Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 46
389 eingöngu til þeirrar vöru eða þjónustu sem merkið hefur í raun verið notað fyrir og geti því aðeins fengist skráð fyrir þá vöru eða þjónustu. Í úrskurðinum var beitt sömu viðmiðum og í Silk Essentials málinu nr. 12/2004, við mat á því hvort orðið úrvalsvísitala væri lýsandi eða ekki, þ.e. þeim viðmiðum sem skilgreind voru í áliti Jacobs aðallögsögumanns í Dou- blemint-málinu. Talið var að orðið úrvalsvísitala væri mjög líklegt til að vera notað sem almenn lýsing á vísitölu sem reiknuð er af úrvali fyrirtækja, þ.e. vísitölu valinna fyrirtækja, sbr. þá staðreynd að orðið hefur ratað í Íslenska orðabók frá 2002. Orðið aðallisti væri almennt notað og gagnsætt og telja yrði að allur almenningur yrði fljótur að átta sig á til hvaða eiginleika vísitölu væri vísað við notkun viðkomandi orðasambands. Einnig yrði að telja að viðkomandi eiginleikar, þ.e. að um útvalda vísitölu af aðallista væri að ræða, væru mikilvægir þegar litið væri til meðferðar og umfjöllunar um vísitölur. Hins vegar yrði við mat á skráningarhæfi vörumerkja að taka tillit til hvort sérkenni hefði skapast við notkun, sbr. 2. mgr. 13. gr. vml. Þegar um lýsandi orðasamband væri að ræða yrði ekki talið að slíkt merki gæti öðlast nægilegt sérkenni til skráningar fyrr en það hefði fengið yfirfærða merkingu með markaðsfestu, sbr. t.d. Morgunblaðið. Álitamál væri þó hvenær merk- ing hefur yfirfærst þannig. Fyrir nefndina voru lögð ítarleg gögn frá tíma- bilinu 1. mars 1998 til áramóta 2005-2006, sem áttu að sýna notkun orða- sambandsins úrvalsvísitala aðallista sem vörumerkis í tengslum við starfsemi áfrýjanda með vísitölur. Við mat á gögnunum var eingöngu talið unnt að taka tillit til notkunar umrædds orðmerkis fyrir umsóknardag 4. júní 2002 og var vísað til fyrri úrskurðar nefndarinnar í því sambandi. Gögnin leiddu í ljós að orðið úrvalsvísitala hefði verið í stöðugri notkun sem heiti á þjónustu áfrýjanda fyrir umsóknardag og því var það mat nefndarinnar að þau leiddu að því yfirgnæfandi líkur að á umsóknardegi hefðu þeir aðilar sem afskipti og þekkingu hafa á verðbréfamarkaði hér á landi talið orðið úrvalsvísitala vörumerki áfrýjanda í tengslum við starfsemi hans með vísitölur. Gögnin leiddu hins vegar ekki í ljós að sama gilti um orðasambandið úrvalsvísitala aðallista. Þó var talið, í ljósi þess að orðið úrvalsvísitala teldist hafa áunnið sér sérkenni á grundvelli 2. mgr. 13. gr. vml., að orðasambandið í heild væri skráningarhæft, sbr. 1. mgr. 15. gr. vml. Niðurstaða nefndarinnar var því sú að skrá mætti orðasambandið úrvalsvísitala aðallista fyrir þá starfsemi sem orðhlutinn úrvalsvísitala hefði öðlast markaðsfestu fyrir. hefur verið notað fyrir og geti því aðeins verið skráð í samræmi við það.“ Alþt. 1996-1997, A- deild, bls. 2089-2090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.