Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 31
374
áliti sínu í Baby-Dry-málinu að það kæmi í veg fyrir skráningu tákna eða
merkja sem væru eingöngu eða fullkomlega lýsandi fyrir eiginleika viðkom-
andi vöru eða þjónustu. Hann hélt því ennfremur fram að skv. b-lið 12. gr.
reglugerðarinnar mættu vörumerki innihalda lýsandi tákn eða merki. Ef svo
væri ekki hefði greinin engan tilgang. Því útilokaði ákvæði c-liðar 1. mgr. 7.
gr. reglugerðarinnar vörumerki sem samanstæðu eingöngu af lýsandi tákn-
um og skorti þar með sérkenni.132
Í áliti Jacobs aðallögsögumanns í Baby-Dry-málinu færði hann og rök
fyrir því að þótt aðalhlutverk bleyja væri að halda börnum þurrum væri
hugtakið Baby-Dry ekki notað í daglegu máli til að vísa til bleyja eða hlut-
verks þeirra. Niðurstaða hans var í reynd sú að orðin minntu ekki sjálfkrafa
á bleyjur, þau gætu t.d. vísað til regnhlífa fyrir kerrur eða þurrkara. Þótt
bleyjur væru hannaðar með það í huga að halda börnum þurrum taldi aðal-
lögsögumaðurinn að orðin Baby-Dry væru m.a óvenjuleg samsetning.133 Af
þessum ástæðum komst hann að þeirri niðurstöðu að dómur undirréttarins
væri rangur.134
Í Baby-Dry-dómnum135 vísaði dómstóllinn fyrst til 1. mgr. 7. gr. og 12.
gr. reglugerðarinnar og ályktaði að væru þessar greinar túlkaðar saman væri
ljóst að tilgangur banns við skráningu tákns, sem væri eingöngu lýsandi,
sem vörumerkis væri að koma í veg fyrir skráningu sem gæti ekki uppfyllt
það hlutverk að auðkenna fyrirtækið sem í hlut ætti og merkið skorti því
sérkenni fyrir það hlutverk. Ákvæðin væru því samrýmanleg ákvæðum 4.
gr. reglugerðarinnar, sem felur í sér að hægt er að eigna sér tákn, og tákn-
in sem vísað er til í c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar væru því eingöngu
þau sem geta við eðlilega notkun gefið neytendum til kynna um hvaða vöru
eða þjónustu er að ræða, annaðhvort beint eða með skírskotun til eins af
eiginleikum hennar. Því skyldi ekki synja umsókn um skráningu merkis sem
samanstendur af lýsandi táknum nema samsetning þeirra sé á engan hátt
frábrugðin því hvernig vara eða þjónusta, eða eiginleikar hennar, er kynnt
neytendum.136
Dómstóllinn neitaði að meta eingöngu einstök tákn sem merkið væri
samsett úr og hélt því fram að „sérhver merkjanlegur munur“ milli orða-
samsetningarinnar sem sótt væri um skráningu á og hugtaka sem neytendur
nota í „daglegu máli“ um vöruna eða þjónustuna eða grundvallareiginleika
hennar væri líklegur til að „veita orðasamsetningunni sérkenni“ svo hún
132 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 81. mgr. álitsins. Sjá einnig Gielen, C.: „European Com-
munity: Trade Marks - Possible Shift in Interpretation of Non-Descriptive“. (2001) E.I.P.R,
bls. 143.
133 Sama álit, 86. og 90. mgr., en þar segir m.a.: „….extremely elliptical in nature, of unusual
structure and resitant to any intuitive grammatical analysis“.
134 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 86. og 90. mgr. álitsins. Sjá einnig Kilbey (2002), bls. 494.
135 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 37. mgr. dómsins.
136 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 37.-39 mgr. dómsins.