Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 32
375 fáist skráð sem vörumerki.137 Þá setti dómstóllinn sig í spor enskumælandi neytanda, eftir að hafa fullyrt að ef orð væru eingöngu lýsandi í einu tungu- máli aðildarríkjanna væru þau óskráningarhæf sem Evrópuvörumerki, og ályktaði að þótt hugtakið Baby-Dry ýjaði óumdeilanlega að hlutverki vör- unnar gæti það ekki talist óskráningarhæft. Og jafnvel þótt orðasamsetn- ingin gæti verið notuð í daglegu máli til að lýsa hlutverki bleyja fyrir börn, þá væri „óvenjuleg setningaskipun“ hennar ekki þekkt hugtak í ensku máli, hvorki til að gefa til kynna bleyjur fyrir börn né til að lýsa grunneiginleikum þeirra. Ekki væri því hægt að synja umsókn um skráningu orðasambands- ins Baby-Dry. Það væri nýyrði sem gæfi merkinu sem þannig væri myndað sérkenni.138 Til samanburðar við Windsurfing Chiemsee málið lagði dómstóllinn áherslu á að hér væri hægt að byggja á 12. gr. reglugerðarinnar, um takmark- anir á vörumerkjarétti, sem lúta að notkun þriðja aðila á lýsandi táknum í viðskiptum í samræmi við góða viðskiptahætti, og virtist þar af leiðandi lækka þröskuldinn við mat á skráningarhæfi samsettra orðmerkja.139 5.5.2 Í kjölfar Baby-Dry-dómsins 5.5.2.1 Dómar undirréttarins Tveimur vikum eftir að dómstóllinn dæmdi í Baby-Dry-málinu í sept- ember 2001 komst undirrétturinn að þeirri niðurstöðu við mat á því hvort hugtakið New Born Baby, fyrir brúður og fylgihluti þeirra, félli undir ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, að orðin lýstu ekki gæðum, áætlaðri notkun eða öðrum eiginleikum brúðanna eða fylgihlutanna fyrir þær. Tákn sem lýsir því hvernig leikfang er notað gæti ekki talist lýsandi fyrir leikfangið sjálft, nema neytendur tengi leikfangið við það þegar þeir ákveða hvað þeir ætla að kaupa. Fylgihlutirnir hvorki stæðu fyrir né væru ætlaðir nýfæddum börnum og ekki væri nein bein og ákveðin tenging milli merkisins og fylgi- hlutanna sem slíkra.140 Skráningarskrifstofa ESB áfrýjaði dómi undirréttarins. Jacobs aðallög- sögumaður sagði í áliti sínu að röksemdafærsla undirréttarins, um að tákn sem væri lýsandi fyrir notkun gæti ekki talist lýsandi fyrir leikfangið sjálft nema neytendur tengi leikfangið við það þegar þeir ákveða hvað þeir ætla að kaupa, stæðist ekki lagalega.141 Því miður fékkst ekki skýr túlkun á ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar í þessu máli þar sem varnaraðilinn, Zapf Creation AG, dró umsókn sína um skráningu orðanna New Born Baby sem Evrópuvörumerkis til baka og dómstóllinn ályktaði í úrskurði sínum 1. 137 Sami dómur, 40. mgr. 138 Sami dómur, 42.-44. mgr. 139 Antill og James (2004), bls. 158. 140 Mál nr. T-140/00, New Born Baby, 21.-33. mgr. 141 Sjá álit Jacobs aðallögsögumanns í máli nr. C-498/01 P, OHIM v. Zapf Creation AG, lagt fram 19. febrúar 2004, (2004) ECR I-11349. 25.-26. mgr. álitsins. (New Born Baby).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.