Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 94
437
H 1994 2248.
Ó átti fasteign í Danmörku, sem var mikið veðsett. Átti bankinn U m.a. veð-
kröfu, sem stóð aftarlega í veðröð. Haustið 1987 var fasteignin til uppboðs-
meðferðar vegna vanskila á áhvílandi veðskuldum og kom þá til tals milli Ó og
íslenzks hlutafélags, A, sem bróðir hans veitti forstöðu, að A keypti fasteignina.
Í október það ár var sent bréf af hálfu A, þar sem m.a. sagði: ,,Jeg underteg-
nede bekræfter herved, at jeg køber ejendommen ... til en pris DKK 750.000,00
- som er overtagelse af prioriteter i henhold til aftale med Hr. Ó... .“ Með bréfi
U frá í desember 1987 var óskað eftir því, að A gengi frá kaupum á eigninni með
ákveðnum hætti. Þessu bréfi svaraði A ekki, en með bréfi í febrúar 1988 upplýsti
félagið, að það hefði verið forsenda fyrir kaupunum, að heimilt hefði verið að
skipta fasteigninni í tvær íbúðir, en þar sem ekki hefði fengizt leyfi til þess, hefði
félagið ekki lengur áhuga á eigninni. Fasteignin var síðar seld nauðungarsölu og
varð U fyrir verulegu tjóni, því veðhafar á undan honum leystu til sín eignina.
Höfðaði U mál á hendur A til heimtu skaðabóta vegna tjóns síns og byggði á því,
að A hefði skuldbundið sig til þess að kaupa fasteignina, en horfið frá því, án
þess að til þess hefði verið heimild. Í dómi Hæstaréttar er tekið fram, að ósam-
ræmi sé um skilmála kaupa í bréfum aðilja frá því í október og desember 1987
og ekki verði annað séð af þeim, en að tilhögun kaupa hafi ekki verið afráðin. Er
jafnframt vísað til þess, að þótt A tali um það í bréfi sínu frá því í febrúar, að for-
sendur hafi brostið fyrir kaupum, þá verði ekki séð, að tilboð það, sem A gerði í
bréfinu í október 1987, hafi verið samþykkt þegar bréfið í febrúar var ritað. Var
ekki talið, að U hefði sannað, að slíkt samþykki hefði komið síðar. Niðurstaðan
var því sú, að ekki hefði komizt á kaupsamningur og var A sýknað af kröfum U
í málinu.
Loks má nefna:
H 1997 2227.
K eignaðist óræktaða landspildu úr landi Munaðarness með afsali 8. maí 1974. Á
landinu reisti hann sumarbústað. K lézt 16. janúar 1996. K var samkvæmt þing-
lýstum heimildum eigandi að sumarbústaðnum. Ágreiningur reis með dánarbúi
K og einkahlutafélagi (E) um eignarrétt að sumarbústaðnum og lóðinni. E taldi,
að eigninni hefði verið afsalað til K vegna mistaka, en þau hefðu verið leiðrétt
með yfirlýsingu K, sem gerð var 27. nóvember 1990. Á grundvelli yfirlýsingar-
innar taldi E, að það væri réttur eigandi sumarbústaðarins, en ekki dánarbú K.
Yfirlýsingunni var þinglýst, en henni var ekki þinglýst sem afsali og hún breytti
ekki hinni þinglýstu eignarheimild. E hélt því einnig fram, að það (forveri þess)
hefði keypt bústaðinn fyrir kr. 750.000 í janúar 1990 og lagði fram því til stuðn-
ings hreyfingarlista úr fjárhagsbókhaldi sínu fyrir tímabilið frá byrjun árs 1990
til ársins 1997. Þar kom fram, að E hefði keypt sumarbústað 31. janúar 1990.
Þá voru á listanum margar færslur, sem m.a. sýndu ýmsan kostnað, sem E kvað
vera vegna rekstrar sumarbústaðarins. Jafnframt lagði E fram símbréf frá end-
urskoðanda félagsins, sem hann ritaði lögmanni þess, en þar lýsir endurskoðand-
inn því yfir, að E hafi verið færður sumarbústaðurinn til eignar ásamt spildu í
landi Munaðarness. Einnig segir að andvirði sumarbústaðarins hafi verið fært K