Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 118

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 118
461 7. gr. hljóði svo: Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Stjórn sjóðsins skal leggja reikninga hans fyrir endurskoðendur til endurskoðunar eigi síðar en 20. febrúar ár hvert. Lokið skal endurskoðun reikninga fyrir 1. mars ár hvert. Skulu endurskoðend- ur senda stjórninni reikningana með áritun sinni og athugasemdum fyrir þann dag. Stjórnin gerir grein fyrir störfum sjóðsins á aðalfundi félagsdeildar LMFÍ. Sjóðurinn greiðir allan kostnað af starfsemi sinni. Félagsdeild LMFÍ sér um framkvæmd og útfærslu á verkefnum Námssjóðs í samráði við sjóðsstjórn. 8. gr. félli niður., 9. gr. verði 8. gr., 10. gr. verði 9. gr., 11. gr. verði 10. gr. Framangreindar tillögur voru samþykktar samhljóða. Þá var tillaga stjórnar um hækkun árgjalds úr kr. 37.000 í kr. 40.000 sam- þykkt mótatkvæðalaust. 5. Kosningar Á fundinum var Helgi Jóhannesson, hrl., endurkjörinn formaður félags- ins, auk þess sem þau Ástríður Gísladóttir, hdl., og Lárentsínus Kristjáns- son, hrl., vour kjörin í stjórn í stað Helgu Melkorku Óttarsdóttur, hdl., og Jóhannesar Alberts Sævarssonar, hrl. Auk þeirra þriggja sem kjörin voru í stjórn félagsins sitja áfram þau Helga Jónsdóttir, hdl., og Stefán Geir Þór- isson, hrl. Í varastjórn voru kjörin þau Hjördís Halldórsdóttir, hdl., Hörður Felix Harðarson, hrl., og Jóhannes Bjarni Björnsson, hrl. Í laganefnd félags- ins næsta starfsár voru kjörin þau Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl., Óttar Pálsson hrl., Ása Ólafsdóttir hrl., Birgir Már Ragnarsson hdl., Eva Bryndís Helgadóttir hdl., Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl. og Ólafur Eiríksson hdl. 6. Önnur mál Undir liðnum önnur mál var borin upp tillaga varðandi gjafsókn, en flutningsmenn tillögunnar voru Atli Gíslason, hrl., Bergþóra Ingólfsdóttir hdl., Jónas Haraldsson hrl., Jónas Þór Jónasson hdl. og Jóhannes Albert Sævarsson hrl. Eftir nokkrar umræður og breytingatillögur var eftirfarandi tillaga samþykkt: Aðalfundur LMFÍ haldinn 10. mars 2006 mótmælir því að Alþingi hafi vorið 2005 fellt niður heimild til gjafsóknar samkvæmt b. lið 126. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þar með eiga einstaklingar ekki rétt á gjafsókn í mál- um sem hafa verulega almenna þýðingu eða varða verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi, nema fjárhagur þeirra sé bágborinn. Með niðurfellingu heimildarinnar hefur aðgengi einstaklinga að dómstólum, mann- réttindi þeirra, verið skert verulega, svo sem í málssókn eða málsvörn í málum þar sem ríki, sveitarfélög eða stórfyrirtæki eiga hlut að máli og aðstöðumunur aðila afar mikill. Aðalfundurinn skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að leiða þessa mikilsverðu heimild í lög á nýjan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.