einkenndist þróun réttarkerfis Evr-
ópusambandsins fyrst og fremst af dómafordæmum en ekki beinni lagasetn-
ingu og litið hefur verið á innri markaðinn sem lykilatriði í þessu samhengi.
Með ákveðnum grundvallardómum voru viðskiptahindranir fjarlægðar og
dómstóllinn hvatti eða jafnvel knúði löggjafann til að bregðast við. Margir
þessara dóma eru samofnir túlkun á löggjöf innri markaðarins og gott dæmi
um gagnkvæm áhrif löggjafar og dóma má finna á sviði vörumerkja þar sem
tilskipun um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki frá 1988
tók við af meginreglum um frjálst flæði vöru sem byggðar voru á dómafor-
dæmum.22
19 Mál C-383/99 P, Procter & Gamble Company v. OHIM, frá 20. september 2001, (2001) ECR
I-6251 (Baby-Dry).
20 Enska: Advocate General.
21 Í 234. gr. Rómarsamningsins segir m.a.: „The Court of Justice shall have jurisdiction to
give preliminary rulings concerning (a) the interpretation of this Treaty…Where such a ques-
tion is raised before any court or tribunal of a Member State, that court or tribunal may, if it
considers that a decision on the question is necessary to enable it to give judgment, request the
Court of Justice to give a ruling thereon.“
22 Jacobs, F.G.: „The Evolution of the European Legal Order“. 41 CMLRev (2004), bls. 304.