Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 114
457
4. Námsferð
Námsferð félagsins til Suður-Afríku tókst afar vel en 41 fór í ferðina.
Lögfræðileg dagskrá var skipulögð af hjónunum Davíð Þór Björgvinssyni og
Svölu Ólafsdóttur. Háskólinn í Jóhannesarborg var heimsóttur en þar hlust-
aði hópurinn á fyrirlestra um réttarkerfið í Suður-Afríku og vernd mann-
réttinda. Stjórnlagadómstóll Suður-Afríku var heimsóttur og var að margra
mati hápunktur ferðarinnar. Helsta hlutverk dómstólsins er að dæma um
samræmi laga og ákvarðana stjórnvalda við stjórnarskrá landsins. Ein af
þremur höfuðborgum Suður-Afríku, Pretoría, var heimsótt en þar er aðset-
ur æðstu stjórnsýslunnar í landinu. Dómsmálaráðuneytið var heimsótt og
þar var fjallað um þróun stjórnarskrárinnar og helstu verkefni sem þar er á
döfinni við uppbyggingu laga- og réttarkerfisins í Suður-Afríku. Í Háskóla
Pretoríu var kynning á laganáminu. Hluti hópsins heimsótti lögmannsstofu
í Pretoríu á meðan hinir hlustuðu á fyrirlestur um fjárfestingarmöguleika í
Suður-Afríku. Þingið í Höfðaborg var heimsótt sem og lögmannsstofa í mið-
borg Höfðaborgar. Á heimasíðu félagsins er hægt að lesa nánar um ferðina.
5. Heimasíða
Heimasíða LÍ, www.logfraedingafelag.is, var endurnýjuð og ýmsum upp-
lýsingum komið á hana.
6. Lög félagsins
Með samþykkt nýrra laga hefur þeim sem útskrifast með BA próf í lögfræði
verið veittur aðgangur að félaginu og hafa allnokkrir þegar nýtt sér það.
7. Lokaorð
Svo sem skýrsla stjórnar ber með sér hefur starfsemi Lögfræðingafélags-
ins almennt verið með hefðbundnu sniði þetta stutta starfsár.
Benedikt Bogason, formaður Lögfræðingafélags Íslands.
FRá LöGMANNAFéLAGI íSLANDS
Aðalfundur 2006
Aðalfundir Lögmannafélags Íslands og félagsdeildar LMFÍ fóru fram á
Radisson SAS Hótel Sögu, föstudaginn 10. mars 2006. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa voru til afgreiðslu á fundunum, tillögur um breytingar á sam-
þykktum félagsins og reglum félagsdeildar, tillögur um breytingar á skipu-
lagsskrá Námssjóðs LMFÍ og svo tillaga um hækkun árgjalds til félagsins.
Fundarstjóri var Hjördís Harðardóttir, hdl., og fundaritari Arnar Þór Stef-
ánsson, hdl.